Landslið karla í fótbolta

Fréttamynd

Ísland tekur þátt í Eystrasaltsmótinu

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun taka þátt í Eystrasaltsmótinu (e. Baltic Cup) í vetur. Þar mun liðið etja kappi við Eystrasaltsríkin þrjú, Eistland, Lettland og Litáen.

Fótbolti
Fréttamynd

Jón Dagur mættur til Leuven

Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson er genginn í raðir belgíska félagsins Leuven. Jón Dagur kemur á frjálsri sölu eftir að hafa spilað með AGF í Danmörku undanfarin ár.

Fótbolti
Fréttamynd

Jón Dagur á leið til Belgíu

Jón Dagur Þorsteinsson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta, er laus allra mála frá AGF í Danmörku. Greint var frá því í gær að hann hafi farið út til Belgíu og fari að draga til tíðinda innan skamms.

Fótbolti
Fréttamynd

Aron Einar framlengir í Katar

Knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson hefur framlengt samning sinn við Al Arabi í Katar. Samningurinn gildir nú út tímabilið 2022/2023.

Fótbolti
Fréttamynd

Staða Arnars ekkert breyst: „Ég sá greinilegar framfarir“

„Hann er þjálfarinn, við stöndum við bakið á þjálfaranum, við erum í uppbyggingarferli með ungt og reynsluminna lið, og horfum bara til framtíðar,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, um stöðu Arnars Þórs Viðarssonar þjálfara A-landsliðs karla í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Jón Dagur kallar Þórhall Dan trúð

Jón Dagur Þorsteinsson hefur dregið allan vafa á því hverjir umræddir trúðar út í bæ eru með myndbirtingu á Instagram síðu sinni í dag. Þar kemur Þórhallur Dan Jóhannsson fyrir með trúða hárkollu og nef. Þórhallur er fyrrum fótboltamaður og reglulegur gestur í hlaðvarpsþættinum Mín Skoðun.

Fótbolti
Fréttamynd

Lars Lagerbäck: Arnar vildi gera þetta einn

Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, er sérfræðingur hjá Viaplay í kringum landsleik Íslands og Ísrael. Lars sagði í spjalli við Gunnar Ormslev fyrir leik að starfslok hans hjá landsliðinu hafi alfarið verið ákvörðun Arnars.

Fótbolti
Fréttamynd

Arnar segir ummæli Kára óheppileg og soft

Landsliðið fékk mikla gagnrýni eftir sigurleikinn gegn San Marínó á fimmtudaginn síðasta. Fyrrum landsliðsmennirnir Kári Árnason og Rúrik Gíslason sögðu í útsendingu Viaplay af leiknum að leikmenn væru ekki nógu harðir af sér. Landsliðsþjálfarinn, Arnar Þór Viðarsson, er ekki sammála þessari nálgun fyrrum landsliðsmannanna.

Fótbolti
Fréttamynd

„Sjáum að hlutirnir eru að þróast í rétta átt“

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum blaðamanna í Laugardalnum í dag, en íslenska liðið tekur á móti Ísrael í Þjóðadeildinni á morgun. Ísland hefur gert tvö jafntefli og unnið einn leik í þessum landsleikjaglugga og Arnar segist ánægður með liðið.

Fótbolti
Fréttamynd

„Við klárum okkar og sjáum svo hvað gerist“

Ungmennalandslið Íslands skipað leikmönnum 21 árs og yngri mæti Kýpur á Víkingsvelli í mikilvægum leik í undankeppni EM í kvöld. Með sigri á íslenska liðið möguleika á sæti í lokakeppni EM í gegnum umspil.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þeir eru frekar pirrandi leikmenn“

„Það er mikil spenna og við ætlum að gera okkar besta,“ segir ungstirnið Kristian Nökkvi Hlynsson, leikmaður Ajax, sem verður í sviðsljósinu með U21-landsliðinu í fótbolta í kvöld þegar það mætir Kýpur á Víkingsvelli.

Fótbolti