Stj.mál

Fréttamynd

Tekið harðar á heimilisofbeldi

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur ákveðið að fylgja fram tillögum refsiréttarnefndar um að breyta hegningarlögum, til að unnt verið að bregðast harðar við heimilisofbeldi. Kom þetta fram í ræðu ráðherrans í dag á norrænni ráðstefnu um baráttu gegn kynbundnu ofbeldi, sem haldin er hér á landi að frumkvæði Stígamóta.

Innlent
Fréttamynd

Úthluta hvatapeningum í Garðabæ

Bæjarstjórn Garðabæjar hefur samþykkt að hvert barn á aldrinum 6-16 ára fái árlega úthlutað tiltekinni upphæð, svokölluðum hvatapeningum, sem barnið og/eða foreldrar þess geta varið til að greiða niður félagsgjöld í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Upphæðin verður 10 þúsund krónur á barn á árinu 2005 og 20 þúsund krónur á ársgrundvelli frá og með árinu 2006.

Innlent
Fréttamynd

Svipað og í olíukreppunni

Verð á eldsneyti hefur nú náð svipuðum hæðum og í olíukreppunni á áttunda áratugnum, eftir verðhækkun í gær, sem er rakin til áhrifa frá fellibylnum Katrínu. Útgerðin tapar um fjórum milljörðum á ári vegna hækkana á gasolíu sem hefur hækkað um fjörutíu og átta prósent á einu ári.

Innlent
Fréttamynd

Verðhækkanir leiði til nýrra leiða

Bensínverðhækkanirnar eru jákvæðar að mati Péturs Blöndals, formanns efnahags- og viðskiptanefndar. Hann segir þær verða til þess að leitað verði nýrra leiða við orkugjöf og þar komi Íslendingar sterkir inn.

Innlent
Fréttamynd

Greiði Kynnisferðum tíund

Rútubílaeigendur gera alvarlegar athugasemdir við útboð ríkisins á sérleyfisakstri. Í skilmálum er gert ráð fyrir að Kynnisferðir fái í sinn hlut tíu prósent af sölu farmiða og að sérleyfishafar greiði Vegagerðinni 70 milljónir króna í aðstöðugjald.

Innlent
Fréttamynd

Íslenskukennsla flyst til Mímis

Námsflokkar Reykjavíkur, sem heyra undir menntasvið Reykjavíkurborgar, munu skrifa undir þriggja ára þjónustusamning um íslenskukennslu fyrir útlendinga sem búsettir eru í Reykjavík, við Mími-símenntun í dag. Þá tekur samningurinn einnig til þróunar kennsluhátta í íslensku fyrir útlendinga.

Innlent
Fréttamynd

43 prósent hlynnt aðild að ESB

Litlar breytingar virðast hafa orðið á afstöðu Íslendinga til aðildar að Evrópusambandinu eftir að Frakkar og Hollendingar höfnuðu stjórnarskrá sambandsins. Þetta leiðir ný könnun sem IMG Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins í ljós. 43 prósent svarenda í könnuninni reyndust hlynnt Evrópusambandsaðild en 37 prósent andvíg henni.

Innlent
Fréttamynd

Ný stefna í flugvallarmáli

Ekki er nema hálft ár frá því að Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri boðaði að Reykjavíkurflugvöllur yrði áfram í Vatnsmýri en í smækkaðri mynd. Nú hefur flugvallarmálið tekið algerlega nýja stefnu.

Innlent
Fréttamynd

Samúðarskeyti til BNA og Íraks

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur sent George Bush Bandaríkjaforseta samúðarskeyti fyrir hönd ríkisstjórnarinnar vegna manntjónsins sem orðið hefur í Bandaríkjunum vegna fellibylsins Katrínar á síðustu dögum. Þá hefur hann einnig sent Ibrahim al-Jafari, forsætisráðherra Íraks, samúðarskeyti vegna harmleiksins fyrr í vikunni þegar tæplega þúsund Írakar létu lífið í Kazamiyah-hverfinu í Bagdad.

Innlent
Fréttamynd

Ragnar Sær sækist eftir 5. sætinu

Ragnar Sær Ragnarsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fimmta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna næsta vor, en prófkjörið fer fram í byrjun nóvember næstkomandi. Ragnar Sær hefur undanfarin sjö ár starfað sem sveitarstjóri, fyrst í Biskupstungnahreppi og síðan í Bláskógabyggð.

Innlent
Fréttamynd

Fagnar afstöðu í flugvallarmálinu

Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir það stórtíðindi að Sjálfstæðismenn hafi tekið afdráttarlausa afstöðu til flugvallarins í Vatnsmýrinni. Hann fagnar viðsnúningi Sjálfstæðismanna, sem hafi dregið lappirnar í málinu hingað til.

Innlent
Fréttamynd

Frjálsyndir og Framsókn engan mann inn

Sjálfstæðisflokkurinn fengi 47,7% atkvæða og átta borgarfulltrúa, ef kosið yrði nú til borgarstjórnarskosninga, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið, dagana 25.-29. ágúst, og birt er í blaðinu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Sækist líklega eftir fyrsta sætinu

Líklegt er að Júlíus Vífill Ingvarsson sækist eftir fyrsta sætinu á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa stuðningsmenn hans lagt hart að honum að stefna á fyrsta sætið.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðisflokkur með meirihluta

Samkvæmt skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Morgunblaðið, fengi Sjálfstæðisflokkurinn mest fylgi, væri boðað til borgarstjórnarkosninga nú, eða 47,7 prósent og átta borgarfulltrúa.

Innlent
Fréttamynd

Vilhjálmur vill flugvöllinn burt

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi vill Reykjavíkurflugvöll burt. Þar vill hann sjá rísa íbúða- og atvinnubyggð. Aldrei áður hefur forystumaður innan Sjálfstæðisflokksins tekið svo afdráttalausa afstöðu gegn flugvellinum og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi gerði í Íslandi í dag í gær en Vilhjálmur býður sig fram í fyrsta sæti lista Sjálfstæðismanna í borgarstjórn.

Innlent
Fréttamynd

Jórunn stefnir á fjórða sætið

Jórunn Frímannsdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Jórunn er varaorgarfulltrúi og hefur starfað í Hverfafélagi Sjálfstæðismanna í Laugarneshverfi síðan 1999.

Innlent
Fréttamynd

Kosningabarátta á Bláhorninu

Gústaf Adolf Níelsson útvarpsmaður gefur kost á sér í áttunda sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Hann er hrifnari af Vilhjálmi en Gísla Marteini. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

13% vinna á höfuðborgarsvæðinu

Í Gaulverjabæjarhreppi eru áætlaðar skatttekjur á þessu ári lægri á hvern íbúa en framlag á hvern íbúa hreppsins úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Einar Guðni Njálsson, bæjarstjóri Árborgar, segir að framlög jöfnunarsjóðsins á hvern íbúa á Selfossi og annars staðar í Árborg sé varla nema sjöundi hluti af skatttekjum bæjarfélagsins á hvern íbúa. 

Innlent
Fréttamynd

Kjartan í þriðja sætið

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur kost á sér í þriðja sætið í prófkjöri sjálfstæðismanna fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.

Innlent
Fréttamynd

Jórunn í fjórða sætið

Varaborgarfulltrúarnir Jórunn Frímannsdóttir og Þorgbjörg Helga Vigfúsdóttir gefa kost á sér í fjórða sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.

Innlent
Fréttamynd

Flugvöllinn burt segir Vilhjálmur

Afstaða forystumanns Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn gagnvart Reykjavíkurflugvelli er skýr. Flugvöllurinn skal víkja úr Vatnsmýrinnni. Gísli Marteinn Baldursson segir þetta hafa verið skoðun sína lengi og að hann sé ánægður með að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sé sama sinnis.

Innlent
Fréttamynd

Nánari tengsl Færeyja og Íslands

Davíð Oddsson utanríkisráðherra og Jóhannes Eidesgaard, lögmaður Færeyja, undirrituðu í gær samning um að koma á fót sameiginlegu efnahagssvæði Íslands og Færeyja.

Innlent
Fréttamynd

Harðnandi kosningaslagur

Jens Stoltenberg, formaður norska Verkamannaflokksins, hitti tvo helstu leiðtoga samtaka launafólks á ráðstefnu um velferð og valfrelsi í gær, en flokkurinn talar fyrir uppstokkun í opinberum rekstri.

Innlent
Fréttamynd

Verða sameiginlegt efnahagssvæði

Davíð Oddsson utanríkisráðherra og Jóhannes Eidesgaard, lögmaður Færeyja, undirrituðu í dag samning um frelsi í fjárfestingum og viðskiptum með vörur og þjónustu. Þar með verður Ísland og Færeyjar sameiginlegt efnahagssvæði.

Innlent
Fréttamynd

Vill grænt samstarf til vinstri

Svandís Svavarsdóttir framkvæmdastjóri Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs ákvað í gær að gefa kost á sér í fyrsta sæti V-listans í forvali flokksins sem fram fer 1. október næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Kaupir sex íbúðir á sjö milljónir

Bæjarráð Bolungarvíkur hefur samþykkt tillögu húsnæðisnefndar bæjarins um að selja Arndísi Hjartardóttur sex íbúðir í eigu bæjarins í fjölbýlishúsi fyrir sjö milljónir króna. <em>Bæjarins besta</em> segir frá þessu á vef sínum. Húsið var byggt árið 1979 og eru íbúðirnar á bilinu 54 til 65 fermetrar að stærð. Fasteignamatið er 2 til 2,5 milljónir króna og brunabótamatið 7,3 til 8,6 milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Sölubann og stytt veiðitímabil

Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra kynnti í dag reglugerð um fyrirkomulag rjúpnaveiða haustið 2005. Samkvæmt henni verður sölubann á veiðibráð og rjúpnaafurðum og veiðitímabilið verður frá 15. október til 30. nóvember, en fyrir friðun voru veiðar leyfðar til 22. desember.

Innlent
Fréttamynd

R-listinn héldi meirihlutanum

Reykjavíkurlistinn hefði nú stuðning tæplega helmings Reykjavíkurbúa og héldi völdum í borginni, hefðu samstarfsflokkarnir þrír ákveðið að bjóða aftur fram undir hans nafni. Þetta kemur fram í skoðanakönnun Fréttablaðsins.

Innlent
Fréttamynd

Þakklátur fyrir traust borgarbúa

Flestir Reykvíkingar vilja að Gísli Marteinn Baldursson verði næsti borgarstjóri, samkvæmt nýrri skoðanakönnun <em>Fréttablaðsins</em>. Gísli Marteinn segist þakklátur fyrir að borgarbúar skuli treysta honum fyrir embættinu.

Innlent