Lögreglumál

Fréttamynd

Grunaður um að hafa ekið á tvo bíla undir áhrifum

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um umferðaróhapp í Hlíðahverfi á tíunda tímanum í gærkvöldi að því er fram kemur í dagbók hennar. Meintur tjónvaldur var handtekinn á vettvangi grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

Innlent
Fréttamynd

Börðu eldri mann og spörkuðu í höfuð hans

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu brást við tilkynningu um líkamsárás í miðborg Reykjavíkur á þriðja tímanum í nótt. Samkvæmt dagbók lögreglunnar réðust tveir ungir menn á ölvaðan eldri mann. Haft er eftir vitnum að árásinni að þeir hafi barið manninn og sparkað í höfuð hans þar sem hann lá í götunni.

Innlent
Fréttamynd

Höfðu hendur í hári stórtæks síbrotamanns eftir árekstur og afstungu

Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að stórtækur þjófur með langan brotaferil að baki skuli sitja í gæsluvarðhaldi til 4. nóvember næstkomandi. Samtals er 31 opið mál á borði lögreglu sem tengist manninum.  Lögregla handsamaði manninn á stolnum bíl eftir árekstur og afstungu.

Innlent
Fréttamynd

Sprengjan í Þor­láks­höfn reyndist vera eftir­líking

Sprengjudeildir Landhelgisgæslunnar og sérsveitar Ríkislögreglustjóra voru kallaðar til á áttunda tímanum í morgun vegna torkennilegs hlutar sem fannst á gámasvæðinu í Þorlákshöfn. Aðgerðum lauk um klukkan um klukkan 13 og reyndist engin hætta vera á ferðum. 

Innlent
Fréttamynd

Framvísuðu fölsuðu umboði á lögreglustöð

Heldur sérstök uppákoma átti sér stað á lögreglustöðinni í Flatahrauni í Hafnarfirði í gær, þegar þangað mættu tvær konur til að sækja lykla að bifreið. Sögðu þær lögreglu hafa gert lyklana upptæka þegar önnur þeirra var stöðvuð, grunuð um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Innlent
Fréttamynd

Beraði sig fyrir ung­mennum á í­þrótta­æfingu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í Laugardalnum um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Henni hafði þá borist tilkynning um ölvaðan mann sem var sagður láta ófriðlega og vera að bera sig fyrir ungmennum á íþróttaæfingu.

Innlent
Fréttamynd

Starfs­fólk sagðist ekkert hafa átt við kjör­gögnin

Ekkert bendir til að átt hafi verið við kjörgögn úr Norðvesturkjördæmi sem skilin voru eftir óinnsigluð á talningarsalnum á Hótel Borgarnesi sunnudaginn 26. september. Starfsfólk hótelsins gekk hins vegar um salinn, sem gögnin voru geymd í, án þess að nokkur úr kjörstjórn væri viðstaddur. 

Innlent
Fréttamynd

Lög­regla segir ekki hægt að úti­loka að átt hafi verið við kjör­gögn

Lögreglan á Vesturlandi getur ekki fullyrt út frá upptökum úr öryggismyndavélum hvort átt hafi verið við óinnsigluð kjörgögn í talningarsalnum á Hótel Borgarnesi. Á upptökum sést fólk ganga inn og út úr salnum eftir að fyrri talningu lauk. Þetta kemur fram í lögregluskýrslu sem fréttastofa hefur undir höndum.

Innlent
Fréttamynd

Veittust að konu fyrir utan heimili hennar

Lögregla handtók tvo unga menn í gærkvöldi eftir að tilkynning barst um ránstilraun í Kópavogi. Mennirnir höfðu veist að konu við heimili hennar, ógnuðu henni með eggvopni og heimtuðu af henni síma og peninga. 

Innlent
Fréttamynd

Magnús Ólafur orðinn gjaldþrota

Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið úrskurðaður gjaldþrota í Danmörku. Úrskurðurinn var kveðinn upp þann 12. október en birtur í Lögbirtingablaðinu í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hrækti á börn og lögreglumann

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í Laugardalnum um kvöldmatarleytið í gær. Tilkynning hafði borist um að maðurinn, sem var ölvaður, hefði verið að áreita börn og hrækja að þeim.

Innlent
Fréttamynd

Ræninginn í Apótekaranum fundinn

Lögreglan hefur haft hendur í hári manns sem framdi vopnað rán í Apótekaranum við Vallakór í Kópavogi uppúr klukkan 13 í dag. Þetta staðfestir Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent