Bandaríkin Fannst látin eftir að hafa sest upp í bíl með ókunnugum Lík bandarískrar konu fannst um helgina í skógi austan við Moskvu í Rússlandi. Konan hvarf þann 15. júní síðastliðinn eftir að hafa sest upp í bíl með ókunnugum. Lögreglan í Rússlandi hefur handtekið karlmann vegna málsins. Erlent 20.6.2021 14:08 Ballarin laug í þætti Kveiks og ýtti undir samsæriskenningar Michelle Roosevelt Edwards, eða Michelle Ballarin, laug um það að eiga 30 milljóna Bandaríkjadala setur í Virginíu, í viðtali við Kveik í febrúar á síðasta ári. Setrið er í eigu fjárfestisins David B. Ford, sem dó á síðasta ári, og segist ekkja hans ekki hafa hugmynd um hvernig Edwards komst inn í húsið. Erlent 20.6.2021 10:03 Einn lést í gleðigöngu í Flórída Einn er látinn og annar særður eftir að pallbíl var ekið inn í hóp fólks sem tók þátt í gleðigöngu í Flórída í gærkvöld. Bíllin var hluti af gleðigöngunni og búið var að skreyta hann með regnbogafánum. Erlent 20.6.2021 08:00 Telur sig heppna að vera á lífi eftir að hafa misst aleiguna í eldsvoða Íslensk kona búsett í New York segist heppin að vera á lífi eftir að hún missti aleiguna í eldsvoða aðfaranótt sautjánda júní. Innlent 19.6.2021 18:59 Forsetahundurinn Champ er allur Í tilkynningu frá forsetahjónum Bandaríkjanna kemur fram að hundurinn Champ sé látinn. Erlent 19.6.2021 16:13 Ofurhugi látinn eftir tilraun til heimsmets Bandaríski ofurhuginn Alex Harvill er látinn eftir að hafa lent í slysi þar sem hann var að undirbúa tilraun til að slá heimsmet þegar kemur að lengsta stökki á mótorhjóli af rampi. Lífið 18.6.2021 12:31 Búa sig undir viðræður og átök við Bandaríkin Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, segir að ríkið verði að búa sig undir að eiga bæði samtal og í átökum við Bandaríkin á næstunni. Hann lagði þó sérstaka áherslu á möguleg átök. Erlent 18.6.2021 08:23 Dagurinn sem markar endalok þrælahalds orðinn lögboðinn frídagur Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur skrifað undir lög þess efnis að 19. júní verði héðan í frá einn af lögboðnum frídögum Bandaríkjamanna. Erlent 18.6.2021 06:53 Sjötíu ára ráðgáta leyst um endanlegan hvíldarstað Tojo Japanskur prófessor hefur fundið lausnina við 70 ára ráðgátu; hvíldarstað jarðneskra leifa Hideki Tojo, forsætisráðherra Japans í seinni heimstyrjöldinni. Samkvæmt gögnum í bandaríska þjóðskjalasafninu var ösku hans dreift á Kyrrahafinu að lokinni aftöku. Erlent 17.6.2021 08:01 Biden ánægður með fundinn en hóflega bjartsýnn Joe Biden Bandaríkjaforseti kveðst ánægður með fund sinn við rússneska kollega sinn, Vladímír Pútín. Forsetarnir funduðu í Genf í Sviss í dag. Erlent 16.6.2021 21:11 Fundur forsetanna laus við „fjandskap“ Enginn fjandskapur var í viðræðum Joes Biden Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta í dag, að sögn rússneska forsetans. Búist hafði verið við því að fundurinn gæti staðið yfir í allt að fimm tíma en honum lauk fyrr en áætlað var. Erlent 16.6.2021 16:56 Klukkustunda langur fundur Biden og Pútín í Genf hafinn Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín Rússlandsforseti skiptust á kurteisisheitum þegar þeir hittust til fundar á sveitasetri við Genf í Sviss í dag. Búist er við því að fundur þeirra standi yfir í allt að fimm klukkustundir og þeir fari yfir breitt svið umræðuefna. Erlent 16.6.2021 13:28 Ísland ekki með í fyrstu tilnefningum Biden til sendiherra Fyrstu tilnefningar Joes Biden Bandaríkjaforseta til sendiherraembætta voru gerðar opinberar á þriðjudag en sendiherraefni fyrir Ísland er ekki á meðal þeirra. Biden tilnefnir meðal annars flughetju sem fulltrúa sinn gagnvar Alþjóðaflugmálastofnuninni. Erlent 16.6.2021 12:43 Airbnb greiddi konu sjö milljónir dala vegna nauðgunar Heimagistingaþjónustan Airbnb greiddi áströlskum ferðamanni sjö milljónir Bandaríkjadala vegna nauðgunar sem átti sér stað í Airbnb-íbúð í New York borg á gamlárskvöldi árið 2015. Viðskipti erlent 16.6.2021 08:52 Markaðsvirði Coca Cola hríðlækkar daginn eftir uppátæki Ronaldos Markaðsvirði Coca Cola lækkaði um fjóra milljarða Bandaríkjadali í gær, daginn eftir að portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo fjarlægði tvær kókflöskur af borðinu á fréttamannafundi portúgalska landsliðsins í tengslum við EM í fótbolta sem nú stendur yfir. Viðskipti erlent 16.6.2021 07:53 MacKenzie Scott lætur aðra 2,7 milljarða dala af hendi rakna MacKenzie Scott, fyrrverandi eiginkona Amazon-stofnandans Jeff Bezos og ein ríkasta kona heims, hefur látið 2,7 milljarða Bandaríkjadala af hendi rakna til fjölskylduhjálparstofnana og styrktarsjóða. Það samsvarar um 328 milljörðum íslenskra króna. Viðskipti erlent 16.6.2021 07:30 Hófstilltar væntingar um árangur fundar Biden og Pútín Joe Biden Bandaríkjaforseti hittir í dag kollega sinn Vladimír Pútín Rússlandsforseta á fundi í svissnesku borginni Genf. Erlent 16.6.2021 07:02 Þrýstu á ráðuneyti að taka undir lygar um kosningasvik Nánustu ráðgjafar Donalds Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, þrýstu á æðstu embættismenn í dómsmálaráðuneytinu til að fá þá til að taka undir stoðlausar ásakanir Trump um stórfelld kosningasvik. Þeir kiknuðu þó ekki undan þrýstingnum. Erlent 15.6.2021 16:53 Uppljóstrari hjá þjóðaröryggisstofnun laus úr fangelsi Ung kona sem vann fyrir Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna og var sakfelld fyrir að leka leynilegum upplýsingum til fjölmiðla árið 2018 er laus úr fangelsi. Lögmaður hennar segir að henni hafi verið sleppt vegna góðrar hegðunar. Erlent 15.6.2021 11:07 „Afar ólíklegt“ að Biden fengi að skipa hæstaréttardómara 2024 Mitch McConnell, leiðtogi minnihluta bandarísku öldungadeildarinnar, segir afar ólíklegt að hann myndi gera Joe Biden Bandaríkjaforseta kleift að skipa nýjan hæstaréttardómara árið 2024 ef repúblikanar næðu aftur meirihluta. Erlent 15.6.2021 09:00 Gone-Girl stjarnan Lisa Banes látin eftir árekstur Bandaríska leikkonan Lisa Banes, sem meðal annars er þekkt fyrir hlutverk sitt í spennumyndinni Gone Girl, er látin, 65 ára að aldri. Rafhlaupahjóli eða léttu bifhjóli var ekið á Banes nærri Lincoln Center í New York þann 4. júní og hafði hún dvalið á gjörgæslu sjúkrahúss í borginni síðan. Lífið 15.6.2021 07:22 Segir Bandaríkin hafa „helga skyldu“ til að verja Evrópu Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti þátttöku Bandaríkjanna í sameiginlegum vörnum Evrópu, Kanada og Tyrklands sem „helgri skyldu“ þeirra við upphaf leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins (NATO) í morgun. Lagði hann áherslu á mikilvægi bandalagsins. Erlent 14.6.2021 13:40 Wasabi krýndur verðugastur voffa á Westminster-hundasýningunni Smáhundurinn Wasabi var krýndur verðugastur allra hunda á Westminster-hundasýningunni í Bandaríkjunum í gær. Um er að ræða virtustu hundasýningu heims og titillinn afar eftirsóttur. Erlent 14.6.2021 10:41 Superman- og Deliverance-stjarnan Ned Beatty er látin Bandaríski leikarinn Ned Beatty er látinn, 83 ára að aldri. Beatty gerði garðinn frægan fyrir hlutverk í fjölda stórmynda, þeirra á meðal annars myndunum Deliverance og Superman, báðar frá áttunda áratug síðustu aldar. Lífið 14.6.2021 08:02 Faraldurinn virðist í rénun... í bili Kórónuveirufaraldurinn virðist nú í rénun víðast hvar í Bandaríkjunum en sérfræðingar eru engu að síður uggandi vegna þess hversu margir hyggjast ekki ætla að þiggja bólusetningu. Erlent 14.6.2021 07:51 Bauð á fjórða milljarð króna í geimferð með Bezos Ónafngreindur einstaklingur bauð í dag 28 milljónir Bandaríkjadala, eða það sem nemur rúmlega 3,4 milljörðum króna, í sæti í ferð auðjöfursins Jeff Bezos út í geim. Viðskipti erlent 12.6.2021 23:16 Vonar að Biden verði ekki jafn hvatvís og Trump Vladímír Pútín Rússlandsforseti segist vona að kollegi hans, Joe Biden Bandaríkjaforseti, verði ekki jafn hvatvís og forveri þess síðarnefnda í starfi, Donald Trump. Erlent 12.6.2021 20:30 Minnst 13 særðir eftir skotárás í Texas Minnst 13 særðust í skotárás í miðbæ Austin í Texas í nótt. Skotárásin var gerð í skemmtanahverfi í borginni þar sem mikill mannfjöldi var saman kominn. Enginn dó í árásinni en tveir eru alvarlega særðir. Erlent 12.6.2021 13:43 G7 ríkin mynda bandalag gegn Kína Leiðtogar G7 ríkjanna hafa samþykkt áætlun um að fara í aukna uppbyggingu innviða í þróunarríkjum til þess að stemma stigu við vaxandi áhrif Kína í þróunarríkjum. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, lagði þetta til og ber verkefnið yfirskriftina „Byggjum aftur betri heim“ eða Build Back Better World upp á ensku. Erlent 12.6.2021 13:03 „Guð minn góður, ég er í gini hvals“ Bandarískur humarsjómaður lenti í því magnaða atviki að vera gleyptur af Hnúfubaki, sem virðist ekki hafa líkað bragðið og spýtti honum aftur út. Hann slapp vel þrátt fyrir martraðakennda sögu og virðist aðeins hafa farið úr öðrum hnjálið. Erlent 12.6.2021 08:39 « ‹ 172 173 174 175 176 177 178 179 180 … 334 ›
Fannst látin eftir að hafa sest upp í bíl með ókunnugum Lík bandarískrar konu fannst um helgina í skógi austan við Moskvu í Rússlandi. Konan hvarf þann 15. júní síðastliðinn eftir að hafa sest upp í bíl með ókunnugum. Lögreglan í Rússlandi hefur handtekið karlmann vegna málsins. Erlent 20.6.2021 14:08
Ballarin laug í þætti Kveiks og ýtti undir samsæriskenningar Michelle Roosevelt Edwards, eða Michelle Ballarin, laug um það að eiga 30 milljóna Bandaríkjadala setur í Virginíu, í viðtali við Kveik í febrúar á síðasta ári. Setrið er í eigu fjárfestisins David B. Ford, sem dó á síðasta ári, og segist ekkja hans ekki hafa hugmynd um hvernig Edwards komst inn í húsið. Erlent 20.6.2021 10:03
Einn lést í gleðigöngu í Flórída Einn er látinn og annar særður eftir að pallbíl var ekið inn í hóp fólks sem tók þátt í gleðigöngu í Flórída í gærkvöld. Bíllin var hluti af gleðigöngunni og búið var að skreyta hann með regnbogafánum. Erlent 20.6.2021 08:00
Telur sig heppna að vera á lífi eftir að hafa misst aleiguna í eldsvoða Íslensk kona búsett í New York segist heppin að vera á lífi eftir að hún missti aleiguna í eldsvoða aðfaranótt sautjánda júní. Innlent 19.6.2021 18:59
Forsetahundurinn Champ er allur Í tilkynningu frá forsetahjónum Bandaríkjanna kemur fram að hundurinn Champ sé látinn. Erlent 19.6.2021 16:13
Ofurhugi látinn eftir tilraun til heimsmets Bandaríski ofurhuginn Alex Harvill er látinn eftir að hafa lent í slysi þar sem hann var að undirbúa tilraun til að slá heimsmet þegar kemur að lengsta stökki á mótorhjóli af rampi. Lífið 18.6.2021 12:31
Búa sig undir viðræður og átök við Bandaríkin Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, segir að ríkið verði að búa sig undir að eiga bæði samtal og í átökum við Bandaríkin á næstunni. Hann lagði þó sérstaka áherslu á möguleg átök. Erlent 18.6.2021 08:23
Dagurinn sem markar endalok þrælahalds orðinn lögboðinn frídagur Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur skrifað undir lög þess efnis að 19. júní verði héðan í frá einn af lögboðnum frídögum Bandaríkjamanna. Erlent 18.6.2021 06:53
Sjötíu ára ráðgáta leyst um endanlegan hvíldarstað Tojo Japanskur prófessor hefur fundið lausnina við 70 ára ráðgátu; hvíldarstað jarðneskra leifa Hideki Tojo, forsætisráðherra Japans í seinni heimstyrjöldinni. Samkvæmt gögnum í bandaríska þjóðskjalasafninu var ösku hans dreift á Kyrrahafinu að lokinni aftöku. Erlent 17.6.2021 08:01
Biden ánægður með fundinn en hóflega bjartsýnn Joe Biden Bandaríkjaforseti kveðst ánægður með fund sinn við rússneska kollega sinn, Vladímír Pútín. Forsetarnir funduðu í Genf í Sviss í dag. Erlent 16.6.2021 21:11
Fundur forsetanna laus við „fjandskap“ Enginn fjandskapur var í viðræðum Joes Biden Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta í dag, að sögn rússneska forsetans. Búist hafði verið við því að fundurinn gæti staðið yfir í allt að fimm tíma en honum lauk fyrr en áætlað var. Erlent 16.6.2021 16:56
Klukkustunda langur fundur Biden og Pútín í Genf hafinn Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín Rússlandsforseti skiptust á kurteisisheitum þegar þeir hittust til fundar á sveitasetri við Genf í Sviss í dag. Búist er við því að fundur þeirra standi yfir í allt að fimm klukkustundir og þeir fari yfir breitt svið umræðuefna. Erlent 16.6.2021 13:28
Ísland ekki með í fyrstu tilnefningum Biden til sendiherra Fyrstu tilnefningar Joes Biden Bandaríkjaforseta til sendiherraembætta voru gerðar opinberar á þriðjudag en sendiherraefni fyrir Ísland er ekki á meðal þeirra. Biden tilnefnir meðal annars flughetju sem fulltrúa sinn gagnvar Alþjóðaflugmálastofnuninni. Erlent 16.6.2021 12:43
Airbnb greiddi konu sjö milljónir dala vegna nauðgunar Heimagistingaþjónustan Airbnb greiddi áströlskum ferðamanni sjö milljónir Bandaríkjadala vegna nauðgunar sem átti sér stað í Airbnb-íbúð í New York borg á gamlárskvöldi árið 2015. Viðskipti erlent 16.6.2021 08:52
Markaðsvirði Coca Cola hríðlækkar daginn eftir uppátæki Ronaldos Markaðsvirði Coca Cola lækkaði um fjóra milljarða Bandaríkjadali í gær, daginn eftir að portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo fjarlægði tvær kókflöskur af borðinu á fréttamannafundi portúgalska landsliðsins í tengslum við EM í fótbolta sem nú stendur yfir. Viðskipti erlent 16.6.2021 07:53
MacKenzie Scott lætur aðra 2,7 milljarða dala af hendi rakna MacKenzie Scott, fyrrverandi eiginkona Amazon-stofnandans Jeff Bezos og ein ríkasta kona heims, hefur látið 2,7 milljarða Bandaríkjadala af hendi rakna til fjölskylduhjálparstofnana og styrktarsjóða. Það samsvarar um 328 milljörðum íslenskra króna. Viðskipti erlent 16.6.2021 07:30
Hófstilltar væntingar um árangur fundar Biden og Pútín Joe Biden Bandaríkjaforseti hittir í dag kollega sinn Vladimír Pútín Rússlandsforseta á fundi í svissnesku borginni Genf. Erlent 16.6.2021 07:02
Þrýstu á ráðuneyti að taka undir lygar um kosningasvik Nánustu ráðgjafar Donalds Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, þrýstu á æðstu embættismenn í dómsmálaráðuneytinu til að fá þá til að taka undir stoðlausar ásakanir Trump um stórfelld kosningasvik. Þeir kiknuðu þó ekki undan þrýstingnum. Erlent 15.6.2021 16:53
Uppljóstrari hjá þjóðaröryggisstofnun laus úr fangelsi Ung kona sem vann fyrir Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna og var sakfelld fyrir að leka leynilegum upplýsingum til fjölmiðla árið 2018 er laus úr fangelsi. Lögmaður hennar segir að henni hafi verið sleppt vegna góðrar hegðunar. Erlent 15.6.2021 11:07
„Afar ólíklegt“ að Biden fengi að skipa hæstaréttardómara 2024 Mitch McConnell, leiðtogi minnihluta bandarísku öldungadeildarinnar, segir afar ólíklegt að hann myndi gera Joe Biden Bandaríkjaforseta kleift að skipa nýjan hæstaréttardómara árið 2024 ef repúblikanar næðu aftur meirihluta. Erlent 15.6.2021 09:00
Gone-Girl stjarnan Lisa Banes látin eftir árekstur Bandaríska leikkonan Lisa Banes, sem meðal annars er þekkt fyrir hlutverk sitt í spennumyndinni Gone Girl, er látin, 65 ára að aldri. Rafhlaupahjóli eða léttu bifhjóli var ekið á Banes nærri Lincoln Center í New York þann 4. júní og hafði hún dvalið á gjörgæslu sjúkrahúss í borginni síðan. Lífið 15.6.2021 07:22
Segir Bandaríkin hafa „helga skyldu“ til að verja Evrópu Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti þátttöku Bandaríkjanna í sameiginlegum vörnum Evrópu, Kanada og Tyrklands sem „helgri skyldu“ þeirra við upphaf leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins (NATO) í morgun. Lagði hann áherslu á mikilvægi bandalagsins. Erlent 14.6.2021 13:40
Wasabi krýndur verðugastur voffa á Westminster-hundasýningunni Smáhundurinn Wasabi var krýndur verðugastur allra hunda á Westminster-hundasýningunni í Bandaríkjunum í gær. Um er að ræða virtustu hundasýningu heims og titillinn afar eftirsóttur. Erlent 14.6.2021 10:41
Superman- og Deliverance-stjarnan Ned Beatty er látin Bandaríski leikarinn Ned Beatty er látinn, 83 ára að aldri. Beatty gerði garðinn frægan fyrir hlutverk í fjölda stórmynda, þeirra á meðal annars myndunum Deliverance og Superman, báðar frá áttunda áratug síðustu aldar. Lífið 14.6.2021 08:02
Faraldurinn virðist í rénun... í bili Kórónuveirufaraldurinn virðist nú í rénun víðast hvar í Bandaríkjunum en sérfræðingar eru engu að síður uggandi vegna þess hversu margir hyggjast ekki ætla að þiggja bólusetningu. Erlent 14.6.2021 07:51
Bauð á fjórða milljarð króna í geimferð með Bezos Ónafngreindur einstaklingur bauð í dag 28 milljónir Bandaríkjadala, eða það sem nemur rúmlega 3,4 milljörðum króna, í sæti í ferð auðjöfursins Jeff Bezos út í geim. Viðskipti erlent 12.6.2021 23:16
Vonar að Biden verði ekki jafn hvatvís og Trump Vladímír Pútín Rússlandsforseti segist vona að kollegi hans, Joe Biden Bandaríkjaforseti, verði ekki jafn hvatvís og forveri þess síðarnefnda í starfi, Donald Trump. Erlent 12.6.2021 20:30
Minnst 13 særðir eftir skotárás í Texas Minnst 13 særðust í skotárás í miðbæ Austin í Texas í nótt. Skotárásin var gerð í skemmtanahverfi í borginni þar sem mikill mannfjöldi var saman kominn. Enginn dó í árásinni en tveir eru alvarlega særðir. Erlent 12.6.2021 13:43
G7 ríkin mynda bandalag gegn Kína Leiðtogar G7 ríkjanna hafa samþykkt áætlun um að fara í aukna uppbyggingu innviða í þróunarríkjum til þess að stemma stigu við vaxandi áhrif Kína í þróunarríkjum. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, lagði þetta til og ber verkefnið yfirskriftina „Byggjum aftur betri heim“ eða Build Back Better World upp á ensku. Erlent 12.6.2021 13:03
„Guð minn góður, ég er í gini hvals“ Bandarískur humarsjómaður lenti í því magnaða atviki að vera gleyptur af Hnúfubaki, sem virðist ekki hafa líkað bragðið og spýtti honum aftur út. Hann slapp vel þrátt fyrir martraðakennda sögu og virðist aðeins hafa farið úr öðrum hnjálið. Erlent 12.6.2021 08:39