Erlend sakamál

Fréttamynd

Aðstoðarmaður lygna þingmannsins ákærður fyrir svik og pretti

Fyrrverandi aðstoðarmaður George Santos, alræmds fulltrúadeildarþingmanns Repúblikanaflokksins, var ákærður fyrir að þykjast vera háttsettur aðstoðarmaður eins leiðtoga flokksins þegar hann safnaði fé fyrir Santos í gær. Þingmaðurinn er sjálfur ákærður fyrir fjársvik og fleiri glæpi.

Erlent
Fréttamynd

Rekinn eftir að safn­munir hurfu

Starfsmaður British museum hefur verið rekinn og sætir lögreglurannsókn eftir að dýrmætir safnmunir hurfu og fundust síðar í kompu á safninu.

Erlent
Fréttamynd

Falskir kjör­menn og lygar kjarninn í málinu gegn Trump

Listi yfir falska kjörmenn sem Donald Trump og bandamenn hans fengu repúblikana í Georgíu til þess að senda Bandaríkjaþingi og lygar um kosningaúrslitin eru kjarninn í víðfeðmri ákæru á hendur fyrrverandi forsetanum og átján samverkamönnum hans í ríkinu. Nokkrir þeirra eru ákærðir fyrir tilraun til að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar.

Erlent
Fréttamynd

Notaði stolið fé til að gefa milljarða fyrir þing­kosningarnar

Bandarískir saksóknarar segja að Sam Bankman-Fried, stofnandi fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, hafi notað meira en þrettán milljarða króna sem hann stal af viðskiptavinum fyrirtækisins til þess að styrkja stjórnmálaflokka fyrir þingkosningar í fyrra. Hann hafi skipað undirmönnum sínum að fela slóð peninganna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Twitter sektað fyrir að af­henda ekki gögn um Trump tíman­lega

Dómari sektaði Twitter um tugi milljóna íslenskra króna fyrir að afhenda ekki gögn um Donald Trump á réttum tíma. Sérstakur rannsakandi sem ákærði Trump fyrir að reyna að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2020 fékk leitarheimild til þess að fá gögn um Twitter-notkun Trump.

Erlent
Fréttamynd

Braut sér leið út úr klefa eftir að hafa verið rænt

Alríkislögreglu Bandaríkjanna grunar að kona hafi bjargað kynsystrum sínum frá raðkynferðisafbrotamanni og mannræningja, með því að ná að brjóta sér leið út úr klefa á heimili mannsins. Hann er grunaður um kynferðisbrot í fimm ríkjum Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Myrti ólétta kærustu sína

Hnefaleikakappinn Félix Verdejo Sánchez hefur verið dæmdur fyrir að fremja mannrán og myrða Keishla Rodríguez Ortiz, sem var ólétt þegar hún var myrt. Tæp tvö ár eru síðan lík Ortiz fannst í lóni í San Juan, höfuðborg Puerto Rico. 

Erlent
Fréttamynd

Sveik ní­ræðan mann um hundruð milljóna

Peaches Stergo, 36 ára gömul kona frá Flórída ríki í Bandaríkjunum, hefur verið dæmd í fangelsi í rúm fjögur ár fyrir að hafa ævisparnaðinn af 87 ára gömlum manni sem lifði af helförina. Alls sveik Stergo rúmlega 2,8 milljónir dala af manninum, það samsvarar um 368 milljónum í íslenskum krónum.

Erlent
Fréttamynd

Vill finna fórnar­lömb fingra­langra flug­vallar­starfs­manna

Harpa Rós Júlíusdóttir hefur undanfarið reynt að koma upplýsingum til lögreglunnar á Tenerife frá Íslendingum sem hafa lent í því að munum sé stolið úr töskum þeirra á flugvellinum. Nú hefur hún fengið afhentan lista yfir hundruð muna sem lögreglan hefur haldlagt og leitar logandi ljósi að eigendum þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Greiðir átta milljarða til að komast hjá rann­sókn vegna Ep­stein

Leon Black, bandarískur auðjöfur og stofnandi eins stærsta eignastýringafyrirtækis heims, hefur samþykkt að greiða yfirvöldum á Bandarísku Jómfrúaeyjum 8,2 milljarða króna gegn því að þau hætti rannsókn á tengslum hans við Jeffrey Epstein. Líkt og frægt er orðið braut Epstein kynferðislega á fjölda unglingsstúlkna um árabil.

Erlent
Fréttamynd

Telja sig hafa leyst ára­tuga gamalt morð­mál

Rúmlega fjórir áratugir eru síðan Laura Kempton var myrt þegar hún var einungis 23 ára gömul. Málið hefur verið óleyst síðan þá en nú telja yfirvöld í New Hampshire í Bandaríkjunum sig vita hver það var sem myrti Kempton.

Erlent
Fréttamynd

Hadid hand­tekin í fríinu

Fyrirsætan Gigi Hadid var handtekin ásamt vinkonu sinni þegar þær mættu til Cayman-eyja á dögunum. Vinkonurnar ferðuðust með einkaflugvél og voru með í fórum sínum kannabis og áhöld til að neyta þess. 

Lífið
Fréttamynd

Sátt náðst um miska­bætur til handa fjöl­skyldu Beach

Sátt hefur náðst um miskabætur til handa fjölskyldu Mallory Beach og annarra ungmenna sem voru um borð í bát í eigu Alex Murdaugh sem ekið var á brúarstólpa árið 2019. Murdaugh var nýlega fundinn sekur um að myrða eiginkonu sína og yngri son, Paul, sem var við stýrið á bátnum.

Erlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir að stinga fjór­tán ára stúlku til bana

Dómstóll í Þýskalandi hefur dæmt 27 ára karlmann í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa stungið fjórtán og þrettán ára stúlkur í þýska bænum Illerkirchberg á síðasta ári. Önnur stúlkan lést í árásinni sem skók þýskt samfélag.

Erlent
Fréttamynd

Móðirin hafi myrt barnið sitt og stokkið frá borði

Harmleikurinn sem átti sér stað í Eystrasalti í síðustu viku var ekki slys samkvæmt danskri slysarannsóknarnefnd. Upphaflega var greint frá því að móðir hefði stokkið á eftir sjö ára syni sínum eftir að hann féll frá borði. Nú er hins vegar grunur um að hún hafi myrt barnið sitt.

Erlent
Fréttamynd

Vopna­vörðurinn sagður hafa verið með kókaín á setti

Saksóknarar í máli Hönnuh Gutierrez-Reed, sem ákærð hefur verið fyrir manndráp af gáleysi í tengslum við andlát kvikmyndatökumannsins Halynu Hutchins á tökustað kvikmyndarinnar Rust, segja hana hafa afhent ónefndu vitni lítinn poka af kókaíni daginn sem Hutchins lést.

Lífið
Fréttamynd

Hlaut 24 ára dóm fyrir að láta myrða kollega sinn

Pólitískur ráðgjafi sem borgaði tveimur mönnum fimmtán þúsund Bandaríkjadali fyrir að myrða kollega sinn var dæmdur í 24 ára fangelsi í Bandaríkjunum í dag. Morðingjarnir tveir hlutu sextán og tuttugu ára dóma.

Erlent