Fasteignamarkaður

Fréttamynd

Fasteignaskattur hækkar úr öllu hófi

Ráðast þarf í breytingar á þeirri lagaumgjörð sem gildir um fasteignaskatt. Fyrsti liðurinn væri að afnema þá heimild sem sveitarstjórnir hafa til 25 prósent hækkunar á skattstofni fyrir atvinnuhúsnæði og að innleiða varúðarreglur að norrænni fyrirmynd sem kæmu í veg fyrir stórfelldar hækkanir á fasteignaskatti.

Umræðan
Fréttamynd

Vinnur fast­eigna­salinn þinn fyrir þig?

Í fasteignaviðskiptum takast á þrjú ólík hagsmuna sjónarmið: Hagsmunir kaupanda, hagsmunir seljanda og hagsmunir fasteignasala. Hagsmunir seljanda og kaupanda skarast eðlilega þar sem þeir sitja sitthvoru megin við samningaborðið. En hvar liggja hagsmunir fasteignasala?

Skoðun
Fréttamynd

Hækkunin er sú mesta frá hruni

Á einu ári hefur fasteignamat húsnæðis hækkað um nærri tuttugu prósent. Hækkunin er sú mesta frá hruni. Forseti ASÍ segir á ábyrgð sveitarfélaga að hækkun fasteignamats verði ekki til að rýra kjör almennings.

Innlent
Fréttamynd

Fasteignamat tekur mikið stökk á milli ára

Þjóðskrá hefur gefið út fasteignamat fyrir árið 2023. Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9 prósent á milli ára, sem er umtalsvert meiri hækkun á milli ára en undanfarin ár.

Innlent
Fréttamynd

Mikill vöxtur í fyrirtækjalánum utan hins hefðbundna bankakerfis

Stöðugur vöxtur er í lánum fagfjárfestasjóða til fyrirtækja á sama tíma og bankakerfið hefur einnig tekið við sér í að stórauka á ný lán til atvinnulífsins. Frá því í ársbyrjun 2021 hafa heildarútlán slíkra sjóða, sem eru einkum fjármagnaðir af lífeyrissjóðum, til atvinnufyrirtækja aukist um 60 prósent og námu þau 155 milljörðum í lok apríl.

Innherji
Fréttamynd

Hvað kostar að selja fast­eign?

Það er fagnaðarefni þegar bent er á hluti sem eru óhagstæðir neytendum og á það ekki síst við um samsetningu og fjárhæð þóknunar fasteignasala nú þegar hækkanir á fasteignaverði slá met í hverjum mánuði.

Skoðun
Fréttamynd

Nýir stjórnendur SKEL og Kristín Erla koma inn í stjórn Kaldalóns

Á hluthafafundi Kaldalóns síðar í vikunni, sem var boðað til að beiðni SKEL fjárfestingafélags, stærsta hlutahafans, verður stjórnarmönnum fasteignafélagsins fjölgað úr þremur í fimm. Nýráðnir stjórnendur SKEL, þeir Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason og Magnús Ingi Einarsson, munu báðir koma inn í stjórn Kaldalóns en þeir hefja störf hjá fjárfestingafélaginu í byrjun júlí.

Innherji
Fréttamynd

Blær stór­tíðindi á hús­næðis­markaði

ASÍ, BSRB og VR koma að stofnun nýs íbúðafélags sem er ætlað að fjölga möguleikum í byggingu hagkvæms íbúðarhúsnæðis og gera fleiri stéttarfélögum kleift að byggja slíkar íbúðir. Nýja félagið hefur hlotið nafnið Blær og er systurfélag Bjargs íbúðafélags.

Innlent
Fréttamynd

Sjálf­taka fast­eigna­sala – Taka tvö

Fyrir viku skrifaði ég grein (sjá hér) um söluþóknanir fasteignasala, sem mér þykja svo háar að ég kallaði þær sjálftöku. Í framhaldi hefur spunnist umræða sem ég tel tilefni til að bregðast við og ætla því að greina stöðuna nánar.

Skoðun
Fréttamynd

Hækkað úr 80 milljónum í 129

Ásett verð raðhúsaíbúðar í Árbæ í Reykjavík hefur hækkað um ríflega sextíu prósent frá því í febrúar 2019 og farið úr 79,9 milljónum í 129,3. Þar af hefur eignin hækkað um rúmar 9 milljónir króna frá því í mars síðastliðnum. Fasteignasali segir alla sammála um að fasteignamarkaðurinn sé kominn úr böndunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stéttaskipting í Reykjavík

Árið 2018 var ég í fullu námi með barn og kærasta horfandi á vonlausan fasteignamarkað. Þar sem annað hvort ég eða kærastinn þyrftum hætta í námi og fara að vinna til að geta keypt okkur íbúð eða hreinlega sætta okkur við það að festast á leigumarkaðnum að námi loknu.

Skoðun
Fréttamynd

Sjálfstæðismenn í Reykjavík vilja frysta fasteignaskatta

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík lofar að frysta fasteignaskatta nái flokkurinn að mynda meirihluta í borginni eftir kosningar. Oddviti flokksins segir útspilið viðbragð við verðlagsþróun og vaxtahækkun Seðlabankans í vikunni. Óeðlilegt sé að sveitarfélög hafi fjárhagslega hvata af hækkandi húsnæðisverði.

Innherji
Fréttamynd

Átta Ís­lendingar sagðir eiga eignir í Dúbaí

Átta Íslendingar eiga fasteignir í Dúbaí ef marka má gögn sem lekið var til norska viðskiptamiðilsins E24. Að sögn miðilsins er þetta í fyrsta sinn sem greinargott yfirlit fæst yfir eigendur lúxusfasteigna, íbúða og skrifstofubygginga í furstadæminu sem hefur lengi verið þekkt sem leikvöllur ríka fólksins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Áhrif hækkandi matvælaverðs eiga eftir að „koma inn af fullum þunga“

Verðbólguhorfurnar eru dökkar fyrir næstu mánuði og útlit er fyrir að áhrif hærra matvælaverðs, sem hefur hækkað um 5,2 prósent síðasta árið, muni þá koma inn af fullum þunga. Þær miklu verðhækkanir sem hafa orðið á mörgum hrávörum á heimsvísu að undanförnu, meðal annars á sólblómaolíu, hveiti og sojabaunum, eru vart komin inn í matvælaverðið hér á landi.

Innherji
Fréttamynd

Söguleg hækkun á aðföngum sé forsendubrestur sem gæti hægt á uppbyggingu

Vísitalan fyrir innflutt byggingarefni hækkaði um 5,5 prósent í mánuðinum og verð á stáli hefur fjórfaldast á skömmum tíma. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að sögulegar hækkanir á aðföngum séu í mörgum tilvikum forsendubrestur. Ríki og sveitarfélög verði að grípa inn í til að ófremdarástand á húsnæðismarkaði versni ekki enn meira.

Viðskipti innlent