Bandaríkin Harry og Meghan þurfa að bera vitni í ærumeiðingamáli Harry Bretaprins og Meghan Markle munu neyðast til að bera vitni í einkamáli sem systir Meghan hefur höfðað á hendur henni fyrir ærumeiðingar. Dómarinn í málinu hafnaði því í gær að stöðva skýrslutökur í málinu. Lífið 8.2.2023 07:35 Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. Erlent 7.2.2023 23:56 Rússar hóta að auka árásir sínar vegna vopnasendinga Bandaríkjamenn eru byrjaðir að senda Bradley bryndreka til Úkraínu en hafa einnig lofað að senda þangað öflugri skriðdreka ásamt nokkrum ríkjum Evrópu. Varnarmálaráðherra Rússlands segir að með þessu séu bandalagsþjóðirnar að reyna að lengja í stríðinu. Erlent 7.2.2023 19:50 Bjargað úr sjávarháska á stolinni snekkju Starfsmenn Strandgæslu Bandaríkjanna björguðu á föstudaginn manni úr sjávarháska undan ströndum Oregon-ríkis. Maðurinn var um borð í snekkju sem hann hafði stolið fyrr um daginn. Erlent 6.2.2023 18:08 Beyoncé kom, sá og sigraði á Grammy-verðlaunahátíðinni Tónlistarkonan Beyoncé komst í sögubækurnar í nótt þegar hún varð sá einstaklingur sem hefur hlotið flest Grammy-verðlaun. Beyoncé hlaut fjögur verðlaun á Grammy-verðlaunahátíðinni og á nú hvorki meira né minna en 32 grammafóngripi. Lífið 6.2.2023 06:35 Leggur til tveggja kjörtímabila hámark en stefnir á sitt þriðja Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður Repúblikana, hefur lagt fram frumvarp um tveggja kjörtímabila hámark fyrir þingmenn Bandaríkjaþings. Sjálfur hefur hann þó tilkynnt að hann muni sækjast eftir endurkjöri í annað sinn. Erlent 5.2.2023 21:20 Skutu niður njósnabelginn Bandaríkjaher hefur skotið niður loftbelg, sem talinn er vera njósnabelgur frá Kína, utan strönd Suður-Karólínu. Erlent 4.2.2023 19:59 Herflugvélar hringsóla um njósnabelginn Fjórar orrustuþotur hringsóla nú um kínverskan njósnabelg sem svífur skammt utan við Myrtle Beach í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum. Bandarísk yfirvöld íhuga nú að skjóta belginn niður. Erlent 4.2.2023 18:55 Hyggjast heilla Harvard um helgina: „Vonumst til að fá fleiri íslenska leikmenn“ Íslenska fyrirtækið Soccer & Education stendur að sérstökum sýningarleik um helgina þar sem íslenskt knattspyrnufólk fær tækifæri til að sýna listir sínar fyrir þjálfurum bandarískra háskólaliða. Þjálfarar frá Boston College og Harvard fara fögrum orðum um íslenska leikmenn. Fótbolti 4.2.2023 09:01 Musk sýknaður af kröfum vegna meintrar markaðsmisnotkunar Elon Musk, forstjóri bílaframleiðandans Tesla og einn ríkasati maður heimsins, var rétt í þessu sýknaður af öllum kröfum hóps fjárfesta í félaginu vegna meintrar markaðsmisnotkunar. Hópurinn sakaði hann um að hafa blekkt fjárfesta með því að tísta um að hann gæti tekið félagið af markaði árið 2018. Viðskipti erlent 3.2.2023 23:25 Tveir handteknir fyrir að myrða sex úr sömu fjölskyldu Tveir karlmenn hafa verið handteknir í tengslum við morð sex einstaklinga úr sömu fjölskyldu í smábænum Goshen í Kaliforníu í janúar. Meðal þeirra myrtu voru tíu mánaða gamalt barn og sextán ára móðir þess. Erlent 3.2.2023 22:25 Njósnabelgur svífur yfir Bandaríkjunum Bandarísk stjórnvöld segjast vera að fylgjast grannt með stórum eftirlitsloftbelg sem svífur nú yfir Bandaríkjunum en er sagður á vegum Kínverja. Erlent 3.2.2023 06:49 Fimmtán ára gamall sími á sjö milljónir Fyrsti iPhone síminn kom út í júní árið 2007 og seldist í sex milljónum eintaka. Eitt þessara eintaka er nú til sölu á uppboði hjá bandaríska uppboðshúsinu LCG Auctions. Búist er við því að síminn seljist á yfir 50 þúsund dollara, eða rétt rúmlega sjö milljónir í íslenskum krónum. Viðskipti erlent 2.2.2023 16:56 Fataherbergi sem Kardashian systur væru sáttar með Í nýjasta þætti af Heimsókn fór Sindri Sindrason alla leið til New Jersey þar sem hann heimsótti verkfræðinginn Þorbjörn Jónsson. Þorbjörn og eiginkona hans búa í ekta amerísku húsi eins og maður sér í bandarískum bíómyndum á borð við Home Alone eða Father of The Bride. Lífið 2.2.2023 14:33 Björk seldi íbúðina í Brooklyn fyrir 768 milljónir Söngkonan Björk er búin að selja þakíbúðina sína í Brooklyn í New York en hún setti hana fyrst á sölu í september árið 2018. Björk vildi upphaflega fá 9 milljónir dollara, sem samsvaraði um milljarði í íslenskum krónum á þeim tíma, fyrir íbúðina. Lífið 2.2.2023 10:33 Haley sögð munu tilkynna um forsetaframboð 15. febrúar Nikki Haley, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, er sögð munu tilkynna um framboð sitt til forseta 15. febrúar næstkomandi. Erlent 2.2.2023 06:58 Alríkislögreglan leitar á heimili Bidens Alríkislögregla Bandaríkjanna leitar nú á heimili Joe Biden Bandaríkjaforseta í Delaware í tengslum við rannsókn embættisins á hvarfi leynilegra skjala. Þetta staðfestir lögmaður Bidens í yfirlýsingu. Erlent 1.2.2023 15:24 Allt í volli í dýragarðinum í Dallas: Dýr að sleppa og grunsamlegur dauðdagi hrægamms Dularfull hvörf og grunsamlegur dauðdag hrægamms í dýragarðinum í Dallas eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni í borginni. Í gær komst í ljós að tveimur keisaratamarin öpum hafði verið stolið úr garðinum en skömmu fyrir það fannst hrægammur sem lést dularfullum dauðdaga. Erlent 1.2.2023 10:24 Þingmaðurinn ljúgandi hættir við nefndasetu Bandaríski þingmaðurinn George Santos mun ekki taka sæti í tveimur þingnefndum sem hann hafði verið skipaður í. Hann segist vilja bíða þar til búið væri að hreinsa hann af ásökunum um lygar í ferilskrá sinni og hefur beðið samflokksmenn sína afsökunar á „fjölmiðlafárinu“ sem myndast hefur í kringum hann. Erlent 1.2.2023 09:17 Þættir Dr Phil senn á enda Sögu spjallþátta bandaríska sjónvarpsmannsins Dr Phil er senn á enda eftir framleiðslu 21 þáttaraðar. Lífið 1.2.2023 07:45 Neitaði oftar en 400 sinnum að svara spurningum saksóknara Donald Trump neitaði oftar en 400 sinnum að svara spurningum sem lagðar voru fyrir hann við yfirheyrslur vegna rannsóknar yfirvalda í New York. Þetta sést á myndskeiði af yfirheyrslunni sem CBS News hefur undir höndum. Erlent 1.2.2023 07:44 Leggja til að fangar fái að gefa líffæri gegn styttri afplánunartíma Tveir þingmenn í Massachusetts í Bandaríkjunum hafa lagt fram frumvarp sem kveður á um að fangar fái dóma sína mildaða gegn því að gefa beinmerg eða líffæri. Afplánunartíminn gæti þannig styst um 60 til 365 daga. Erlent 1.2.2023 07:03 Reyna að vekja dódó-fuglinn til lífsins Vísindamenn við Háskólann í Kaliforníu vilja vekja hinn útdauða dódó-fugl aftur til lífs en tegundin dó út á 17. öld. Með nýjum aðferðum við raðgreiningu erfðaefnis og nýjungum í genabreytingartækni telja vísindamennirnir að hægt sé að koma aftur upp stofni af dódó-fuglum. Erlent 31.1.2023 23:50 Alec Baldwin ákærður fyrir manndráp af gáleysi Leikarinn Alec Baldwin hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Í ákærunni er Baldwin gefið að sök að hafa brotið fjölda laga er hann miðaði byssu í átt að kvikmyndatökustjóranum Halyna Hutchins við tökur á kvikmyndinni Rust. Skot úr byssunni hæfði Hutchins sem lét lífið. Erlent 31.1.2023 21:46 Árásarmaður Pelosi: „Ég hefði átt að vera betur undirbúinn“ Maðurinn sem kærður hefur verið fyrir að hafa ráðist á Paul Pelosi í október síðastliðnum hringdi í fjölmiðla eftir birtingu myndbanda af árásinni. Í símtalinu virðist hann biðjast afsökunar á að hafa ekki staðið sig betur við verknaðinn. Erlent 31.1.2023 20:48 Hætta áætlunarflugi á milli Íslands og New York Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur tekið úr sölu allar flugferðir á milli Keflavíkur og Newark flugvallar í New York. Viðskipti innlent 31.1.2023 18:55 Fimm til viðbótar reknir vegna dauða Nichols Tveimur lögreglumönnum, til viðbótar við þá fimm sem hafa þegar verið reknir, hefur verið sagt upp vegna dauða Tyre Nichols í Memphis í Bandaríkjunum. Þá hafa þrír sjúkraflutningamenn verið reknir fyrir að hafa ekki brugðist rétt við. Erlent 31.1.2023 14:36 Jaafar Jackson fetar í fótspor frænda í nýrri kvikmynd Hinn 26 ára gamli Jaafar Jackson mun feta í fótspor föðurbróður síns, Michael Jackson, í kvikmynd sem gera á um lífshlaup poppkóngsins. Bíó og sjónvarp 31.1.2023 11:48 Priscilla rengir lögmæti erfðaskrár Lisu Marie Priscilla Presley, fyrrverandi eiginkona Elvis Presley, hefur mótmælt því formlega að erfðaskrá dóttur þeirra Lisu Marie verði tekin gild. Hún segir ýmislegt við erfðaskrána bogið. Lífið 31.1.2023 10:50 Biden segir „nei“ við þotum til handa Úkraínumönnum „Nei,“ svaraði Joe Biden Bandaríkjaforseti einfaldlega þegar hann var spurður að því í Hvíta húsinu í gær hvort Bandaríkjamenn myndu senda F-16 herþotur til Úkraínu. Úkraínumenn kalla nú eftir herþotum eftir að hafa verið lofað skriðdrekum. Erlent 31.1.2023 06:38 « ‹ 85 86 87 88 89 90 91 92 93 … 334 ›
Harry og Meghan þurfa að bera vitni í ærumeiðingamáli Harry Bretaprins og Meghan Markle munu neyðast til að bera vitni í einkamáli sem systir Meghan hefur höfðað á hendur henni fyrir ærumeiðingar. Dómarinn í málinu hafnaði því í gær að stöðva skýrslutökur í málinu. Lífið 8.2.2023 07:35
Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. Erlent 7.2.2023 23:56
Rússar hóta að auka árásir sínar vegna vopnasendinga Bandaríkjamenn eru byrjaðir að senda Bradley bryndreka til Úkraínu en hafa einnig lofað að senda þangað öflugri skriðdreka ásamt nokkrum ríkjum Evrópu. Varnarmálaráðherra Rússlands segir að með þessu séu bandalagsþjóðirnar að reyna að lengja í stríðinu. Erlent 7.2.2023 19:50
Bjargað úr sjávarháska á stolinni snekkju Starfsmenn Strandgæslu Bandaríkjanna björguðu á föstudaginn manni úr sjávarháska undan ströndum Oregon-ríkis. Maðurinn var um borð í snekkju sem hann hafði stolið fyrr um daginn. Erlent 6.2.2023 18:08
Beyoncé kom, sá og sigraði á Grammy-verðlaunahátíðinni Tónlistarkonan Beyoncé komst í sögubækurnar í nótt þegar hún varð sá einstaklingur sem hefur hlotið flest Grammy-verðlaun. Beyoncé hlaut fjögur verðlaun á Grammy-verðlaunahátíðinni og á nú hvorki meira né minna en 32 grammafóngripi. Lífið 6.2.2023 06:35
Leggur til tveggja kjörtímabila hámark en stefnir á sitt þriðja Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður Repúblikana, hefur lagt fram frumvarp um tveggja kjörtímabila hámark fyrir þingmenn Bandaríkjaþings. Sjálfur hefur hann þó tilkynnt að hann muni sækjast eftir endurkjöri í annað sinn. Erlent 5.2.2023 21:20
Skutu niður njósnabelginn Bandaríkjaher hefur skotið niður loftbelg, sem talinn er vera njósnabelgur frá Kína, utan strönd Suður-Karólínu. Erlent 4.2.2023 19:59
Herflugvélar hringsóla um njósnabelginn Fjórar orrustuþotur hringsóla nú um kínverskan njósnabelg sem svífur skammt utan við Myrtle Beach í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum. Bandarísk yfirvöld íhuga nú að skjóta belginn niður. Erlent 4.2.2023 18:55
Hyggjast heilla Harvard um helgina: „Vonumst til að fá fleiri íslenska leikmenn“ Íslenska fyrirtækið Soccer & Education stendur að sérstökum sýningarleik um helgina þar sem íslenskt knattspyrnufólk fær tækifæri til að sýna listir sínar fyrir þjálfurum bandarískra háskólaliða. Þjálfarar frá Boston College og Harvard fara fögrum orðum um íslenska leikmenn. Fótbolti 4.2.2023 09:01
Musk sýknaður af kröfum vegna meintrar markaðsmisnotkunar Elon Musk, forstjóri bílaframleiðandans Tesla og einn ríkasati maður heimsins, var rétt í þessu sýknaður af öllum kröfum hóps fjárfesta í félaginu vegna meintrar markaðsmisnotkunar. Hópurinn sakaði hann um að hafa blekkt fjárfesta með því að tísta um að hann gæti tekið félagið af markaði árið 2018. Viðskipti erlent 3.2.2023 23:25
Tveir handteknir fyrir að myrða sex úr sömu fjölskyldu Tveir karlmenn hafa verið handteknir í tengslum við morð sex einstaklinga úr sömu fjölskyldu í smábænum Goshen í Kaliforníu í janúar. Meðal þeirra myrtu voru tíu mánaða gamalt barn og sextán ára móðir þess. Erlent 3.2.2023 22:25
Njósnabelgur svífur yfir Bandaríkjunum Bandarísk stjórnvöld segjast vera að fylgjast grannt með stórum eftirlitsloftbelg sem svífur nú yfir Bandaríkjunum en er sagður á vegum Kínverja. Erlent 3.2.2023 06:49
Fimmtán ára gamall sími á sjö milljónir Fyrsti iPhone síminn kom út í júní árið 2007 og seldist í sex milljónum eintaka. Eitt þessara eintaka er nú til sölu á uppboði hjá bandaríska uppboðshúsinu LCG Auctions. Búist er við því að síminn seljist á yfir 50 þúsund dollara, eða rétt rúmlega sjö milljónir í íslenskum krónum. Viðskipti erlent 2.2.2023 16:56
Fataherbergi sem Kardashian systur væru sáttar með Í nýjasta þætti af Heimsókn fór Sindri Sindrason alla leið til New Jersey þar sem hann heimsótti verkfræðinginn Þorbjörn Jónsson. Þorbjörn og eiginkona hans búa í ekta amerísku húsi eins og maður sér í bandarískum bíómyndum á borð við Home Alone eða Father of The Bride. Lífið 2.2.2023 14:33
Björk seldi íbúðina í Brooklyn fyrir 768 milljónir Söngkonan Björk er búin að selja þakíbúðina sína í Brooklyn í New York en hún setti hana fyrst á sölu í september árið 2018. Björk vildi upphaflega fá 9 milljónir dollara, sem samsvaraði um milljarði í íslenskum krónum á þeim tíma, fyrir íbúðina. Lífið 2.2.2023 10:33
Haley sögð munu tilkynna um forsetaframboð 15. febrúar Nikki Haley, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, er sögð munu tilkynna um framboð sitt til forseta 15. febrúar næstkomandi. Erlent 2.2.2023 06:58
Alríkislögreglan leitar á heimili Bidens Alríkislögregla Bandaríkjanna leitar nú á heimili Joe Biden Bandaríkjaforseta í Delaware í tengslum við rannsókn embættisins á hvarfi leynilegra skjala. Þetta staðfestir lögmaður Bidens í yfirlýsingu. Erlent 1.2.2023 15:24
Allt í volli í dýragarðinum í Dallas: Dýr að sleppa og grunsamlegur dauðdagi hrægamms Dularfull hvörf og grunsamlegur dauðdag hrægamms í dýragarðinum í Dallas eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni í borginni. Í gær komst í ljós að tveimur keisaratamarin öpum hafði verið stolið úr garðinum en skömmu fyrir það fannst hrægammur sem lést dularfullum dauðdaga. Erlent 1.2.2023 10:24
Þingmaðurinn ljúgandi hættir við nefndasetu Bandaríski þingmaðurinn George Santos mun ekki taka sæti í tveimur þingnefndum sem hann hafði verið skipaður í. Hann segist vilja bíða þar til búið væri að hreinsa hann af ásökunum um lygar í ferilskrá sinni og hefur beðið samflokksmenn sína afsökunar á „fjölmiðlafárinu“ sem myndast hefur í kringum hann. Erlent 1.2.2023 09:17
Þættir Dr Phil senn á enda Sögu spjallþátta bandaríska sjónvarpsmannsins Dr Phil er senn á enda eftir framleiðslu 21 þáttaraðar. Lífið 1.2.2023 07:45
Neitaði oftar en 400 sinnum að svara spurningum saksóknara Donald Trump neitaði oftar en 400 sinnum að svara spurningum sem lagðar voru fyrir hann við yfirheyrslur vegna rannsóknar yfirvalda í New York. Þetta sést á myndskeiði af yfirheyrslunni sem CBS News hefur undir höndum. Erlent 1.2.2023 07:44
Leggja til að fangar fái að gefa líffæri gegn styttri afplánunartíma Tveir þingmenn í Massachusetts í Bandaríkjunum hafa lagt fram frumvarp sem kveður á um að fangar fái dóma sína mildaða gegn því að gefa beinmerg eða líffæri. Afplánunartíminn gæti þannig styst um 60 til 365 daga. Erlent 1.2.2023 07:03
Reyna að vekja dódó-fuglinn til lífsins Vísindamenn við Háskólann í Kaliforníu vilja vekja hinn útdauða dódó-fugl aftur til lífs en tegundin dó út á 17. öld. Með nýjum aðferðum við raðgreiningu erfðaefnis og nýjungum í genabreytingartækni telja vísindamennirnir að hægt sé að koma aftur upp stofni af dódó-fuglum. Erlent 31.1.2023 23:50
Alec Baldwin ákærður fyrir manndráp af gáleysi Leikarinn Alec Baldwin hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Í ákærunni er Baldwin gefið að sök að hafa brotið fjölda laga er hann miðaði byssu í átt að kvikmyndatökustjóranum Halyna Hutchins við tökur á kvikmyndinni Rust. Skot úr byssunni hæfði Hutchins sem lét lífið. Erlent 31.1.2023 21:46
Árásarmaður Pelosi: „Ég hefði átt að vera betur undirbúinn“ Maðurinn sem kærður hefur verið fyrir að hafa ráðist á Paul Pelosi í október síðastliðnum hringdi í fjölmiðla eftir birtingu myndbanda af árásinni. Í símtalinu virðist hann biðjast afsökunar á að hafa ekki staðið sig betur við verknaðinn. Erlent 31.1.2023 20:48
Hætta áætlunarflugi á milli Íslands og New York Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur tekið úr sölu allar flugferðir á milli Keflavíkur og Newark flugvallar í New York. Viðskipti innlent 31.1.2023 18:55
Fimm til viðbótar reknir vegna dauða Nichols Tveimur lögreglumönnum, til viðbótar við þá fimm sem hafa þegar verið reknir, hefur verið sagt upp vegna dauða Tyre Nichols í Memphis í Bandaríkjunum. Þá hafa þrír sjúkraflutningamenn verið reknir fyrir að hafa ekki brugðist rétt við. Erlent 31.1.2023 14:36
Jaafar Jackson fetar í fótspor frænda í nýrri kvikmynd Hinn 26 ára gamli Jaafar Jackson mun feta í fótspor föðurbróður síns, Michael Jackson, í kvikmynd sem gera á um lífshlaup poppkóngsins. Bíó og sjónvarp 31.1.2023 11:48
Priscilla rengir lögmæti erfðaskrár Lisu Marie Priscilla Presley, fyrrverandi eiginkona Elvis Presley, hefur mótmælt því formlega að erfðaskrá dóttur þeirra Lisu Marie verði tekin gild. Hún segir ýmislegt við erfðaskrána bogið. Lífið 31.1.2023 10:50
Biden segir „nei“ við þotum til handa Úkraínumönnum „Nei,“ svaraði Joe Biden Bandaríkjaforseti einfaldlega þegar hann var spurður að því í Hvíta húsinu í gær hvort Bandaríkjamenn myndu senda F-16 herþotur til Úkraínu. Úkraínumenn kalla nú eftir herþotum eftir að hafa verið lofað skriðdrekum. Erlent 31.1.2023 06:38