Stj.mál Sigur vinnist með hugmyndum Formaður Samtakanna 78 segir að unninn sé fullnaðarsigur í réttindabaráttu homma og lesbía fái hugmyndir félagsmálaráðherra brautargengi innan ríkisstjórnarinnar. Lokið verður við frumvarp til lagabreytinga um þessi efni í stjórnarráðinu á næstu vikum. Innlent 13.10.2005 19:38 Magnús Þór glaður en Ögmundur ekki Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna taka misjafnlega í fyrirhugaða lækkun tekjuskatts og virðisaukaskatts um áramót. Magnús Þór Hafsteinsson er ánægður en Ögmundur Jónasson segir brýnast að hækka fjármagnstekjuskattinn. Ágúst Ólafur Ágústsson vill lækka skatt á mat um helming. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:38 Segir ummæli Baldurs fáránleg Sólveig Pétursdóttir segist ekki hafa fordóma gagnvart samkynhneigðum. Hún segir ummæli Baldurs Þórhallssonar, dósents í stjórnmálafræði, þess efnis vera fáránleg og ósanngjörn og ljóst að hann sé að slá pólitískar keilur. Innlent 13.10.2005 19:38 Samkynhneigðir öðlist sama rétt Félagsmálaráðherra sagði í ávarpi á Hinsegin dögum í dag að hann myndi beita sér fyrir því að samkynhneigðir öðluðust fullan rétt á við gagnkynhneigða á sviði hjúskapar og ættleiðinga. Hann segist þó ekki vita hvaða álit aðrir ráðherrar hafi á málinu. Innlent 13.10.2005 19:38 Varað við skattalækkunum "Með því að bæta skattalækkunum ofan á þá þenslu sem nú er í þjóðfélaginu þá teljum við að verðbólga getið farið af stað enn frekar en nú er orðið og við höfum varað mjög við þessum tímasetningum," segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ. Innlent 13.10.2005 19:38 Búist við lækkun matarskatts Meðal þeirra tillagna sem nú eru ræddar innan stjórnarflokkanna er að neðra þrep virðisaukaskatts verði lækkað niður í allt að sjö prósent. Fyrirhugaðar breytingar á tekjuskattskerfinu þar sem tekjuskattur verður lækkaður um tvö prósent um næstu áramót eru umfram þau skattalækkunaráform sem koma fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Innlent 13.10.2005 19:38 Vegaslóðum verði lokað Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis hefur beint þeim tilmælum til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar að láta loka nú þegar vegaslóðum sunnan og suðvestan vatnsbólanna í Kaldárbotnum vegna hættu á mengunaróhöppum sem umferð vélknúinna ökutækja gæti valdið á vatnsverndarsvæðinu. Bæjarráð hefur sent stjórn Vatnsveitu Hafnarfjarðar erindið til umsagnar. Innlent 13.10.2005 19:38 Telja hættu á mengunaróhöppum Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis hefur beint þeim tilmælum til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar að láta loka nú þegar vegaslóðum sunnan og suðvestan vatnsbólanna í Kaldárbotnum vegna hættu á mengunaróhöppum. Innlent 13.10.2005 19:38 Skattar lækka um tvö prósent Tekjuskattur lækkar um tvö prósentustig um næstu áramót samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þá er einnig hafin vinna við að lækka virðisaukaskatt og má búast við ákvörðun á næstunni um hversu miklar lækkanir er um að ræða. Innlent 13.10.2005 19:38 Deilt um háhýsi í Reykjanesbæ Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar stendur fyrir byggingu allt að átta hæða verslunar- og íbúðarhúsnæðis í miðbæ Reykjanesbæjar. Deiliskipulag leyfir einungis þriggja hæða hús á þessum stað og hafa íbúar í nágrenninu mótmælt hugmyndinni og gagnrýna framferði formanns skipulagsráðs. Innlent 13.10.2005 19:38 Allir bæir á Vestfjörðum fá kvóta Siglufjörður, Súðavík og Stykkishólmur fá mestan byggðakvóta í ár, eða 210 tonn hvert sveitarfélag. Á Vestfjörðum fá öll sveitarfélög úthlutað kvóta. Mest fær Súðavík 210 tonn og þar á eftir koma Bíldudalur og Ísafjörður með 140 tonn. Á Austfjörðum fær Breiðdalshreppur rúm 160 tonn og Raufarhafnarhreppur fær 95 tonn. Innlent 13.10.2005 19:38 4000 tonna byggðakvóta úthlutað Rúmlega fjögur þúsund tonna byggðakvóta verður úthlutað á næsta fiskveiðiári sem hefst þann fyrsta september. Rúmlega þrjú þúsund þorskígildistonnum verður úthlutað vegna hruns í skel- og innfjarðarrækjuveiðum. Sjávarútvegsráðherra kynnti reglugerðir vegna stjórnar fiskveiða á Akureyri í dag. Innlent 13.10.2005 19:38 Upplýsir ekki skoðun á ættleiðingu Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vill ekki upplýsa hvaða skoðun hann hafi á því að samkynhneigðir fengju að ættleiða börn þó svo að málið heyri undir hans ráðuneyti. Innlent 13.10.2005 19:38 Júlíus Vífill gefur kost á sér Júlíus Vífill Ingvarsson ætlar að gefa kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Júlíus sagði í samtali við fréttastofu að fjöldi fólks hefði haft samband við hann síðustu daga og skorað á hann að snúa sér aftur að stjórnmálum en hann sat í borgarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 1998 til 2002. Innlent 13.10.2005 19:37 Dróst vegna fjarveru starfsmanna Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyrar, hefur svarað fyrirspurnum Oktavíu Jóhannesdóttur, bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar, um umdeilda lífskjararannsókn sem unnin var fyrir bæjarstjórn Akureyrar. Í svörum bæjarstjórans segir að ástæða þess að kynning niðurstaðna dróst frá maí fram í júlí hafi verið veikindi og fjarvera starfsmanna og bæjarfulltrúa. Innlent 13.10.2005 19:37 Fordæma valdaránið í Máritaníu Sameinuðu þjóðirnar, Afríkusambandið og Bandaríkin hafa fordæmt valdaránið í Vestur-Afríkuríkinu Máritaníu í gær. Nokkrir herforingjar hafa lýst því yfir að þeir hafi tekið völdin í sínar hendur til að binda endi á tveggja áratuga einræðisstjórn forsetans Maaouiya Ould Sid Ahmed Taya. Erlent 13.10.2005 19:37 Talar fyrir punktakerfi í Kópavogi Ólafur Þór Gunnarsson læknir, sem var efsti maður á lista Vinstri grænna í síðustu bæjarstjórnarkosningum í Kópavogi, segir aðalatriðið að úthlutunarkerfi sé gagnsætt og fyrirsjáanlegt. "Það er engin sanngirni í því að þú getir fengið lóð út á það hver þú ert og hvað þú heitir." Innlent 13.10.2005 19:37 Júlíus Vífill ætlar fram Júlíus Vífill Ingvarsson lýsti í gær yfir framboði í eitt af efstu sætunum á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Hann segir Reykjavík hafa orðið undir í samkeppni við nágrannasveitarfélögin. "Ég vil beita mér fyrir því að Reykjavík verði fyrirmynd annarra sveitarfélaga og ávallt í forystu." Innlent 13.10.2005 19:37 Valdarán í Máritaníu Herinn í Afríkuríkinu Máritaníu segist hafa steypt ríkisstjórn landsins af stóli og muni fara með stjórn þess næstu tvö árin. Maaouya Ould Sid´Ahmed Taya forseti hrifsaði völdin í Máritaníu í byltingu árið 1984 og síðan hefur ríkt hálfgerð ógnarstjórn í landinu. Erlent 13.10.2005 19:37 Sjálfstæðisflokkur með meirihluta Sjálfstæðisflokkurinn fengi hreinan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, yrði gengið til kosninga nú. Þetta eru niðurstöður þjóðarpúls Gallups, en greint var frá þessu í fréttum Ríkissjónvarpsins í gærkvöld. Innlent 13.10.2005 19:36 Pólitísk en ekki flokkspólitísk Aldarfjórðungur er síðan Vigdís Finnbogadóttir tók við forsetaembætti, fyrsta kona heims sem var þjóðkjörin til slíks embættis. Hún var pólitískur forseti en þó ekki á flokkspólitískum línum segir Svanur Kristjánsson stjórnmálafræðingur. Innlent 13.10.2005 19:36 Jafnar fylkingar í borginni R-listinn fengi 47 prósenta fylgi en listi Sjálfstæðisflokksins 48 prósent ef kosið yrði til borgarstjórnar nú. Þetta er niðurstaða nýrrar fylgiskönnunar sem Gallup hefur gert. Miðað við könnun síðastliðið haust tapar R-listinn um sex prósentustigum en Sjálfstæðisflokkurinn bætir öðru eins við sig. Innlent 13.10.2005 19:36 Skipaði sendiherra í þingfríi George W. Bush Bandaríkjaforseti skipaði John Bolton í gær sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Bush nýtti sér tækifærið meðan öldungadeild Bandaríkjaþings var í fríi og komst þannig hjá staðfestingarferli þingsins þar sem ljóst þótti að miklar deilur yrðu um skipun Bolton. Innlent 13.10.2005 19:36 Þurr og sjarmalaus vonarstjarna Þurr og sjarmalaus austurþýsk kona er vonarstjarna þýskra íhaldsmanna. Angela Merkel stefnir hraðbyri á kanslarabústaðinn í Berlín takist Schröder núverandi kanslara ekki að bregða fyrir hana fæti í kappræðum. Erlent 13.10.2005 19:36 Spennan vex Spennan vex fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem ríkisstjórn Ariels Sharons býr sig undir átök og mótmæli vegna fyrirhugaðs brotthvarfs Ísraelsmanna frá Gasaströndinni. Erlent 13.10.2005 19:36 Rice áhrifamesta kona heims Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, er nú á toppi lista tímaritsins <em>Forbes </em>yfir eitt hundrað áhrifamestu konur heimsins. Næst á eftir henni kemur Wu Yi, heilbrigðisráðherra Kína, sem jafnframt hefur viðurnefnið „Járnfrúin“ líkt og Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bretlands. Erlent 13.10.2005 19:36 Eldfimar upplýsingar í könnun Nokkrar niðurstöður lífskjararannsóknar sem IMG Gallup framkvæmdi á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu í vor hafa vakið deilur á Akureyri. Út úr niðurstöðunum má meðal annars lesa laun fylgismanna stjórnmálaflokkanna, menntun og í hvaða hverfum þeir eru búsettir. Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa í höndum sambærilegar upplýsingar varðandi Reykvíkinga. Innlent 13.10.2005 19:36 Upplýsingar ekki fyrir alla? Tengsl forstjóra Símans við nýja eigendur vekur spurningar um hvort þeir hafi haft einhverjar upplýsingar sem hinir höfðu ekki, segir formaður Samfylkingarinnar. Vinstri grænir vilja setja sérstök lög um einkavæðingu ríkisfyrirtækja til að einstakir ráðherrar ráðskist ekki með eigur ríkisins að vild. Innlent 13.10.2005 19:36 Leyndi því að stjórnin væri fallin Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, virðist hafa ætlað að leyna því að meirihluti sjálfstæðis- og framsóknarmanna í bæjarstjórn Akureyrar er fallinn, samkvæmt skoðanakönnum Gallups fyrir Akureyrarbæ í vor. Innlent 13.10.2005 19:35 Meirihlutinn tapar fylgi Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn á Akureyri tapa umtalsverðu fylgi samkvæmt könnun IMG Gallup en halda þó meirihlutanum í bæjarstjórn. Listi fólksins á Akureyri missir báða bæjarfulltrúa sína en Samfylkingin og Vinstri grænir sækja verulega á. Innlent 13.10.2005 19:35 « ‹ 83 84 85 86 87 88 89 90 91 … 187 ›
Sigur vinnist með hugmyndum Formaður Samtakanna 78 segir að unninn sé fullnaðarsigur í réttindabaráttu homma og lesbía fái hugmyndir félagsmálaráðherra brautargengi innan ríkisstjórnarinnar. Lokið verður við frumvarp til lagabreytinga um þessi efni í stjórnarráðinu á næstu vikum. Innlent 13.10.2005 19:38
Magnús Þór glaður en Ögmundur ekki Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna taka misjafnlega í fyrirhugaða lækkun tekjuskatts og virðisaukaskatts um áramót. Magnús Þór Hafsteinsson er ánægður en Ögmundur Jónasson segir brýnast að hækka fjármagnstekjuskattinn. Ágúst Ólafur Ágústsson vill lækka skatt á mat um helming. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:38
Segir ummæli Baldurs fáránleg Sólveig Pétursdóttir segist ekki hafa fordóma gagnvart samkynhneigðum. Hún segir ummæli Baldurs Þórhallssonar, dósents í stjórnmálafræði, þess efnis vera fáránleg og ósanngjörn og ljóst að hann sé að slá pólitískar keilur. Innlent 13.10.2005 19:38
Samkynhneigðir öðlist sama rétt Félagsmálaráðherra sagði í ávarpi á Hinsegin dögum í dag að hann myndi beita sér fyrir því að samkynhneigðir öðluðust fullan rétt á við gagnkynhneigða á sviði hjúskapar og ættleiðinga. Hann segist þó ekki vita hvaða álit aðrir ráðherrar hafi á málinu. Innlent 13.10.2005 19:38
Varað við skattalækkunum "Með því að bæta skattalækkunum ofan á þá þenslu sem nú er í þjóðfélaginu þá teljum við að verðbólga getið farið af stað enn frekar en nú er orðið og við höfum varað mjög við þessum tímasetningum," segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ. Innlent 13.10.2005 19:38
Búist við lækkun matarskatts Meðal þeirra tillagna sem nú eru ræddar innan stjórnarflokkanna er að neðra þrep virðisaukaskatts verði lækkað niður í allt að sjö prósent. Fyrirhugaðar breytingar á tekjuskattskerfinu þar sem tekjuskattur verður lækkaður um tvö prósent um næstu áramót eru umfram þau skattalækkunaráform sem koma fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Innlent 13.10.2005 19:38
Vegaslóðum verði lokað Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis hefur beint þeim tilmælum til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar að láta loka nú þegar vegaslóðum sunnan og suðvestan vatnsbólanna í Kaldárbotnum vegna hættu á mengunaróhöppum sem umferð vélknúinna ökutækja gæti valdið á vatnsverndarsvæðinu. Bæjarráð hefur sent stjórn Vatnsveitu Hafnarfjarðar erindið til umsagnar. Innlent 13.10.2005 19:38
Telja hættu á mengunaróhöppum Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis hefur beint þeim tilmælum til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar að láta loka nú þegar vegaslóðum sunnan og suðvestan vatnsbólanna í Kaldárbotnum vegna hættu á mengunaróhöppum. Innlent 13.10.2005 19:38
Skattar lækka um tvö prósent Tekjuskattur lækkar um tvö prósentustig um næstu áramót samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þá er einnig hafin vinna við að lækka virðisaukaskatt og má búast við ákvörðun á næstunni um hversu miklar lækkanir er um að ræða. Innlent 13.10.2005 19:38
Deilt um háhýsi í Reykjanesbæ Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar stendur fyrir byggingu allt að átta hæða verslunar- og íbúðarhúsnæðis í miðbæ Reykjanesbæjar. Deiliskipulag leyfir einungis þriggja hæða hús á þessum stað og hafa íbúar í nágrenninu mótmælt hugmyndinni og gagnrýna framferði formanns skipulagsráðs. Innlent 13.10.2005 19:38
Allir bæir á Vestfjörðum fá kvóta Siglufjörður, Súðavík og Stykkishólmur fá mestan byggðakvóta í ár, eða 210 tonn hvert sveitarfélag. Á Vestfjörðum fá öll sveitarfélög úthlutað kvóta. Mest fær Súðavík 210 tonn og þar á eftir koma Bíldudalur og Ísafjörður með 140 tonn. Á Austfjörðum fær Breiðdalshreppur rúm 160 tonn og Raufarhafnarhreppur fær 95 tonn. Innlent 13.10.2005 19:38
4000 tonna byggðakvóta úthlutað Rúmlega fjögur þúsund tonna byggðakvóta verður úthlutað á næsta fiskveiðiári sem hefst þann fyrsta september. Rúmlega þrjú þúsund þorskígildistonnum verður úthlutað vegna hruns í skel- og innfjarðarrækjuveiðum. Sjávarútvegsráðherra kynnti reglugerðir vegna stjórnar fiskveiða á Akureyri í dag. Innlent 13.10.2005 19:38
Upplýsir ekki skoðun á ættleiðingu Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vill ekki upplýsa hvaða skoðun hann hafi á því að samkynhneigðir fengju að ættleiða börn þó svo að málið heyri undir hans ráðuneyti. Innlent 13.10.2005 19:38
Júlíus Vífill gefur kost á sér Júlíus Vífill Ingvarsson ætlar að gefa kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Júlíus sagði í samtali við fréttastofu að fjöldi fólks hefði haft samband við hann síðustu daga og skorað á hann að snúa sér aftur að stjórnmálum en hann sat í borgarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 1998 til 2002. Innlent 13.10.2005 19:37
Dróst vegna fjarveru starfsmanna Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyrar, hefur svarað fyrirspurnum Oktavíu Jóhannesdóttur, bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar, um umdeilda lífskjararannsókn sem unnin var fyrir bæjarstjórn Akureyrar. Í svörum bæjarstjórans segir að ástæða þess að kynning niðurstaðna dróst frá maí fram í júlí hafi verið veikindi og fjarvera starfsmanna og bæjarfulltrúa. Innlent 13.10.2005 19:37
Fordæma valdaránið í Máritaníu Sameinuðu þjóðirnar, Afríkusambandið og Bandaríkin hafa fordæmt valdaránið í Vestur-Afríkuríkinu Máritaníu í gær. Nokkrir herforingjar hafa lýst því yfir að þeir hafi tekið völdin í sínar hendur til að binda endi á tveggja áratuga einræðisstjórn forsetans Maaouiya Ould Sid Ahmed Taya. Erlent 13.10.2005 19:37
Talar fyrir punktakerfi í Kópavogi Ólafur Þór Gunnarsson læknir, sem var efsti maður á lista Vinstri grænna í síðustu bæjarstjórnarkosningum í Kópavogi, segir aðalatriðið að úthlutunarkerfi sé gagnsætt og fyrirsjáanlegt. "Það er engin sanngirni í því að þú getir fengið lóð út á það hver þú ert og hvað þú heitir." Innlent 13.10.2005 19:37
Júlíus Vífill ætlar fram Júlíus Vífill Ingvarsson lýsti í gær yfir framboði í eitt af efstu sætunum á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Hann segir Reykjavík hafa orðið undir í samkeppni við nágrannasveitarfélögin. "Ég vil beita mér fyrir því að Reykjavík verði fyrirmynd annarra sveitarfélaga og ávallt í forystu." Innlent 13.10.2005 19:37
Valdarán í Máritaníu Herinn í Afríkuríkinu Máritaníu segist hafa steypt ríkisstjórn landsins af stóli og muni fara með stjórn þess næstu tvö árin. Maaouya Ould Sid´Ahmed Taya forseti hrifsaði völdin í Máritaníu í byltingu árið 1984 og síðan hefur ríkt hálfgerð ógnarstjórn í landinu. Erlent 13.10.2005 19:37
Sjálfstæðisflokkur með meirihluta Sjálfstæðisflokkurinn fengi hreinan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, yrði gengið til kosninga nú. Þetta eru niðurstöður þjóðarpúls Gallups, en greint var frá þessu í fréttum Ríkissjónvarpsins í gærkvöld. Innlent 13.10.2005 19:36
Pólitísk en ekki flokkspólitísk Aldarfjórðungur er síðan Vigdís Finnbogadóttir tók við forsetaembætti, fyrsta kona heims sem var þjóðkjörin til slíks embættis. Hún var pólitískur forseti en þó ekki á flokkspólitískum línum segir Svanur Kristjánsson stjórnmálafræðingur. Innlent 13.10.2005 19:36
Jafnar fylkingar í borginni R-listinn fengi 47 prósenta fylgi en listi Sjálfstæðisflokksins 48 prósent ef kosið yrði til borgarstjórnar nú. Þetta er niðurstaða nýrrar fylgiskönnunar sem Gallup hefur gert. Miðað við könnun síðastliðið haust tapar R-listinn um sex prósentustigum en Sjálfstæðisflokkurinn bætir öðru eins við sig. Innlent 13.10.2005 19:36
Skipaði sendiherra í þingfríi George W. Bush Bandaríkjaforseti skipaði John Bolton í gær sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Bush nýtti sér tækifærið meðan öldungadeild Bandaríkjaþings var í fríi og komst þannig hjá staðfestingarferli þingsins þar sem ljóst þótti að miklar deilur yrðu um skipun Bolton. Innlent 13.10.2005 19:36
Þurr og sjarmalaus vonarstjarna Þurr og sjarmalaus austurþýsk kona er vonarstjarna þýskra íhaldsmanna. Angela Merkel stefnir hraðbyri á kanslarabústaðinn í Berlín takist Schröder núverandi kanslara ekki að bregða fyrir hana fæti í kappræðum. Erlent 13.10.2005 19:36
Spennan vex Spennan vex fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem ríkisstjórn Ariels Sharons býr sig undir átök og mótmæli vegna fyrirhugaðs brotthvarfs Ísraelsmanna frá Gasaströndinni. Erlent 13.10.2005 19:36
Rice áhrifamesta kona heims Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, er nú á toppi lista tímaritsins <em>Forbes </em>yfir eitt hundrað áhrifamestu konur heimsins. Næst á eftir henni kemur Wu Yi, heilbrigðisráðherra Kína, sem jafnframt hefur viðurnefnið „Járnfrúin“ líkt og Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bretlands. Erlent 13.10.2005 19:36
Eldfimar upplýsingar í könnun Nokkrar niðurstöður lífskjararannsóknar sem IMG Gallup framkvæmdi á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu í vor hafa vakið deilur á Akureyri. Út úr niðurstöðunum má meðal annars lesa laun fylgismanna stjórnmálaflokkanna, menntun og í hvaða hverfum þeir eru búsettir. Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa í höndum sambærilegar upplýsingar varðandi Reykvíkinga. Innlent 13.10.2005 19:36
Upplýsingar ekki fyrir alla? Tengsl forstjóra Símans við nýja eigendur vekur spurningar um hvort þeir hafi haft einhverjar upplýsingar sem hinir höfðu ekki, segir formaður Samfylkingarinnar. Vinstri grænir vilja setja sérstök lög um einkavæðingu ríkisfyrirtækja til að einstakir ráðherrar ráðskist ekki með eigur ríkisins að vild. Innlent 13.10.2005 19:36
Leyndi því að stjórnin væri fallin Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, virðist hafa ætlað að leyna því að meirihluti sjálfstæðis- og framsóknarmanna í bæjarstjórn Akureyrar er fallinn, samkvæmt skoðanakönnum Gallups fyrir Akureyrarbæ í vor. Innlent 13.10.2005 19:35
Meirihlutinn tapar fylgi Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn á Akureyri tapa umtalsverðu fylgi samkvæmt könnun IMG Gallup en halda þó meirihlutanum í bæjarstjórn. Listi fólksins á Akureyri missir báða bæjarfulltrúa sína en Samfylkingin og Vinstri grænir sækja verulega á. Innlent 13.10.2005 19:35