Umhverfismál

Fréttamynd

Telur að Ólafur hafi þegið ofgreidd laun í góðri trú

Hæstaréttarlögmaður telur að framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs hafi verið í góðri trú þegar hann þáði mánaðarlega þóknun í sjö ár fyrir störf í stýrinefnd sem lögð hafði verið niður. Þá sé það langsótt að varpa ábyrgð á mistökum Fjársýslu ríkisins yfir á stjórn og framkvæmdastjóra.

Innlent
Fréttamynd

Darwin-Verðlaun Atvinnulífsins

Ósvífnustu og sennilega þekktustu verðlaun heimsins, fyrir utan Nóbelinn og Óskarsverðlaunin, eru líklega hin heimsþekktu Darwin-verðlaun. Markmið verðlaunanna var að vekja athygli á heimskulegasta framferði einstaklinga það árið.

Skoðun
Fréttamynd

Bar­áttan gegn verð­bólgunni kemur í veg fyrir hækkun skila­gjalds

Endurvinnslan lagði til að skilagjald fyrir flöskur og dósir yrði hækkað um tvær krónur, úr átján. krónum í tuttugu. Umhverfis, orku- og loftslagsráðuneytisins fór ekki eftir tillögunni sökum þess að berjast þyrfti gegn verðbólgunni. Því væri ekki svigrúm til að hækka skilagjaldið.

Innlent
Fréttamynd

Ísland í 22.sæti: „Komum okkur upp listann til hinna Norðurlandanna“

„Við þurfum að fara að líta á úrgang sem gull eða í það minnsta hráefni til nýtingar. Samkvæmt skýrslunni þurfum við Íslendingar til að mynda að ná tökum á raftækjaúrgangi. Við þurfum að endurnýta raftæki, láta gera við þau í stað þess að henda þeim og kaupa ný,“ segir Eva Magnúsdóttir ráðgjafi hjá Podium meðal annars um það hvað þarf að fara að gerast hraðar á Íslandi svo Ísland standi ekki svona aftarlega á merinni þegar kemur að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Saman sköpum við góða orku fyrir samfélagið

Ísland hefur skipað sér í fremstu röð í heiminum þegar kemur að öflun og nýtingu endurnýjanlegrar orku. Þennan árangur ber okkur að nýta betur með því að hlúa að og efla þekkingu enn frekar á þessu sviði, í þágu samfélagsins, til uppbyggingu nýrra viðskiptatækifæra og tengsla, og síðast en ekki síst til að laða að nýja þekkingu til landsins.

Skoðun
Fréttamynd

Umhverfisvænn byggingariðnaður: „Það má segja að ferillinn sé frá vöggu til grafar“

„Það er á hreinu að kröfurnar verði meiri á næstu árum. Í Danmörku er til dæmis verið að setja í lög að hafa lífsferilsgreiningar á öllum nýbyggingum frá og með 1. janúar 2023 og bara tímaspursmál hvenær það verður komið í reglugerðir hér á landi,“ segir Emilía Borgþórsdóttir sérfræðingur umhverfismála hjá Húsasmiðjunni.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Svansvottuð vinnu­að­staða ekki að­eins mögu­leg í ný­byggingum

Fólk er almennt farið að þekkja ágætlega Svansvottaðar hreinlætis- og hreinsivörur, hótel og veitingastaði og fleira en síðustu misseri hefur það færst í vöxt að við séum að heyra um Svansvottaðar byggingar. Miðbærinn í Selfossi er gott dæmi um viðamikið byggingaverkefni þar sem hver einasta skrúfa er Svansvottuð og allt byggt með umhverfissjónarmið í huga.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Icelandair stefnir núna á þrjátíu sæta rafmagnsflugvél fyrir innanlandsflug

Rafmagnsflugvélin, sem Icelandair tilkynnti á föstudag að félagið hygðist taka þátt í að þróa með Heart Aerospace, verður uppfærð útgáfa af minni vél, sem sænski flugvélaframleiðandinn var búinn að vera með í þróun. Stefnt er að því að nýja flugvélin verði komin í farþegaflug árið 2028, eftir sex ár.

Innlent
Fréttamynd

Kallar eftir frelsun bænda

Daði Már Kristófersson prófessor í umhverfis- og auðlindafræði segir að aukin jarðrækt, grænmetis og annarra afurða, geti skipt sköpum í loftslagsmálum í framtíðinni en þá þurfi að frelsa bændur undan regluverki. Enginn mælanlegur árangur er af loftslagsaðgerðum stjórnvalda þrátt fyrir metnaðarfull áform þeirra að mati Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings.

Innlent
Fréttamynd

Söfn og dagur íslenskrar náttúru

Dagur íslenskrar náttúru er 16. september. Á þeim degi er söfnum hollt og mikilvægt að minna sig á að þau eiga ekki að vera og geta ekki verið hlutlaus þegar kemur að umhverfismálum.

Skoðun
Fréttamynd

Dagur ís­lenskrar náttúru

Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur 16. september á ári hverju og meðvitund Þjóðarinnar verður sífellt sterkari um dýrmæti náttúru landsins.

Skoðun
Fréttamynd

Sprota­fyrir­tækið Marea hlaut Blá­skelina

Sprotafyrirtækið Marea hlaut Bláskelina, viðurkenningu umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins fyrir framúrskarandi plastlausa lausn og gott fordæmi. Fyrirtækið hefur þróað náttúrulega filmu úr þörungahrati sem ætluð er fyrir grænmeti og ávexti.

Innlent
Fréttamynd

Raf­bíla­væðing mögu­lega farin að skila árangri

Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um þrjú prósent á milli áranna 2020 og 2021. Vegasamgöngur, fiskiskip og iðragerjun eru stærstu losunarþættirnir. Umhverfisstofnun segir að rafbílavæðingin hafi mögulega skilað árangri og bráðabirgðaniðurstöður gefi góða mynd af losun Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Veiðiferð vísindamanna skilar vænum fiskafla úr Elliðavatni

Fiskstofnar í Elliðavatni dafna vel, samkvæmt árlegri úttekt vísindamanna, sem fengu hátt í þrjúhundruð væna silunga í net sín á einum sólarhring. Bleikju hefur þó fækkað, en sama þróun sést víðar á landinu, og er talin geta tengst hnattrænni hlýnun.

Innlent
Fréttamynd

Staðfesta stjórnunar-og verndaráætlun fyrir „þjóðargersemi“

Í nýstaðfestri stjórnunar- og verndaráætlun Geysissvæðisins eru leiðir kynntar til að tryggja að markmið friðlýsingarinnar frá 2020 nái fram að ganga. Áhersla erlögð á verndun, ferðamennsku og vísindarannsóknir. Umhverfisráðherra segir áætlunina mikilvægan áfanga. Geysissvæðið hafi sérstaka þýðingu fyrir alla landsmenn og reyndar gjörvalla heimsbyggðina.

Innlent
Fréttamynd

Efna­hags­leg á­hætta virkjana­stefnunnar

Landsvirkjun hefur vegnað vel á síðustu misserum, ekki síst vegna mikilla verðhækkana á álmörkuðum á liðnu ári og fyrstu tveimur mánuðum þessa árs. Fram hefur komið að rekstrartekjur fyrirtækisins á fyrri helmingi ársins hafi verið hærri en nokkru sinni. Það er því sannarlega ástæða til að gleðjast yfir þeirri stöðu sem Landsvirkjun er í þessa stundina ­‒ er á meðan er.

Skoðun