Leikskólar

Fréttamynd

Á­byrgðin á Sælu­koti liggur hjá Reykja­víkur­borg

Í viðtali á Bylgjunni við Elínu Halldórsdóttur leikskólastjóra á Sælukoti, þann 9. september síðastliðinn, kemur fram að rekstrarstjóri Sælukots sé nunna í Ananda Marga samtökunum sem vinnur mikla sjálfboðavinnu og óeigingjarnt starf.

Skoðun
Fréttamynd

Á sandi byggði heimskur maður hús

Það sem einkennir gjarnan okkar ágæta samfélag er að málin eru oft leyst með skammtalækningum í stað þess að hugsa til framtíðar. Núna, sem fyrr koma foreldrar og mótmæla stöðunni í leikskólamálum hjá borginni vegna þess að börn þeirra komast ekki inn í skólana.

Skoðun
Fréttamynd

Tryggjum börnum gott at­læti - núna

Nú verður ríkið að stíga inn í og lengja fæðingarorlof barna. Þó löngu fyrr hefði verið enda ótal rannsóknir sem sýna fram á að börnum er best borgið með sínu besta fólki, foreldrum sínum fyrstu tvö árin, þessum mikilvægu árum geðtengslamyndunar.

Skoðun
Fréttamynd

Vegna um­fjöllunar um leik­skólann Sælu­kot

Ég undirrituð hef þurft að lesa greinar og hlusta á viðtöl í fjölmiðlum síðustu 2 daga þar sem fram koma ótrúlegustu rangfærslur um skólastarf leikskólans Sælukots sem á að baki 46 ára starf.

Skoðun
Fréttamynd

Yngsta skóla­stigið þarf á raun­hæfum lausnum að halda

Skóli er svo mikið meira en eingöngu veggir. Ómissandi breytur í því sem skapa skóla eru nemendur og kennarar. Nemendur sem þroska og efla félagslegan-, siðferðilegan og vitsmunalegan vöxt sinn. Kennarar sem skapa gæði með sérfræðiþekkingu sinni og fagmennsku, þar sem samvinna, ígrundun, þekkingaröflun og þróun ræður ríkjum.

Skoðun
Fréttamynd

For­eldrar ekki að missa móðinn

Í dag komu foreldrar barna, sem ekki fá pláss á leikskólum Reykjavíkurborgar, með börn sín á palla ráðhússins og mótmæltu ástandinu í leikskólamálum. Öllu færri mættu í dag en á fyrri tvö mótmælin sem haldin hafa verið. Foreldrar þvertaka þó fyrir að þeir séu að missa móðinn.

Innlent
Fréttamynd

Í­búa­fundur í Ráð­húsinu

Nú nýlega fjölmenntu foreldrar barna sem bíða eftir plássi á leikskóla á fund borgarráðs í Ráðhúsi Reykjavíkur til að rukka inn síendurtekin kosningaloforð. Sjá mátti áhyggjusvip á andlitum meirihlutafulltrúanna, jafnvel óttasvip, því alltíeinu var komið inn á gafl til þeirra venjulegt fólk með alvöru vandamál.

Skoðun
Fréttamynd

Barnvæn bylting

Þann 16. ágúst síðastliðinn birtist á vef Vísis skoðunargrein hverrar höfundur er Haraldur Freyr Gíslason formaður Félags leikskólakennara. Grein Haraldar er mjög góð en í henni gælir höfundur við þá hugmynd að hugsanlega séu hagsmunir barna ekki endilega í hávegum hafðir þegar tekist er á um leikskólamál. Undirritaður telur að slíkar grunsemdir eigi við rök að styðjast.

Skoðun
Fréttamynd

Leik­skóli á­fram í Staðar­hverfi

Nokkrir íbúar í Staðarhverfi í Grafarvogi skrifuðu grein hér á Vísi á dögunum um leikskólamál í hverfinu þar sem ég er sérstaklega ávarpaður. Nú er ég reyndar ekki lengur í forsvari fyrir skólamálin í borginni en hef þó haft aðkomu að þessu máli sem greinin fjallar um og sjálfsagt að upplýsa um það sem ég þekki til málsins.

Skoðun
Fréttamynd

Á­kall til al­þingis­manna

Staðreynd: Rekstur leikskóla er ekki lögbundið hlutverk sveitarfélaga. En það ætti að vera það. Það er undir Alþingi að lögfesta slíkt og tryggja fjármögnun fyrsta skólastigsins.

Skoðun
Fréttamynd

Virðist sem lausu plássin hafi ekki hentað foreldrum

Borgin segir ekki standa til að loka leikskólanum Bakka í Grafarvogi heldur sé verið að leita leiða til að nýta húsnæðið sem best. Formaður skóla- og frístundaráðs segir að laus pláss hafi verið kynnt foreldrum en þau virðist ekki hafa hentað. Foreldri segir megna óánægju með fyrirkomulagið meðal foreldra.

Innlent
Fréttamynd

Segja stjórn­endur Bakka hafa fælt for­eldra frá í mörg ár

Foreldrar barna á leikskólanum Bakka í Grafarvogi segja stjórnendur skólans hafa markvisst í gegnum árin talað foreldra barna af því að skrá börnin sín á leikskólann. Nú séu börnin orðin það fá að hægt sé að réttlæta lokun leikskólans. Reykjavíkurborg segir enga ákvörðun hafa verið tekna varðandi lokun.

Innlent
Fréttamynd

Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Tak­markanir mennta­stefnu Reykja­víkur­borgar

Sælir Skúli Helgason og Helgi Grímsson.Þið þekkið okkur líklegast ekki en við þekkjum til ykkar og því miður ekki af góðu. Á sínum tíma stóðuð þið að baki lokun á grunnskóla Staðahverfis undir heitinu “Spennandi breytingar á skólastarfi í norðanverðum Grafarvogi” sem okkur foreldrum fannst hreinlega ekkert spennandi og orðavalið sjálft endurspeglaði virðingarleysi í garð barna á svæðinu.

Skoðun
Fréttamynd

Strand í Staðar­hverfi?

Þétting byggðar hefur lengi verið mantra þeirra sem stjórna Reykjavíkurborg. Afleiðingar þéttingarstefnunnar, þar sem ekki er hugað að innviðum fyrst, geta m.a. verið þær að erfitt sé fyrir foreldra að fá dagvistunarúrræði fyrir börn sín í viðkomandi hverfi og grunnskólar þar verði of fjölmennir.

Skoðun
Fréttamynd

Hvernig kennara viljum við?

Það skiptir okkur öll máli að skólastarf gangi vel, að börn og ungmenni njóti sín í námi og leik og að hlúð sé að velferð þeirra og þroska. Við vitum öll hve miklu máli góðir kennarar skipta og eigum flest minningar um kennara sem hafa snert hjörtu okkar og mótað okkur sem manneskju

Skoðun
Fréttamynd

Segir það lé­legt að spila með lífs­viður­væri for­eldra

Súsanna Ósk Gestsdóttir, deildarstjóri og leikskólakennari er ósátt með það sem hún kallar „innantóm loforð borgarstjórnar“ og segir lélegt að spila með lífsviðurværi foreldra með því að standa ekki við gefin loforð um leikskólapláss. Hún kallar eftir samráði við leikskólakennara til að finna raunverulegar lausnir á löngum biðlistum í borginni.

Innlent
Fréttamynd

Stórum á­fanga náð í Borgar­línu­verk­efninu í dag

Borgaryfirvöld segja að stórum áfanga hafi verið náð í Borgarlínuverkefnunu í dag þegar samkomulag náðist um afnot af lóð Barnavinarfélags Sumargjafar. Formaður félagsins segir að á móti ætli borgin að reisa nýjan leikskóla á lóðinni.

Innlent
Fréttamynd

Hæg­fara dauði leik­skóla­kennarans

Kæri borgarstjóri (og staðgengill borgarstjóra) og borgarfulltrúar. Undanfarið hef ég horft upp á hrakfarir foreldra sem hefur verið lofað leikskólaplássum fyrir börnin sín en þurft að lifa í algjörri óvissu þegar loforð hafa ekki verið efnd. Á sama tíma heyri ég lausnir sem koma frá ykkar herbúðum, minnihluta eða meirihluta, sem eru svo ævintýralegar að mig sundlar og svimar.

Skoðun