Lögreglumál

Fréttamynd

Hörð fimm bíla aftanákeyrsla

Lögreglu barst í gær tilkynning um umferðarslys í póstnúmerinu 108 en um var að ræða harðan árekstur fimm bifreiða, það er að segja fimm bíla aftanákeyrslu. Ökumaðurinn sem var fremstur í röðinni er grunaður um akstur undir áhrifum.

Innlent
Fréttamynd

Grunur um að þremur hafi verið byrlað

Grunur leikur á að þremur hafi verið byrluð ólyfjan á Akureyri í nótt, tveimur konum og einum karlmanni. Önnur kvennanna fannst nær rænulaus fyrir utan skemmtistað í bænum en vinir hinna tveggja komu þeim á slysadeild.

Innlent
Fréttamynd

Hótaði fólki með hamri

Mikill erill var á hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Tíu aðilar voru vistaðir í fangageymslu og fjölmargir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

Innlent
Fréttamynd

Fjölga í kyn­ferðis­brota­deild vegna hol­skeflu mála

Málum á borði kynferðisbrotadeildar lögreglu hefur fjölgað um tæpan þriðjung milli ára á höfuðborgarsvæðinu. Mesta fjölgunin er í flokki mála þar sem brotið er gegn börnum, auk þess sem málin eru erfiðari í rannsókn en áður. Bætt verður við mannskap til að anna álaginu.

Innlent
Fréttamynd

Hross mikið slasað eftir að ekið var á það á Kjalarnesi

Ekið var á hross á Kjalarnesi í gærkvöldi. Lifði það áreksturinn en var mikið slasað. Engin slys urðu á fólki en ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og hefur ítrekað verið stöðvaður þrátt fyrir að hafa verið sviptur ökuréttindum.

Innlent
Fréttamynd

Ekið á níu ára dreng og unga konu

Ekið var á níu ára dreng á reiðhjóli í gær. Tilkynning barst um klukkan 17 og var sjúkrabifreið send á staðinn. Drengurinn var aumur í hnjánum eftir slysið en fór af vettvangi með móður sinni.

Innlent
Fréttamynd

Gekk um með boga og örvar á Selfossi í nótt

Maður sem var á gangi um Selfoss með boga og örvar var handtekinn í nótt. Tilkynning barst til lögreglunnar á fimmta tímanum um mann vopnaða boga og örvum á gangi við Tryggvatorg á Selfossi.

Innlent
Fréttamynd

Síbrotamaður sem rauf einangrun áfram í varðhaldi

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður rauf einangrun vegna Covid-19 og sýndi starfsmönnum farsóttarhúss mikinn skapofsa og hrækti í andlit starfsmanns sitji áfram í gæsluvarðhaldi. Alls er lögregla með sautján mál tengd manninum til rannsóknar.

Innlent
Fréttamynd

Siggi hakkari í gæslu­varð­haldi grunaður um um­fangs­mikil fjár­svik

Einn sætir gæsluvarðhaldi og fjórtán til viðbótar eru með réttarstöðu sakbornings í tengslum við umfangsmikla rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fjársvikum, peningaþvætti og skjalafalsi. Tugir milljóna eru undir í málinu að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. 

Innlent
Fréttamynd

Grunar að gæsa­skytta hafi drepið tvö ung hross með riffli

Hrossaræktandi, sem fann tvö ung hross dauð í túni sínu á dögunum, telur ljóst að þau hafi verið skotin af gæsaskyttu sem var við veiði í nágrenninu vopnaður riffli. Mikið tjón hafi hlotist af dauða hrossanna og hyggst hann tilkynna málið til lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla tjáir sig ekkert um rannsókn málsins

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun ekkert tjá sig um rannsókn sína á kærumáli sem snerta tvo knattspyrnumenn. Meint brot átti sér stað árið 2010 en brotaþoli í málinu lagði fram kæru í málinu á dögunum.

Innlent
Fréttamynd

Kveikt í bifreið í Háagerði í nótt

Nokkur viðbúnaður var í Háagerði í Reykjavík í nótt vegna bílbruna. Tilkynning um eldinn barst rétt fyrir klukkan 2 en talið er að kveikt hafi verið í bifreiðinni. Var hún flutt af vettvangi þegar búið var að slökkva eldinn og er málið í rannsókn.

Innlent
Fréttamynd

Réðust á mann vopnaðir öxi og kú­beini

Lög­regla hand­tók þrjá vegna al­var­legrar líkams­á­rásar í Reykja­vík að­fara­nótt laugar­dags. Mennirnir voru vopnaðir bæði kú­beini og öxi en að sögn Þóru Jónas­dóttur, að­stoðar­yfir­lög­reglu­þjóns á höfuð­borgar­svæðinu, er ekki ljóst hvort báðum vopnum hafi verið beitt í á­rásinni.

Innlent
Fréttamynd

Refir falli undir skil­greiningu um gælu­dýr

Lögmaður ungs manns sem á ref telur afar skrýtið hvernig Matvælastofnun hefur beitt sér í því að ná refnum af honum. Hann segir að ekki sé hægt að útiloka að refir geti skilgreinst sem gæludýr ef þeir alast upp á heimili manna.

Innlent