Bandaríkin Bandaríkjamenn hóta hörðum viðbrögðum en Pútín segir Rússa ekki ætla að ráðast inn í Úkraínu Bandaríkjamenn segjast vera að undirbúa sig undir að svara mögulegri árás Rússa á Úkraínu með afgerandi hætti. Þetta kom fram í máli Joe Bidens Bandaríkjaforseta á tvíhliða fundi sem hann átti með rússneskum kollega sínum Vladimir Pútín í gærkvöldi. Erlent 8.12.2021 06:56 Hættir á þingi til að stýra fyrirtæki Trumps Devin Nunes, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Kaliforníu, ætlar að hætta á þingi í lok mánaðarins til að taka að sér stjórn nýs fjölmiðlafyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Fyrirtækið heitir Trump Media & Technology Group og mun Nunes taka við stjórn þess í byrjun næsta árs. Erlent 7.12.2021 15:03 Hyggjast gera foreldrum kleift að fylgjast með Instagram-notkun barna Stjórnendur Instagram hafa greint frá því að í mars á næsta ári verði kynntir til sögunnar valmöguleikar fyrir foreldra til að stjórna notkun barna sinna á samfélagsmiðlinum. Munu þeir meðal annars geta séð hversu löngum tíma barnið hefur varið í smáforritinu og sett notkuninni mörk. Erlent 7.12.2021 12:23 Gagnrýndur fyrir að segja upp níu hundruð manns á Zoom-fundi Forstjóri bandaríska húsnæðislánafyrirtækisins Better.com hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að hafa sagt upp rúmlega níu hundruð manns fyrirtækisins á tæplega þriggja mínútna fjarfundi á miðvikudaginn í síðustu viku. Viðskipti erlent 7.12.2021 08:08 Atvinnurekendur í New York skikkaðir til að krefjast bólusetningar starfsmanna Borgaryfirvöld í New York hafa ákveðið að allir atvinnurekendur í borginni verði að krefjast þess að starfsmenn þeirra þiggi bólusetningu og séu bólusettir frá og með 27. desember næstkomandi. Erlent 7.12.2021 07:56 Bandarísk yfirvöld sniðganga Ólympíuleikana í Peking Bandarísk yfirvöld munu ekki senda neina embættismenn á Vetrarólympíuleikana í Peking sem haldnir verða í febrúar á næsta ári. Erlent 6.12.2021 19:09 Yfirmaður hjá Sony rekinn eftir birtingu tálbeitumyndbands Sony hefur rekið George Cacioppo, varaforstjóra verkfræðideildar fyrirtækisins, eftir að hann birtist í myndbandi hóps sem segist koma upp um barnaníðinga. Cacioppo er sagður hafa mælt sér móts við fimmtán ára dreng en í rauninni mætti til hans maður með myndavél. Erlent 6.12.2021 15:13 Munu svara fyrir sig verði leikarnir sniðgengnir Ráðamenn í Kína segjast ætla að svara fyrir sig ef ríkisstjórn Bandaríkjanna ákveður að sniðganga vetrarólympíuleikana í Peking í febrúar. Fjölmiðlar vestanhafs segja líklegt að sniðganga verði tilkynnt í Washington DC í þessari viku. Erlent 6.12.2021 14:34 Dauðsföll af völdum Covid-19 mun tíðari meðal stuðningsmanna Trump Frá því í maí á þessu ári hafa íbúar í sýslum þar sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, naut mikils stuðnings í síðustu forsetakosningum verið þrisvar sinnum líklegri til að deyja sökum Covid-19 en íbúar sýsla þar sem stuðningur við Joe Biden var verulegur. Erlent 6.12.2021 11:37 Omíkron hefur greinst í 16 ríkjum Bandaríkjanna Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hefur nú fundist í 16 ríkjum Bandaríkjanna en um er að ræða nokkra tugi tilfella. Margir smituðu eru fullbólusettir og með væg einkenni. Delta-afbrigðið er enn það sem greinist í 99,9 prósent tilvika. Erlent 6.12.2021 08:46 Þingmaður gagnrýndur fyrir ónærgætna jólakveðju Thomas Massie, sem situr á bandaríska þinginu fyrir Kentucky, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að birta jólamynd á samfélagsmiðlum sem virðist sýna hann og fjölskyldu hans með margskonar skotvopn. Erlent 6.12.2021 07:34 Bob Dole látinn Bob Dole, sem var öldungadeildarþingmaður í Bandaríkjunum í 28 ár, er látinn. Hann var 98 ára. Erlent 5.12.2021 19:32 Boðar viðskiptaþvinganaflóð ráðist Rússland inn í Úkraínu Ríkisstjórn Bandaríkjanna er tilbúin með áætlanir um viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi ráðist Rússar inn í nágrannaríkið Úkraínu. Bandaríkjaforseti og Rússlandsforseti munu funda á þriðjudag um stöðuna á svæðinu. Erlent 5.12.2021 14:33 Foreldrar byssumannsins fundust í felum í kjallara Foreldrar hins 15 ára Ethans Crumbley, sem ákærður er fyrir hryðjuverk eftir að hafa skotið sjö táninga til bana og sært sjö aðra í skólanum sínum í Michigan í Bandaríkjunum, hafa verið handteknir. Foreldrarnir eru ákærðir fyrir manndráp af gáleysi fyrir að hafa hundsað viðvörunarmerki í aðdraganda árásarinnar. Erlent 4.12.2021 23:00 Foreldrar byssumannsins í Michigan ákærðir Foreldrar hins fimmtán ára Ethans Crumbley, sem er ákærður fyrir að hafa skotið fjóra táninga til bana og sært sjö til viðbótar í skólanum sínum í Oxford í Michigan-ríki í Bandaríkjunum á þriðjudaginn, hafa verið ákærðir fyrir manndráp af gáleysi. Erlent 3.12.2021 23:46 „Einhver ber ábyrgð en ég veit það er ekki ég“ „Einhver ber ábyrgð á því sem gerðist, ég veit ekki hver það er en ég veit það er ekki ég.“ Þetta sagði leikarinn Alec Baldwin í fyrsta viðtali sínu eftir að skaut hljóp úr byssu sem hann hélt á við tökur á kvikmyndinni Rust. Erlent 3.12.2021 10:24 Heimila lánadrottnum að hafa samband við skuldara í gegnum samfélagsmiðla Bandarískir lánadrottnar mega nú senda skuldurum innheimtuskilaboð á samfélagsmiðlum og í gegnum smáskilaboð. Gagnrýnendur segja breytinguna geta leitt til þess að fjöldi skilaboða muni fara framhjá fólki og að um sé að ræða enn eina leiðina fyrir óprúttna aðila að svindla á grandalausum einstaklingum. Erlent 3.12.2021 08:38 Bandaríkjaþing samþykkir bráðabirgðalög og tryggja fjármögnun alríkisins fram í febrúar Bandaríkjaþing samþykkti seint í gærkvöldi bráðabirgðafrumvarp sem felur í sér að hægt verður að fjármagna rekstur fjölda stofnana á vegum alríkisins til 18. febrúar næstkomandi. Erlent 3.12.2021 06:35 Kosningastarfsmenn kæra vegna falsfrétta í Georgíu og hótana Tveir kosningastarfsmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa höfðað mál gegn hægri-öfgasíðunni Gateway Pundit vegna falsfrétta á vefnum um að þær hafi framið kosningasvik í forsetakosningunum í fyrra. Fréttaflutningur miðilsins hafi leitt til þess að þær hafi verið ofsóttar og áreittar. Erlent 2.12.2021 23:49 Sagði ráðsmanni að horfa ekki í augu Epsteins Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona barnaníðingsins og auðjöfursins heitna, Jeffreys Epstein, sagði ráðsmanni hans að hún væri „lafði hússins“ og sagði honum að horfa ekki í augun á Epstein. Þetta kom fram í vitnisburði Juan Alessi, ráðsmanni Epstein í Flórída, fyrir dómi í dag. Erlent 2.12.2021 21:23 Fimmtán vikna viðmiðið fær líklega að standa en spurning um Roe gegn Wade Allt útlit er fyrir að Hæstiréttur Bandaríkjanna dæmi yfirvöldum í Mississippi í vil og láti löggjöf sem bannar þungunarrof eftir 15. viku meðgöngu standa óhreyfða. Því er þó ósvarað hvort dómstóllinn gengur svo langt að láta það í hendur einstakra ríkja að ákvarða alfarið hvernig lögum um þungunarrof er háttað. Erlent 2.12.2021 20:03 Fyrrum heimsmeistari í kúluvarpi látinn aðeins 52 ára gamall Bandaríkjamaðurinn CJ Hunter lést í vikunni en hann var eitt stærsta nafnið í frjálsum á sínum tíma, bæði vegna afreka en ekki síst vegna þáverandi eiginkonu. Sport 2.12.2021 13:30 Abrams gerir aðra tilraun til að verða næsti ríkisstjóri Georgíu Demókratinn Stacey Abrams hyggst gera aðra tilraun til að verða næsti ríkisstjóri Georgíuríkis í Bandaríkjunum. Í kosningum 2018 beið hún lægri hlut gegn Repúblikananum Brian Kemp, sem vann með 55 þúsund atkvæða mun. Erlent 2.12.2021 08:12 „Ég tók ekki í gikkinn,“ segir niðurbrotinn Baldwin „Ég myndi aldrei beina byssu að einhverjum og taka í gikkinn. Aldrei,“ segir Alec Baldwin í samtali við George Stephanopoulus. Um er að ræða fyrsta viðtalið sem leikarinn veitir um atvik á tökustað myndarinnar Rust, þar sem tökustjórinn Halyna Hutchins lést eftir að hafa orðið fyrir skoti úr byssu sem Baldwin hélt á. Erlent 2.12.2021 08:01 Strákur sem var skotinn til bana í skólanum í Michigan var íþróttastjarna Íþróttahetja í Oxford menntaskólanum reyndi að ná vopninu af byssumanninum en endaði á því að verða einn af fórnarlömbum árásarinnar á þriðjudaginn. Sport 2.12.2021 08:00 Fimmtán ára byssumaður ákærður fyrir hryðjuverk Fimmtán ára drengur sem skaut fjóra samnemendur sína til bana og særði sjö í skóla nærri Detroit í Bandaríkjunum í gær hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk, morð, morðtilraunir, vopnalagabrot og fleira. Réttað verður yfir honum sem fullorðnum manni. Erlent 1.12.2021 23:42 Vilja rússneska hermenn frá landamærum Úkraínu Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti ráðamenn í Rússlandi til að flytja hermenn sína á brott frá landamærum Úkraínu. Hann sagði að innrás í Úkraínu myndi hafa afleiðingar og meðal annars yrðu hinum ströngustu refsiaðgerðum beitt gegn Rússlandi. Erlent 1.12.2021 21:46 Eþíópar á Íslandi hvetja stjórnvöld til stuðnings við stjórn lands síns Hópur fólks frá Eþíópíu sem býr á Íslandi kom saman á Austurvelli í dag til að mótmæla afskiptum vestrænna þjóða af innanríkismálum í Eþíópíu og stuðningi við TPLF hreyfinguna sem fer með völd í Tigray héraði í landinu. Erlent 1.12.2021 19:41 Telja ekki að sprengjan tengist sendiherrabústað Bandaríkjanna Ekkert hefur komið fram sem bendir til að sprengja sem fannst í ruslagámi við Mánatún í gær tengist sendiráði erlends ríkis, að sögn lögreglu. Sendiherrabústaður Bandaríkjanna er í næsta húsi við gáminn. Innlent 1.12.2021 11:56 CNN lætur Chris Cuomo fjúka vegna aðstoðar hans við bróður sinn Stjórnendur CNN hafa sagt upp sjónvarpsmanninum Chris Cuomo eftir að í ljós kom að hann aðstoðaði bróður sinn, ríkisstjórann Andrew Cuomo, þegar síðarnefndi var sakaður um kynferðisbrot. Erlent 1.12.2021 09:01 « ‹ 145 146 147 148 149 150 151 152 153 … 334 ›
Bandaríkjamenn hóta hörðum viðbrögðum en Pútín segir Rússa ekki ætla að ráðast inn í Úkraínu Bandaríkjamenn segjast vera að undirbúa sig undir að svara mögulegri árás Rússa á Úkraínu með afgerandi hætti. Þetta kom fram í máli Joe Bidens Bandaríkjaforseta á tvíhliða fundi sem hann átti með rússneskum kollega sínum Vladimir Pútín í gærkvöldi. Erlent 8.12.2021 06:56
Hættir á þingi til að stýra fyrirtæki Trumps Devin Nunes, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Kaliforníu, ætlar að hætta á þingi í lok mánaðarins til að taka að sér stjórn nýs fjölmiðlafyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Fyrirtækið heitir Trump Media & Technology Group og mun Nunes taka við stjórn þess í byrjun næsta árs. Erlent 7.12.2021 15:03
Hyggjast gera foreldrum kleift að fylgjast með Instagram-notkun barna Stjórnendur Instagram hafa greint frá því að í mars á næsta ári verði kynntir til sögunnar valmöguleikar fyrir foreldra til að stjórna notkun barna sinna á samfélagsmiðlinum. Munu þeir meðal annars geta séð hversu löngum tíma barnið hefur varið í smáforritinu og sett notkuninni mörk. Erlent 7.12.2021 12:23
Gagnrýndur fyrir að segja upp níu hundruð manns á Zoom-fundi Forstjóri bandaríska húsnæðislánafyrirtækisins Better.com hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að hafa sagt upp rúmlega níu hundruð manns fyrirtækisins á tæplega þriggja mínútna fjarfundi á miðvikudaginn í síðustu viku. Viðskipti erlent 7.12.2021 08:08
Atvinnurekendur í New York skikkaðir til að krefjast bólusetningar starfsmanna Borgaryfirvöld í New York hafa ákveðið að allir atvinnurekendur í borginni verði að krefjast þess að starfsmenn þeirra þiggi bólusetningu og séu bólusettir frá og með 27. desember næstkomandi. Erlent 7.12.2021 07:56
Bandarísk yfirvöld sniðganga Ólympíuleikana í Peking Bandarísk yfirvöld munu ekki senda neina embættismenn á Vetrarólympíuleikana í Peking sem haldnir verða í febrúar á næsta ári. Erlent 6.12.2021 19:09
Yfirmaður hjá Sony rekinn eftir birtingu tálbeitumyndbands Sony hefur rekið George Cacioppo, varaforstjóra verkfræðideildar fyrirtækisins, eftir að hann birtist í myndbandi hóps sem segist koma upp um barnaníðinga. Cacioppo er sagður hafa mælt sér móts við fimmtán ára dreng en í rauninni mætti til hans maður með myndavél. Erlent 6.12.2021 15:13
Munu svara fyrir sig verði leikarnir sniðgengnir Ráðamenn í Kína segjast ætla að svara fyrir sig ef ríkisstjórn Bandaríkjanna ákveður að sniðganga vetrarólympíuleikana í Peking í febrúar. Fjölmiðlar vestanhafs segja líklegt að sniðganga verði tilkynnt í Washington DC í þessari viku. Erlent 6.12.2021 14:34
Dauðsföll af völdum Covid-19 mun tíðari meðal stuðningsmanna Trump Frá því í maí á þessu ári hafa íbúar í sýslum þar sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, naut mikils stuðnings í síðustu forsetakosningum verið þrisvar sinnum líklegri til að deyja sökum Covid-19 en íbúar sýsla þar sem stuðningur við Joe Biden var verulegur. Erlent 6.12.2021 11:37
Omíkron hefur greinst í 16 ríkjum Bandaríkjanna Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hefur nú fundist í 16 ríkjum Bandaríkjanna en um er að ræða nokkra tugi tilfella. Margir smituðu eru fullbólusettir og með væg einkenni. Delta-afbrigðið er enn það sem greinist í 99,9 prósent tilvika. Erlent 6.12.2021 08:46
Þingmaður gagnrýndur fyrir ónærgætna jólakveðju Thomas Massie, sem situr á bandaríska þinginu fyrir Kentucky, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að birta jólamynd á samfélagsmiðlum sem virðist sýna hann og fjölskyldu hans með margskonar skotvopn. Erlent 6.12.2021 07:34
Bob Dole látinn Bob Dole, sem var öldungadeildarþingmaður í Bandaríkjunum í 28 ár, er látinn. Hann var 98 ára. Erlent 5.12.2021 19:32
Boðar viðskiptaþvinganaflóð ráðist Rússland inn í Úkraínu Ríkisstjórn Bandaríkjanna er tilbúin með áætlanir um viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi ráðist Rússar inn í nágrannaríkið Úkraínu. Bandaríkjaforseti og Rússlandsforseti munu funda á þriðjudag um stöðuna á svæðinu. Erlent 5.12.2021 14:33
Foreldrar byssumannsins fundust í felum í kjallara Foreldrar hins 15 ára Ethans Crumbley, sem ákærður er fyrir hryðjuverk eftir að hafa skotið sjö táninga til bana og sært sjö aðra í skólanum sínum í Michigan í Bandaríkjunum, hafa verið handteknir. Foreldrarnir eru ákærðir fyrir manndráp af gáleysi fyrir að hafa hundsað viðvörunarmerki í aðdraganda árásarinnar. Erlent 4.12.2021 23:00
Foreldrar byssumannsins í Michigan ákærðir Foreldrar hins fimmtán ára Ethans Crumbley, sem er ákærður fyrir að hafa skotið fjóra táninga til bana og sært sjö til viðbótar í skólanum sínum í Oxford í Michigan-ríki í Bandaríkjunum á þriðjudaginn, hafa verið ákærðir fyrir manndráp af gáleysi. Erlent 3.12.2021 23:46
„Einhver ber ábyrgð en ég veit það er ekki ég“ „Einhver ber ábyrgð á því sem gerðist, ég veit ekki hver það er en ég veit það er ekki ég.“ Þetta sagði leikarinn Alec Baldwin í fyrsta viðtali sínu eftir að skaut hljóp úr byssu sem hann hélt á við tökur á kvikmyndinni Rust. Erlent 3.12.2021 10:24
Heimila lánadrottnum að hafa samband við skuldara í gegnum samfélagsmiðla Bandarískir lánadrottnar mega nú senda skuldurum innheimtuskilaboð á samfélagsmiðlum og í gegnum smáskilaboð. Gagnrýnendur segja breytinguna geta leitt til þess að fjöldi skilaboða muni fara framhjá fólki og að um sé að ræða enn eina leiðina fyrir óprúttna aðila að svindla á grandalausum einstaklingum. Erlent 3.12.2021 08:38
Bandaríkjaþing samþykkir bráðabirgðalög og tryggja fjármögnun alríkisins fram í febrúar Bandaríkjaþing samþykkti seint í gærkvöldi bráðabirgðafrumvarp sem felur í sér að hægt verður að fjármagna rekstur fjölda stofnana á vegum alríkisins til 18. febrúar næstkomandi. Erlent 3.12.2021 06:35
Kosningastarfsmenn kæra vegna falsfrétta í Georgíu og hótana Tveir kosningastarfsmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa höfðað mál gegn hægri-öfgasíðunni Gateway Pundit vegna falsfrétta á vefnum um að þær hafi framið kosningasvik í forsetakosningunum í fyrra. Fréttaflutningur miðilsins hafi leitt til þess að þær hafi verið ofsóttar og áreittar. Erlent 2.12.2021 23:49
Sagði ráðsmanni að horfa ekki í augu Epsteins Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona barnaníðingsins og auðjöfursins heitna, Jeffreys Epstein, sagði ráðsmanni hans að hún væri „lafði hússins“ og sagði honum að horfa ekki í augun á Epstein. Þetta kom fram í vitnisburði Juan Alessi, ráðsmanni Epstein í Flórída, fyrir dómi í dag. Erlent 2.12.2021 21:23
Fimmtán vikna viðmiðið fær líklega að standa en spurning um Roe gegn Wade Allt útlit er fyrir að Hæstiréttur Bandaríkjanna dæmi yfirvöldum í Mississippi í vil og láti löggjöf sem bannar þungunarrof eftir 15. viku meðgöngu standa óhreyfða. Því er þó ósvarað hvort dómstóllinn gengur svo langt að láta það í hendur einstakra ríkja að ákvarða alfarið hvernig lögum um þungunarrof er háttað. Erlent 2.12.2021 20:03
Fyrrum heimsmeistari í kúluvarpi látinn aðeins 52 ára gamall Bandaríkjamaðurinn CJ Hunter lést í vikunni en hann var eitt stærsta nafnið í frjálsum á sínum tíma, bæði vegna afreka en ekki síst vegna þáverandi eiginkonu. Sport 2.12.2021 13:30
Abrams gerir aðra tilraun til að verða næsti ríkisstjóri Georgíu Demókratinn Stacey Abrams hyggst gera aðra tilraun til að verða næsti ríkisstjóri Georgíuríkis í Bandaríkjunum. Í kosningum 2018 beið hún lægri hlut gegn Repúblikananum Brian Kemp, sem vann með 55 þúsund atkvæða mun. Erlent 2.12.2021 08:12
„Ég tók ekki í gikkinn,“ segir niðurbrotinn Baldwin „Ég myndi aldrei beina byssu að einhverjum og taka í gikkinn. Aldrei,“ segir Alec Baldwin í samtali við George Stephanopoulus. Um er að ræða fyrsta viðtalið sem leikarinn veitir um atvik á tökustað myndarinnar Rust, þar sem tökustjórinn Halyna Hutchins lést eftir að hafa orðið fyrir skoti úr byssu sem Baldwin hélt á. Erlent 2.12.2021 08:01
Strákur sem var skotinn til bana í skólanum í Michigan var íþróttastjarna Íþróttahetja í Oxford menntaskólanum reyndi að ná vopninu af byssumanninum en endaði á því að verða einn af fórnarlömbum árásarinnar á þriðjudaginn. Sport 2.12.2021 08:00
Fimmtán ára byssumaður ákærður fyrir hryðjuverk Fimmtán ára drengur sem skaut fjóra samnemendur sína til bana og særði sjö í skóla nærri Detroit í Bandaríkjunum í gær hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk, morð, morðtilraunir, vopnalagabrot og fleira. Réttað verður yfir honum sem fullorðnum manni. Erlent 1.12.2021 23:42
Vilja rússneska hermenn frá landamærum Úkraínu Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti ráðamenn í Rússlandi til að flytja hermenn sína á brott frá landamærum Úkraínu. Hann sagði að innrás í Úkraínu myndi hafa afleiðingar og meðal annars yrðu hinum ströngustu refsiaðgerðum beitt gegn Rússlandi. Erlent 1.12.2021 21:46
Eþíópar á Íslandi hvetja stjórnvöld til stuðnings við stjórn lands síns Hópur fólks frá Eþíópíu sem býr á Íslandi kom saman á Austurvelli í dag til að mótmæla afskiptum vestrænna þjóða af innanríkismálum í Eþíópíu og stuðningi við TPLF hreyfinguna sem fer með völd í Tigray héraði í landinu. Erlent 1.12.2021 19:41
Telja ekki að sprengjan tengist sendiherrabústað Bandaríkjanna Ekkert hefur komið fram sem bendir til að sprengja sem fannst í ruslagámi við Mánatún í gær tengist sendiráði erlends ríkis, að sögn lögreglu. Sendiherrabústaður Bandaríkjanna er í næsta húsi við gáminn. Innlent 1.12.2021 11:56
CNN lætur Chris Cuomo fjúka vegna aðstoðar hans við bróður sinn Stjórnendur CNN hafa sagt upp sjónvarpsmanninum Chris Cuomo eftir að í ljós kom að hann aðstoðaði bróður sinn, ríkisstjórann Andrew Cuomo, þegar síðarnefndi var sakaður um kynferðisbrot. Erlent 1.12.2021 09:01