Stj.mál

Fréttamynd

Misskilningur hjá sagnfræðingum

Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, segir að misskilnings gæti í ályktun Sagnfræðingafélags Íslands sem gagnrýndi harðlega að Þorsteini Pálssyni, sendiherra og fyrrverandi forsætisráðherra, hafi veriðð falið að skrifa bók um hundrað ára afmæli þingræðis á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Iðgjöld á sjúkratryggingar

Lagt verður til á landsfundi Sjálfstæðisflokks að gera það að stefnu flokksins að taka upp greiðslu iðgjalda fyrir sjúkratryggingar. Á móti komi lækkun skatta. Einnig þurfi að skilgreina betur hvað falið sé í sjúkratryggingu.

Innlent
Fréttamynd

Neðanjarðarspilling

Þjóðin fær vart trúað að svona neðanjarðarspilling sé til staðar," sagði Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, þegar hann lagði út af fréttum um aðdraganda Baugsrannsóknarinnar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Grímur tekur ekki sætið

Grímur Atlason, sem lenti í fimmta sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík um helgina, ætlar ekki að taka sætið. Grímur sóttist eftir fyrsta til þriðja sæti en lenti í því fjórða. Vegna hins svokallaða fléttufyrirkomulags, sem miðar að því að gera kynjunum jafn hátt undir höfði í uppröðun á listann, endaði Grímur aftur á móti í fimmta sæti.

Innlent
Fréttamynd

Búist við 14,2 milljarða afgangi

Áætlað er að skila ríkissjóði með 14,2 milljarða tekjuafgangi samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í dag. Hreinar skuldir ríkissjóðs verða sjö prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári en voru, þrjátíu og fimm prósent landsframleiðslunnar árið 1996.

Innlent
Fréttamynd

Viðskiptahalli áfram mikill

Spáð er áframhaldandi miklum hagavexti á næsta ári í nýrri þjóðhagsspá efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins, en hún var birt samhliða fjárlagafrumvarpi næsta árs.

Innlent
Fréttamynd

Vilja ekki gjaldfrjálsan leikskóla

Ungir sjálfstæðismenn eru andvígir því að boðið verði upp á gjaldfrjálsan leikskóla. Þeir segja nær að efla einkaframtakið á öllum skólastigum. Nýkjörinn formaður Ungra sjálfstæðismanna hyggst bera upp tillögu á landsfundi flokksins sem felur í sér að Íslendingar falli frá framboði til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisstjórnin sögð í afneitun

Ráðgert er að ríkissjóður verði rekinn með liðlega 14 milljarða króna afgangi árið 2006. Í fjárlagafrumvarpi, sem Árni Mathiesen fjármálaráðherra lagði fram á alþingi í gær, eru tekjur ríkissjóðs á næsta ári áætlaðar alls um 327 milljarðar króna en útgjöld um 313 milljarðar.

Innlent
Fréttamynd

Lýst eftir stöðugleika

Formaður Samfylkingarinnar lýsir eftir stöðugleika ríkisstjórninarinnar, misskipting sé að aukast, verðbólgan aukist, vextir hækki og skuldir heimilanna vindi stöðugt utan á sig. Formaður Vinstri - grænna segir ríkisstjórnina í afneitun á jafnvægisleysið í efnahagslífinu. Öll met hafi verið slegin í skuldasöfnun en munurinn sé sá að þær hafi nú lagst á sveitarfélögin og heimilin í landinu.

Innlent
Fréttamynd

Ólafsfirðingar án sýslumanns

Ólafsfirðingar eru ósáttir við að hafa engan sýslumann með aðsetur í bænum eftir að Ástríður Grímsdóttir, sýslumaður þeirra, ákvað að hverfa til annarra starfa áður en skipunartímabili hennar lauk. Í kjölfarið var ákveðið að Ólafsfjörður heyri, í það minnsta fyrst um sinn, undir sýslumanninn á Akureyri.

Innlent
Fréttamynd

Fjárlagafrumvarpið kynnt í dag

Árni Mathiesen leggur í dag fram sitt fyrsta fjárlagafrumvarp eftir að hann tók við lyklavöldum í fjármálaráðuneytinu úr hendi Geirs H. Haarde fyrir nokkrum dögum. Frumvarpið verður lagt fyrir Alþingi klukkan þrjú í dag.

Innlent
Fréttamynd

Forskot kristilegra eykst

Forskot Kristilegra demókrata eftir þingkosningarnar í Þýskalandi jókst um eitt sæti í gær þegar ljóst varð að þeirra maður hefði sigrað í Dresden. Þó að sigurinn í gær sé aðeins dropi í hafið, og breyti í raun engu, munu Kristilegir demókratar líta á sigurinn sem enn frekari sönnun þess að Angela Merkel, leiðtogi þeirra, eigi að verða næsti kanslari Þýskalands.

Erlent
Fréttamynd

Sterkur ríkissjóður í þöndu kerfi

"Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2006 er lagt fram með 14,2 milljarða króna tekjuafgangi og felur því í sér áframhaldandi aðhald í ríkisfjármálum og sífellt sterkari stöðu ríkissjóðs. Stefnan í ríkisfjármálum hefu stuðlað að stöðugleika samhliða öflugum hagvexti..."

Innlent
Fréttamynd

Einar Oddur styður tillögu SUS

Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist munu styðja tillögu Sambands ungra sjálfstæðismanna um að íslensk stjórnvöld hverfi frá framboði til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Innlent
Fréttamynd

25 í framboði hjá D-lista

Framboðsfrestur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík rann út klukkan 17 síðastliðinn föstudag. Þrír af núverandi borgarfulltrúum flokksins bjóða sig ekki fram að þessu sinni, þau Björn Bjarnason, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson.

Innlent
Fréttamynd

Gagnrýndu framkvæmd kosningar

Þingmenn Frjálslynda flokksins gagnrýndu harðlega kosningu forseta Alþingis við þingsetningu á laugardag. Gagnrýndu þingmenn meðal annars framkvæmdina og segjast ekki hafa getað sagt nei því svokallaður nei-hnappur hafi ekki virkað.

Innlent
Fréttamynd

Búist við 14,2 milljarða afgangi

Áætlað er að skila ríkissjóði með 14,2 milljarða tekjuafgangi samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í dag. Hreinar skuldir ríkissjóðs verða sjö prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári en voru 35 prósent landsframleiðslunnar árið 1996.

Innlent
Fréttamynd

Tyrkir æfir af reiði

Óvíst er hvort Evrópusambandið hefji formlegar aðildarviðræður við Tyrki í dag, eins og áætlað var. Austurríkismenn standa í vegi fyrir því en öll aðildarlöndin 25 þurfa að samþykkja viðræðurammann. Tyrkir eru æfir af reiði yfir þessu og vanda Austurríkismönnum ekki kveðjurnar.

Erlent
Fréttamynd

Una sækist eftir efsta sætinu

Una María Óskarsdóttir sækist eftir fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Kópavogi fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Una María er varabæjarfulltrúi og formaður Íþrótta- og tómstundaráðs auk þess að vera varaformaður Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi. Una María segist leggja áherslu á að efla almenna velferð og bæta innra og ytra starf í íþrótta-, skóla- og uppeldismálum.

Innlent
Fréttamynd

Viðræðurnar sigla enn í strand

Aðildarviðræður Tyrkja við Evrópusambandið sigldu enn eina ferðina í strand í gær og ekki tókst að ná sátt um drög að samningum, eins og til stóð. Utanríkisráðherrum sambandsins, sem eru samankomnir í Lúxemborg, tókst ekki að sannfæra Austurríkismenn um að gefa grænt ljós á aðild Tyrkjanna.

Innlent
Fréttamynd

Útgjöld tveggja ráðuneyta lækka

Útgjöld ríkissjóðs aukast hlutfallslega mest hjá dóms- og kirkjumálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Útgjöld hvors ráðuneytis um sig aukast um ellefu prósent. Útgjöld umhverfisráðuneytis dragast hins vegar saman um þrjú prósent og útgjöld forsætisráðuneytis um eitt prósent.

Innlent
Fréttamynd

Svandís efst í forvali VG

Svandís Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, varð hlutskörpust í forvali flokksins í Reykjavík sem haldið var í gær og mun skipa efsta sætið á lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor.

Innlent
Fréttamynd

Ekki hægt að segja nei

Frjálslyndi flokkurinn er óánægður með að ekki skuli hafa verið hægt að segja "nei" við kosningu Sólveigar Pétursdóttur í embætti forseta Alþingis. Eingöngu var hægt að ýta á "já" takkann eða "greiðir ekki atkvæði," en hún var ein í kjöri. Í tilkynningu sem flokkurinn sendi frá sér á laugardag segist flokkurinn hafa ætlað sér að undirstrika óánægju sína með því að segja nei, en þar sem það var ekki hægt er ómögulegt að sjá hversu margir voru alfarið á móti kosningu Sólveigar, heldur eingöngu að 12 af 63 þingmönnum hefðu setið hjá.

Innlent
Fréttamynd

Nei takkinn gerður óvirkur fyrir kjör þingforseta

Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, gerir kosningu forseta Alþingis við þingsetningu í gær að umtalsefni á heimasíðu sinni. Magnús kallar atkvæðagreiðsluna skrípaleik. Við atkvæðagreiðlsuna, hafði NEI takkinn verið gerður óvirkur hjá þingmönnum, þannig að bara var hægt að velja JÁ, eða takkann sem gefur til kynna að þingmaður greiði ekki atkvæði, heldur sitji hjá. Þannig hafi ekki komið fram við kosninguna hve margir voru hreinlega og alfarið á móti því að Sólveig Pétursdóttir yrði forseti.

Innlent
Fréttamynd

Færri ráðuneyti

Það kom fram á fréttamannafundi sem haldinn var í gær að þingflokkur Samfylkingarinnar vill fækka ráðuneytunum þrettán í níu. Flokkurinn vill að skilið verði milli heilbrigðis- og tryggingamála, og að stofnað verði sérstakt innanríkisráðuneyti. Önnur áherslumál þingflokksins eru aukið framboð á menntun fyrir fólk á vinnumarkaðnum, leiðrétting kjaraskerðingar lífeyrisþega og að afkomutryggingu verði komið á fyrir þá.

Innlent
Fréttamynd

Svandís bar sigur úr býtum

Svandís Svavarsdóttir var hlutskörpust í forvali Vinstri grænna í Reykjavík í gær. Árni Þór Sigurðsson skipar annað sæti á lista flokksins í vor og Þorleifur Gunnlaugsson það þriðja.

Innlent
Fréttamynd

Sólveig nýr forseti Alþingis

Sólveig Pétursdóttir var kjörin forseti Alþingis við setningu þess í gær. Hún þakkaði þingmönnum það traust sem þeir sýndu henni með því að kjósa hana.

Innlent
Fréttamynd

Alþingi Íslendinga sett

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, talaði meðal annars um lýðræði og þær breytingar sem orðið hafa á fréttaflutningi í ræðu sinni við setningu 132. löggjafarþings Íslendinga í gær.

Innlent
Fréttamynd

Alþingi sett í dag

Hundrað þrítugasta og annað löggjafarþing Íslendinga verður sett í dag. Þingsetningarathöfnin hefst nú klukkan hálftvö með guðsþjónustu í Dómkirkjunni, þar sem séra Valgeir Ástráðsson, predikar og þjónar fyrir altari, ásamt biskupi Íslands, Karli Sigurbjörnssyni.

Innlent
Fréttamynd

Tölvan áhrifameiri en þingið?

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sagði í þingsetningarræðu sinni í dag að frjálsræði hvers og eins til að velja sér upplýsingar væri nú meira en nokkru sinni og forræði valdsmanna á fréttum og umræðuefnum nánast horfið. Hann sagði þessa þróun geta á margan hátt orðið lýðræðinu til aukins þroska. Þá velti forsetinn upp þeirri spurningu hvort tölvan væri orðin þingmönnum öflugra áhrifatæki en ræðustóll Alþingis. 

Innlent