Víkingur Reykjavík

Fréttamynd

Sjáðu heim­sókn Nabblans á Meistaravelli

Andri Már Eggertsson, eða Nabblinn eins og hann er jafnan kallaður, kíkti á Meistaravelli á leik KR og Víkings í Bestu deild karla á dögunum. Andri Már fór á kostum, talaði við mann og annan, og fylgdist með stemningunni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Það er erfitt að loka mótum strákar“

Arnar Gunnlaugsson og Kári Árnason eru samstarfsmenn hjá Íslands- og bikarmeisturum en þegar á golfvöllinn er farið er vináttan tímabundið lögð til hliðar. Sérstaklega ef hvorugur er að eiga sinn besta hring. 

Fótbolti
Fréttamynd

Þakkar bara fyrir að „Sir Sölvi“ heilsi sér á morgnanna

„Ef að Sölvi Geir er með stóran prófíl, þá er Víkingur með stóran prófíl,“ segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari ríkjandi Íslands- og bikarmeistara Víkings Reykjavíkur í fótbolta um aðstoðarþjálfara sinn Sölva Geir Ottesen sem hefur vakið verðskuldaða athygli upp á síðkastið. 

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Þetta stendur okkur nærri sem sam­fé­lag“

„Auðvitað er þetta mikilvægur leikur fyrir bæði lið og svo gefur það leiknum auka krydd að hann er til styrktar Alzheimer-samtökunum. Það er mikið undir,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, um leik dagsins við Víking í Bestu deild karla.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Arnar ætlar ekki að fylgja sínum mönnum í Vestur­bæinn

Arnar Gunn­laugs­son ætlar ekki að hreiðra um sig í stúkunni á Meistara­völlum í dag þegar að KR tekur á móti Víkingi Reykja­vík í þýðingar­miklum leik fyrir bæði lið í Bestu deildinni. Arnar tekur út leik­bann í dag og mætir því Óskari Hrafni, þjálfara KR, ekki á hliðar­línunni. Þeir kollegarnir hafa marga hildina háð í gegnum tíðina og Arnar er farinn að sjá hand­bragð Óskars á KR-liðinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Langar alltaf jafn mikið að vinna KR“

Boltinn fer að rúlla á ný í Bestu deild karla í fótbolta í dag þegar Íslandsmeistarar Víkings heimsækja KR. Gestirnir verða þó án þjálfara síns, sem er enn í leikbanni. Áfram mun Sölvi Geir Ottesen halda í stjórnartaumana.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Mjög erfitt þegar hann hætti að geta verið sá maður“

„Við héldum að þetta væru elliglöp um tíma, en svo fer maður að átta sig á að þetta er eitthvað annað því að karakterinn fer að breytast,“ segja börn KR-ingsins mikla Ellerts B. Schram, sem glímir við Alzheimer-sjúkdóminn. Stórleikur KR og Víkings á morgun, í Bestu deild karla í fótbolta, er til styrktar Alzheimer-samtökunum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Haraldur skammar Pawel: „Ömur­legt pólitískt út­spil“

Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, virðist ekki parsáttur við skrif Pawels Bartoszek, varaborgarfulltrúa Viðreisnar, á Vísi í gær. Pawel birti skoðanapistil þar sem hann veltir upp vandræðum Víkinga vegna þátttöku þeirra í Sambandsdeild Evrópu, kröfurnar sem fylgja og kostnaðinn sem það ber í för með sér fyrir skattgreiðendur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gary Martin kveður Ís­land: „Takk fyrir mig“

Komið er að tíma­mótum á ferli enska sóknar­mannsins Gary Martin sem leikið hefur hér á landi við góðan orð­stír nær ó­slitið frá árinu 2010. Eng­lendingurinn er á leið heim eftir far­sælan feril hér á landi og hann þakkar fyrir sig í hjart­næmri færslu á sam­fé­lags­miðlum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Heimavöllurinn skráður í Fær­eyjum en vonast til að spila á Ís­landi

Víkingur hefur tilkynnt UEFA að heimaleikir félagsins í Sambandsdeild Evrópu fari fram í Þórshöfn í Færeyjum. Frestur til að breyta leikstað rennur út á mánudag, Víkingur vill spila hér á landi og sendi út neyðarkall til ríkis og borgar í gær þar sem óskað var eftir aðgerðum. Framkvæmdastjóri Víkings er bjartsýnn á að það takist. 

Fótbolti
Fréttamynd

„Hefði enginn dómari í heiminum sleppt þessu“

Hárréttur dómur eða óskiljanlegur? Eða kannski mannleg mistök í spennuþrungnum stórleik? Það voru að minnsta kosti heldur betur skiptar skoðanir í Stúkunni, á rauða spjaldinu sem Hólmar Örn Eyjólfsson fékk í 3-2 sigri Víkinga á Val í Bestu deildinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Betra að segja sem minnst“

Valur er ellefu stigum frá toppsætinu í Bestu deildinni eftir að 21. umferð lauk í kvöld. Liðið tapaði 3-2 gegn Víkingum í tíðindamiklum leik.Srdjan Tufagdzic þjálfari Vals var til tals eftir tapið á Stöð 2 eftir leik og var gríðarlega ósáttur með tapið.

Íslenski boltinn