„Einhver ber ábyrgð en ég veit það er ekki ég“ Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2021 10:24 Alec Baldwin og George Stephanopoulos. AP/Jeffrey Neira „Einhver ber ábyrgð á því sem gerðist, ég veit ekki hver það er en ég veit það er ekki ég.“ Þetta sagði leikarinn Alec Baldwin í fyrsta viðtali sínu eftir að skaut hljóp úr byssu sem hann hélt á við tökur á kvikmyndinni Rust. Haylyna Hutchins, tökustjóri kvikmyndarinnar, fékk skot úr byssunni í bringuna og dó en skotið hitti einnig Joel Souza, leikstjóra. ABC News birti í gærkvöldi fyrsta viðtalið sem Baldwin fór í eftir banaskotið en hann sagði lykilspurninguna vera þá hver hefði sett raunverulegt skot í byssuna, sem átti að vera tóm. Bæði vopnavörður kvikmyndarinnar og aðstoðarleikstjóri áttu að hafa skoðað byssuna áður en hún endaði í höndum Baldwins og þegar Dave Halls, aðstoðarleikstjórinn rétti leikaranum vopnið sagði hann „köld byssa“ sem þýðir að hún átti að vera tóm. Sjá einnig: Vopnavörðurinn segir einhvern hafa sett skot í byssuna Skot hljóp úr byssunni þegar verið var að æfa tökur fyrir atriði þar sem Baldwin dró skammbyssu hratt úr slíðri og hljóp skot úr henni. Baldwin segist ekki hafa tekið í gikk byssunnar. Lögmaður Halls sendi yfirlýsingu til ABC þar sem aðstoðarleikstjórinn tók undir með Baldwin og sagði hann ekki hafa tekið í gikk byssunnar. Sjá einnig: „Ég tók ekki í gikkinn,“ segir niðurbrotinn Baldwin Sérfræðingar segja tæknilega mögulegt að skot hlaupi af úr byssum eins og þeirri sem Baldwin var með en það sé mjög sjaldgæft. Byssan var endurgerð af Pietta skammbyssu en til að skjóta úr henni þarf að draga hamarinn til baka og kreista gikk byssunnar. Það gerðist hins vegar með þær byssur að skot hljóp úr henni og á árum áður var reglulegt að eigendur þeirra hefðu ekki skot í því hólfi sem var undir hamrinum. Halyna Hutchins var 42 ára gömul.Getty/Mostafa Bassim Adly Í viðtalinu sagði Baldwin að skotið hefði hlaupið úr byssunni þegar hann dró hamarinn aftur og sleppti honum. Við það hafi skot hlaupið úr byssunni. Byssublaðaðamaðurinn bandaríski Stephen Gutowski segir þó í greiningu sinni að það sé gífurlega ólíklegt, miðað við það hvernig byssu hann var með. Mun líklegra að sé að Baldwin hafi tekið í gikkinn fyrir mistök. Þá sagði Baldwin að Hutchins sjálf hafi sagt honum að miða byssunni að henni á toga í hamarinn þegar hann dró hana upp. Fréttamaðurinn George Stephanopoulos sagði þá að maður ætti aldrei að beina byssu beint að öðrum á kvikmyndasetti og þá svaraði Baldwin: „Nema manneskjan sé tökustjóri sem sé að leiðbeina þér hvert þú átt að beina byssunni fyrir sjónarhorn myndavélarinnar.“ Baldwin fór fögrum orðum um Hutchins og sagðist hafa elskað að vinna með henni. Allir hafi elskað hana og dást að hæfileikum hennar. Sagðist ekki vera fórnarlamb Þá sagðist leikarinn hafa farið í viðtalið hjá ABC til að kveða niður orðróm um banaskotið og til að ítreka að hann myndi gera allt sem hann gæti til að taka til baka það sem hefði gerst. Baldwin ítrekaði einnig að vildi ekki líta út eins og fórnarlamb. Hutschins og Souza væru fórnarlömbin. Aðspurður sagðist hann ekki finna fyrir sektarkennd. „Ég hefði mögulega svipt mig lífi ef ég teldi mig bera ábyrgð á þessu.“ Áhugasamir geta horft á viðtalið, sem er í þremur hlutum, hér að neðan. Býst ekki við að verða ákærður Baldwin sagðist ekki telja að hann yrði ákærður vegna banaskotsins en yfirvöld í Santa Fe hafa sagt að allt sé á borðinu í þeim efnum. Rannsókn eigi að leiða í ljós hvort tilefni sé til ákæra. Lögreglan hefur sagt að öryggisráðstöfunum vegna skotvopna hafi ekki verið framfylgt fyllilega á tökustaðnum og var hald lagt á um fimm hundruð skot. Þar á meðal púðurskot, tóm skothylki og hefðbundin skot, sem eiga ekki að finnast á tökustað. Starfsmenn höfðu einnig kvartað undan öryggisráðstöfunum og sparnaði og nokkrum klukkustundum fyrir banaskotið lögðu nokkrir þeirra niður störf. Baldwin, sem var einn af framleiðendum kvikmyndarinnar, sagðist aldrei hafa heyrt af slíkum kvörtunum. Hann sagðist einnig ekki telja að sparnaður við framleiðslu kvikmyndarinnar hefði dregið úr öryggi á tökustað. Atvikið hefur leikið Baldwin illa og sagðist hann eiga mjög erfitt með svefn. Hann dreymi sífellt byssuskot og vakni ítrekað. Hann hefði ekki sofið almennilega í margar vikur. Þá sagði hann mögulegt að ferli hans í leiklist væri lokið. Hann gæti ekki ímyndað sér að leika aftur í kvikmynd þar sem byssur kæmu við sögu. Núna væri honum skítsama um feril sinn. Bandaríkin Byssuskot Alecs Baldwin Hollywood Tengdar fréttir Segir ekkert í handritinu hafa kallað eftir því að hleypt væri af byssunni Skrifta sem starfaði við tökur á kvikmyndinni Rust hefur höfðað mál á hendur leikaranum Alec Baldwin og öðrum aðstandendum myndarinnar en hún segir að atriðið sem verið var að mynda þegar byssuskot varð upptökustjóranum Halyna Hutchins að bana hafi ekki kallað á að Baldwin handléki byssuna eða hleypti af. 18. nóvember 2021 07:11 Stefnir Alec Baldwin og fleiri vegna dauða Hutchins Rafvirki í tökuliði kvikmyndarinnar Rust hefur stefnt leikaranum Alec Baldwin og nokkrum til viðbótar í tökuliðinu vegna dauða kvikmyndatökumannsins Halynu Hutchins í síðasta mánuði. 11. nóvember 2021 07:37 Halls viðurkennir að hafa ekki skoðað byssuna nógu vandlega Dave Halls, aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, hefur sagt við lögreglu að hann hefði átt að tryggja að ekkert skot væri í byssunni sem hann rétti leikaranum Alec Baldwin, rétt áður en skot úr sömu byssu varð tökustjóranum Halynu Hutchins að bana. 28. október 2021 08:02 Telja hefðbundna kúlu hafa verið í byssunni Fógeti Santa Fe-sýslu í Nýju Mexíkó og héraðssaksóknari sýslunnar héldu í dag blaðamannafund um rannsókn þeirra á dauða Halynu Hutchins, kvikmyndatökustjóra, sem dó við gerð kvikmyndarinnar Rust. Þar kom í ljós að talið er að hefðbundið byssuskot hefði verið í byssunni sem leikarinn Alec Baldwin skaut Hutchins með. 27. október 2021 15:30 Aðstoðarleikstjóri Rust starfaði við tökur á Íslandi Aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, sem spjótin beinast að vegna dauða kvikmyndatökustjórans Halynu Hutchins, varði tíma hér á landi veturinn 2016/17 vegna framleiðslu myndarinnar Arctic. Dave Halls var einnig aðstoðarleikstjóri þeirrar myndar sem var meðal annars framleidd af Pegasus og Einari Þorsteinssyni. 26. október 2021 13:23 Lést við að sinna hættulegasta starfi Hollywood Tökustjórinn Halyna Hutchins lést er hún var að sinna hættulegasta starfi Hollywood þegar skot hljóp úr byssu leikarans Alec Baldwin, við tökur á kvikmyndinni Rust. Úttekt Deadline sýnir að kvikmyndatökumenn virðast í mestri hættu við störf sín í kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu. 25. október 2021 16:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Haylyna Hutchins, tökustjóri kvikmyndarinnar, fékk skot úr byssunni í bringuna og dó en skotið hitti einnig Joel Souza, leikstjóra. ABC News birti í gærkvöldi fyrsta viðtalið sem Baldwin fór í eftir banaskotið en hann sagði lykilspurninguna vera þá hver hefði sett raunverulegt skot í byssuna, sem átti að vera tóm. Bæði vopnavörður kvikmyndarinnar og aðstoðarleikstjóri áttu að hafa skoðað byssuna áður en hún endaði í höndum Baldwins og þegar Dave Halls, aðstoðarleikstjórinn rétti leikaranum vopnið sagði hann „köld byssa“ sem þýðir að hún átti að vera tóm. Sjá einnig: Vopnavörðurinn segir einhvern hafa sett skot í byssuna Skot hljóp úr byssunni þegar verið var að æfa tökur fyrir atriði þar sem Baldwin dró skammbyssu hratt úr slíðri og hljóp skot úr henni. Baldwin segist ekki hafa tekið í gikk byssunnar. Lögmaður Halls sendi yfirlýsingu til ABC þar sem aðstoðarleikstjórinn tók undir með Baldwin og sagði hann ekki hafa tekið í gikk byssunnar. Sjá einnig: „Ég tók ekki í gikkinn,“ segir niðurbrotinn Baldwin Sérfræðingar segja tæknilega mögulegt að skot hlaupi af úr byssum eins og þeirri sem Baldwin var með en það sé mjög sjaldgæft. Byssan var endurgerð af Pietta skammbyssu en til að skjóta úr henni þarf að draga hamarinn til baka og kreista gikk byssunnar. Það gerðist hins vegar með þær byssur að skot hljóp úr henni og á árum áður var reglulegt að eigendur þeirra hefðu ekki skot í því hólfi sem var undir hamrinum. Halyna Hutchins var 42 ára gömul.Getty/Mostafa Bassim Adly Í viðtalinu sagði Baldwin að skotið hefði hlaupið úr byssunni þegar hann dró hamarinn aftur og sleppti honum. Við það hafi skot hlaupið úr byssunni. Byssublaðaðamaðurinn bandaríski Stephen Gutowski segir þó í greiningu sinni að það sé gífurlega ólíklegt, miðað við það hvernig byssu hann var með. Mun líklegra að sé að Baldwin hafi tekið í gikkinn fyrir mistök. Þá sagði Baldwin að Hutchins sjálf hafi sagt honum að miða byssunni að henni á toga í hamarinn þegar hann dró hana upp. Fréttamaðurinn George Stephanopoulos sagði þá að maður ætti aldrei að beina byssu beint að öðrum á kvikmyndasetti og þá svaraði Baldwin: „Nema manneskjan sé tökustjóri sem sé að leiðbeina þér hvert þú átt að beina byssunni fyrir sjónarhorn myndavélarinnar.“ Baldwin fór fögrum orðum um Hutchins og sagðist hafa elskað að vinna með henni. Allir hafi elskað hana og dást að hæfileikum hennar. Sagðist ekki vera fórnarlamb Þá sagðist leikarinn hafa farið í viðtalið hjá ABC til að kveða niður orðróm um banaskotið og til að ítreka að hann myndi gera allt sem hann gæti til að taka til baka það sem hefði gerst. Baldwin ítrekaði einnig að vildi ekki líta út eins og fórnarlamb. Hutschins og Souza væru fórnarlömbin. Aðspurður sagðist hann ekki finna fyrir sektarkennd. „Ég hefði mögulega svipt mig lífi ef ég teldi mig bera ábyrgð á þessu.“ Áhugasamir geta horft á viðtalið, sem er í þremur hlutum, hér að neðan. Býst ekki við að verða ákærður Baldwin sagðist ekki telja að hann yrði ákærður vegna banaskotsins en yfirvöld í Santa Fe hafa sagt að allt sé á borðinu í þeim efnum. Rannsókn eigi að leiða í ljós hvort tilefni sé til ákæra. Lögreglan hefur sagt að öryggisráðstöfunum vegna skotvopna hafi ekki verið framfylgt fyllilega á tökustaðnum og var hald lagt á um fimm hundruð skot. Þar á meðal púðurskot, tóm skothylki og hefðbundin skot, sem eiga ekki að finnast á tökustað. Starfsmenn höfðu einnig kvartað undan öryggisráðstöfunum og sparnaði og nokkrum klukkustundum fyrir banaskotið lögðu nokkrir þeirra niður störf. Baldwin, sem var einn af framleiðendum kvikmyndarinnar, sagðist aldrei hafa heyrt af slíkum kvörtunum. Hann sagðist einnig ekki telja að sparnaður við framleiðslu kvikmyndarinnar hefði dregið úr öryggi á tökustað. Atvikið hefur leikið Baldwin illa og sagðist hann eiga mjög erfitt með svefn. Hann dreymi sífellt byssuskot og vakni ítrekað. Hann hefði ekki sofið almennilega í margar vikur. Þá sagði hann mögulegt að ferli hans í leiklist væri lokið. Hann gæti ekki ímyndað sér að leika aftur í kvikmynd þar sem byssur kæmu við sögu. Núna væri honum skítsama um feril sinn.
Bandaríkin Byssuskot Alecs Baldwin Hollywood Tengdar fréttir Segir ekkert í handritinu hafa kallað eftir því að hleypt væri af byssunni Skrifta sem starfaði við tökur á kvikmyndinni Rust hefur höfðað mál á hendur leikaranum Alec Baldwin og öðrum aðstandendum myndarinnar en hún segir að atriðið sem verið var að mynda þegar byssuskot varð upptökustjóranum Halyna Hutchins að bana hafi ekki kallað á að Baldwin handléki byssuna eða hleypti af. 18. nóvember 2021 07:11 Stefnir Alec Baldwin og fleiri vegna dauða Hutchins Rafvirki í tökuliði kvikmyndarinnar Rust hefur stefnt leikaranum Alec Baldwin og nokkrum til viðbótar í tökuliðinu vegna dauða kvikmyndatökumannsins Halynu Hutchins í síðasta mánuði. 11. nóvember 2021 07:37 Halls viðurkennir að hafa ekki skoðað byssuna nógu vandlega Dave Halls, aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, hefur sagt við lögreglu að hann hefði átt að tryggja að ekkert skot væri í byssunni sem hann rétti leikaranum Alec Baldwin, rétt áður en skot úr sömu byssu varð tökustjóranum Halynu Hutchins að bana. 28. október 2021 08:02 Telja hefðbundna kúlu hafa verið í byssunni Fógeti Santa Fe-sýslu í Nýju Mexíkó og héraðssaksóknari sýslunnar héldu í dag blaðamannafund um rannsókn þeirra á dauða Halynu Hutchins, kvikmyndatökustjóra, sem dó við gerð kvikmyndarinnar Rust. Þar kom í ljós að talið er að hefðbundið byssuskot hefði verið í byssunni sem leikarinn Alec Baldwin skaut Hutchins með. 27. október 2021 15:30 Aðstoðarleikstjóri Rust starfaði við tökur á Íslandi Aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, sem spjótin beinast að vegna dauða kvikmyndatökustjórans Halynu Hutchins, varði tíma hér á landi veturinn 2016/17 vegna framleiðslu myndarinnar Arctic. Dave Halls var einnig aðstoðarleikstjóri þeirrar myndar sem var meðal annars framleidd af Pegasus og Einari Þorsteinssyni. 26. október 2021 13:23 Lést við að sinna hættulegasta starfi Hollywood Tökustjórinn Halyna Hutchins lést er hún var að sinna hættulegasta starfi Hollywood þegar skot hljóp úr byssu leikarans Alec Baldwin, við tökur á kvikmyndinni Rust. Úttekt Deadline sýnir að kvikmyndatökumenn virðast í mestri hættu við störf sín í kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu. 25. október 2021 16:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Segir ekkert í handritinu hafa kallað eftir því að hleypt væri af byssunni Skrifta sem starfaði við tökur á kvikmyndinni Rust hefur höfðað mál á hendur leikaranum Alec Baldwin og öðrum aðstandendum myndarinnar en hún segir að atriðið sem verið var að mynda þegar byssuskot varð upptökustjóranum Halyna Hutchins að bana hafi ekki kallað á að Baldwin handléki byssuna eða hleypti af. 18. nóvember 2021 07:11
Stefnir Alec Baldwin og fleiri vegna dauða Hutchins Rafvirki í tökuliði kvikmyndarinnar Rust hefur stefnt leikaranum Alec Baldwin og nokkrum til viðbótar í tökuliðinu vegna dauða kvikmyndatökumannsins Halynu Hutchins í síðasta mánuði. 11. nóvember 2021 07:37
Halls viðurkennir að hafa ekki skoðað byssuna nógu vandlega Dave Halls, aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, hefur sagt við lögreglu að hann hefði átt að tryggja að ekkert skot væri í byssunni sem hann rétti leikaranum Alec Baldwin, rétt áður en skot úr sömu byssu varð tökustjóranum Halynu Hutchins að bana. 28. október 2021 08:02
Telja hefðbundna kúlu hafa verið í byssunni Fógeti Santa Fe-sýslu í Nýju Mexíkó og héraðssaksóknari sýslunnar héldu í dag blaðamannafund um rannsókn þeirra á dauða Halynu Hutchins, kvikmyndatökustjóra, sem dó við gerð kvikmyndarinnar Rust. Þar kom í ljós að talið er að hefðbundið byssuskot hefði verið í byssunni sem leikarinn Alec Baldwin skaut Hutchins með. 27. október 2021 15:30
Aðstoðarleikstjóri Rust starfaði við tökur á Íslandi Aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, sem spjótin beinast að vegna dauða kvikmyndatökustjórans Halynu Hutchins, varði tíma hér á landi veturinn 2016/17 vegna framleiðslu myndarinnar Arctic. Dave Halls var einnig aðstoðarleikstjóri þeirrar myndar sem var meðal annars framleidd af Pegasus og Einari Þorsteinssyni. 26. október 2021 13:23
Lést við að sinna hættulegasta starfi Hollywood Tökustjórinn Halyna Hutchins lést er hún var að sinna hættulegasta starfi Hollywood þegar skot hljóp úr byssu leikarans Alec Baldwin, við tökur á kvikmyndinni Rust. Úttekt Deadline sýnir að kvikmyndatökumenn virðast í mestri hættu við störf sín í kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu. 25. október 2021 16:00