Lögreglumál Lögregla ítrekar beiðni til fólks með upplýsingar að stíga fram Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur myndefni úr eftirlitsmyndavélum í miðborg Reykjavíkur til skoðunar í tengslum við rannsókn á hnífsstunguárás fyrir utan Fjallkonuna aðfaranótt sunnudag. Innlent 14.6.2021 15:47 Missti fingur þegar hann klemmdi sig á glussatjakki Maður missti fingur þegar hann klemmdi sig á glussatjakki við að ferma vörubifreið í Þorlákshöfn síðastliðinn miðvikudag. Innlent 14.6.2021 13:59 Maðurinn ekki lengur talinn í bráðri lífshættu en honum haldið sofandi Maðurinn sem ráðist var á með eggvopni á aðfaranótt sunnudags er ekki talinn í bráðri lífshættu lengur. Honum er þó haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítala. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Innlent 14.6.2021 12:39 Ætla að kæra Barnaland til lögreglu Faðir stúlku sem týndist þegar hún var í pössun í Barnalandi í Smáralind í gær gerir ráð fyrir að kæra atvikið til lögreglu. Hann segir ekki liggja fyrir hversu langur tími leið frá því dóttir hans yfirgaf barnagæsluna og þar til hún fannst allt annars staðar í verslunarmiðstöðinni. Innlent 14.6.2021 11:47 Von á tilkynningu frá lögreglu vegna hnífstunguárásar Karlmaður um tvítugt, sem ráðist var á með hnífi í miðbæ Reykjavíkur á aðfaranótt sunnudags, er enn á sjúkrahúsi. Ástand hans var talið lífshættulegt í gær en lögregla hefur ekki viljað gefa upplýsingar um stöðu hans í dag, það sem af er degi. Von er á tilkynningu eftir hádegið vegna málsins. Innlent 14.6.2021 11:40 Barnalandi í Smáralind lokað eftir að barn týndist Barnalandi, barnagæslu sem Smárabíó rekur í Smáralind, verður tímabundið lokað eftir að barn sem var þar týndist nú um helgina. Innlent 14.6.2021 09:39 Telur uppsetningu öryggismyndavéla á leikvöllum varhugaverða 47 tælingarmál hafa verið tilkynnt til lögreglu frá árinu 2019 til dagsins í dag. Deildarsérfræðingur í upplýsinga- og áætlanadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að við skoðun á alvarleika þessara mála í gegnum tíðina hafi innan við 10% málanna verið flokkuð sem miðlungs alvarleg eða alvarleg. Innlent 14.6.2021 07:01 Ungir ökumenn á ógnarhraða Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast við umferðareftirlit í gærkvöldi og nótt. Fimm ökumenn voru til að mynda stöðvaðir í Seljahverfi í kjölfar hraðamælingar en þeir reyndust á 83-89 km/klst þar sem hámarkshraði er 50 km/klst. Innlent 14.6.2021 06:22 Úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudags vegna hnífstungunnar Karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið mann með hnífi fyrir utan veitingastaðinn Fjallkonuna í miðbæ Reykjavíkur í nótt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Innlent 13.6.2021 17:28 Vopnið ófundið: Maður um tvítugt í lífshættu Vopn sem notað var þegar karlmaður um tvítugt var stunginn í miðbænum í nótt er ekki fundið. Maðurinn liggur þungt haldinn á Landspítalanum en lögreglan handtók meintan árásarmann í heimahúsi í Kópavogi undir morgun. Innlent 13.6.2021 16:27 Í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbænum í nótt Einn er í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einstaklingurinn er á gjörgæslu eftir að hafa verið stunginn í kviðinn en sá grunaði var handtekinn í morgun og er nú í haldi lögreglu. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Innlent 13.6.2021 11:11 Þrjár líkamsárásir tilkynntar til lögreglu í nótt Þrjár líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglu í nótt og gærkvöldi. Þær gerðust allar í miðbænum og tvær fyrir utan skemmtistaði í hverfinu. Í tveimur árásanna voru grunaðir handteknir og vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknarinnar. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Innlent 13.6.2021 07:19 Sextán ára drengur handtekinn fyrir vopnalagabrot Sextán ára gamall drengur var handtekinn á öðrum tímanum í nótt í Breiðholti grunaður um hótanir, brot á vopnalögum og brot gegn opinberum starfsmanni. Hann er sagður hafa verið að hóta fólki með eggvopni og er málið nú unnið með aðkomu föður drengsins og fulltrúa Barnaverndar. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Innlent 12.6.2021 07:10 Sérsveitin kölluð út á sjó Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning þess efnis að báti hafi verið stolið í Kópavogshöfn. Innlent 11.6.2021 18:50 Menn í annarlegu ástandi héldu lögreglu upptekinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti þremur tilkynningum í gærkvöldi og nótt vegna manna í annarlegu ástandi. Innlent 11.6.2021 06:14 Með gjallarhorn í miðbænum Lögregla var kölluð á vettvang í gærkvöldi vegna einstalings sem var að ónáða aðra hrópandi í gjallarhorn í miðbænum. Viðkomandi reyndist vera í annarlegu ástandi en lét af hegðun sinni eftir samtal við lögreglu. Innlent 10.6.2021 06:00 Maður á sjötugsaldri handtekinn fyrir að tæla ólögráða stúlkur Karlmaður á sjötugsaldri var handtekinn í síðustu viku eftir að hafa sett sig í samband við fimm ólögráða stúlkur, klæmst við þær og reynt að fá þær til að hitta sig. Eftir að manninum var sleppt úr haldi er hann grunaður um að hafa ítrekað brotið af sér með sams konar hætti. Innlent 9.6.2021 18:50 Lögregla lýsir eftir Mantas Telvikas Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Mantas Telvikas, 40 ára. Innlent 9.6.2021 14:07 Anton Kristinn ákærður fyrir vopna- og fíkniefnalagabrot Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært Anton Kristinn Þórarinsson fyrir brot á vopnalögum og fíkniefnalögum sem rekja má til húsleitar lögreglu á heimili hans í Akrahverfinu í Garðabæ í mars 2019. Þrjú rafmagnsvopn, rafstuðbyssur, fundust á heimili Antons Kristins auk kókaíns og lítilræði af tóbaksblönduðu kannabisefni. Innlent 9.6.2021 13:14 Foreldrar kenni börnum sjálfsvörn og kynni þau fyrir „veikum punktum karlmannsins“ Eyþór Víðisson, öryggis- og löggæslufræðingur hjá Lotu ráðgjöf, hvetur foreldra til að ræða við börnin sín og kenna þeim rétt viðbrögð við því ef einhver reynir að nema þau á brott. Hann segir eðlilegt að börnum sé kennd einhver sjálfsvörn og þau kynnt fyrir „veikum punktum karlmannsins“. Innlent 8.6.2021 22:25 Maðurinn enn ófundinn og foreldrar kalla eftir eftirlitsmyndavélum Faðir sjö ára stúlku, sem brást hetjulega við þegar maður reyndi að nema hana á brott á leikvelli í Grafarvogi í gærkvöldi, vill að eftirlitsmyndavélum verði komið fyrir á leikvöllum í borginni. Innlent 8.6.2021 19:17 Fimm slösuðust í árekstri á mótum Hringvegar og Ólafsfjarðarvegar Umferðarslys varð á gatnamótum Hringvegar og Ólafsfjarðarvegar laust fyrir klukkan 14. Fimm slösuðust í tveimur bílum þegar áreksturinn varð. Ekki er vitað um ástand þeirra. Innlent 8.6.2021 14:29 Reyndi að nema barn á brott: Stúlkan stóð sig eins og „ofurhetja“ Maður gerði tilraun til að nema sjö ára stúlku á brott í gærkvöldi, á leikvelli í Funafold. Faðir stúlkunnar telur líklegt að verknaðurinn hafi verið skipulagður fyrirfram en stúlkan brást hárrétt við og tókst að hrekja manninn á brott. Innlent 8.6.2021 11:15 Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Maðurinn sem lögregla á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í gær er kominn í leitirnar. Innlent 8.6.2021 11:07 800 handteknir og hald lagt á mörg tonn af eiturlyfjum Fyrirtækið ANOM, sem rekið var af bandarísku alríkislögreglunni og lögregluyfirvöldum í Ástralíu, þjónustaði um það bil 12 þúsund síma sem lögregla kom í dreifingu meðal glæpamanna til að hlera samskipti þeirra. Erlent 8.6.2021 09:57 Lögregluyfirvöld léku á glæpahópa með njósnaforriti Lögregluyfirvöld víða um heim hafa handtekið hundruð glæpamanna þökk sé smáforriti sem starfrækt var af bandarísku alríkislögreglunni. Um var að ræða spjallforrit sem komið var í dreifingu meðal glæpahópa og gat lögregla þannig njósnað um öll samtöl sem fóru fram í forritinu. Erlent 8.6.2021 08:39 Tveir beinbrotnir skipverjar fluttir á sjúkrahús Lögreglu barst tilkynning um kl. 3.30 í nótt um að tveir skipverjar um borð í togara hefðu slasast. Togarinn var við veiðar en hélt í land með skipverjana, sem voru fluttir með sjúkrabifreið á bráðamóttöku Landspítala. Innlent 8.6.2021 06:14 Níu hópnauðgunarmál í ár: „Það er sláandi“ Níu hópnauðgunarmál hafa komið á borð Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis það sem af er ári, með allt að fimm gerendum. Verkefnastjóri Neyðarmóttökunnar segir stöðuna sláandi. Innlent 7.6.2021 19:01 Lögregla lýsir eftir Sebastian Kozlowski Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Sebastian Kozlowski, 38 ára. Innlent 7.6.2021 13:26 Lögregla kölluð til vegna þjófnaðar á skiptimynt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til um kl. 2 í nótt vegna þjófnaðar á skiptimynt. Íbúðareigandi hafði kynnst meintum þjófum skömmu áður og boðið þeim heim en þeir hlaupið á brott með myntina. Innlent 7.6.2021 07:17 « ‹ 144 145 146 147 148 149 150 151 152 … 276 ›
Lögregla ítrekar beiðni til fólks með upplýsingar að stíga fram Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur myndefni úr eftirlitsmyndavélum í miðborg Reykjavíkur til skoðunar í tengslum við rannsókn á hnífsstunguárás fyrir utan Fjallkonuna aðfaranótt sunnudag. Innlent 14.6.2021 15:47
Missti fingur þegar hann klemmdi sig á glussatjakki Maður missti fingur þegar hann klemmdi sig á glussatjakki við að ferma vörubifreið í Þorlákshöfn síðastliðinn miðvikudag. Innlent 14.6.2021 13:59
Maðurinn ekki lengur talinn í bráðri lífshættu en honum haldið sofandi Maðurinn sem ráðist var á með eggvopni á aðfaranótt sunnudags er ekki talinn í bráðri lífshættu lengur. Honum er þó haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítala. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Innlent 14.6.2021 12:39
Ætla að kæra Barnaland til lögreglu Faðir stúlku sem týndist þegar hún var í pössun í Barnalandi í Smáralind í gær gerir ráð fyrir að kæra atvikið til lögreglu. Hann segir ekki liggja fyrir hversu langur tími leið frá því dóttir hans yfirgaf barnagæsluna og þar til hún fannst allt annars staðar í verslunarmiðstöðinni. Innlent 14.6.2021 11:47
Von á tilkynningu frá lögreglu vegna hnífstunguárásar Karlmaður um tvítugt, sem ráðist var á með hnífi í miðbæ Reykjavíkur á aðfaranótt sunnudags, er enn á sjúkrahúsi. Ástand hans var talið lífshættulegt í gær en lögregla hefur ekki viljað gefa upplýsingar um stöðu hans í dag, það sem af er degi. Von er á tilkynningu eftir hádegið vegna málsins. Innlent 14.6.2021 11:40
Barnalandi í Smáralind lokað eftir að barn týndist Barnalandi, barnagæslu sem Smárabíó rekur í Smáralind, verður tímabundið lokað eftir að barn sem var þar týndist nú um helgina. Innlent 14.6.2021 09:39
Telur uppsetningu öryggismyndavéla á leikvöllum varhugaverða 47 tælingarmál hafa verið tilkynnt til lögreglu frá árinu 2019 til dagsins í dag. Deildarsérfræðingur í upplýsinga- og áætlanadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að við skoðun á alvarleika þessara mála í gegnum tíðina hafi innan við 10% málanna verið flokkuð sem miðlungs alvarleg eða alvarleg. Innlent 14.6.2021 07:01
Ungir ökumenn á ógnarhraða Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast við umferðareftirlit í gærkvöldi og nótt. Fimm ökumenn voru til að mynda stöðvaðir í Seljahverfi í kjölfar hraðamælingar en þeir reyndust á 83-89 km/klst þar sem hámarkshraði er 50 km/klst. Innlent 14.6.2021 06:22
Úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudags vegna hnífstungunnar Karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið mann með hnífi fyrir utan veitingastaðinn Fjallkonuna í miðbæ Reykjavíkur í nótt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Innlent 13.6.2021 17:28
Vopnið ófundið: Maður um tvítugt í lífshættu Vopn sem notað var þegar karlmaður um tvítugt var stunginn í miðbænum í nótt er ekki fundið. Maðurinn liggur þungt haldinn á Landspítalanum en lögreglan handtók meintan árásarmann í heimahúsi í Kópavogi undir morgun. Innlent 13.6.2021 16:27
Í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbænum í nótt Einn er í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einstaklingurinn er á gjörgæslu eftir að hafa verið stunginn í kviðinn en sá grunaði var handtekinn í morgun og er nú í haldi lögreglu. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Innlent 13.6.2021 11:11
Þrjár líkamsárásir tilkynntar til lögreglu í nótt Þrjár líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglu í nótt og gærkvöldi. Þær gerðust allar í miðbænum og tvær fyrir utan skemmtistaði í hverfinu. Í tveimur árásanna voru grunaðir handteknir og vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknarinnar. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Innlent 13.6.2021 07:19
Sextán ára drengur handtekinn fyrir vopnalagabrot Sextán ára gamall drengur var handtekinn á öðrum tímanum í nótt í Breiðholti grunaður um hótanir, brot á vopnalögum og brot gegn opinberum starfsmanni. Hann er sagður hafa verið að hóta fólki með eggvopni og er málið nú unnið með aðkomu föður drengsins og fulltrúa Barnaverndar. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Innlent 12.6.2021 07:10
Sérsveitin kölluð út á sjó Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning þess efnis að báti hafi verið stolið í Kópavogshöfn. Innlent 11.6.2021 18:50
Menn í annarlegu ástandi héldu lögreglu upptekinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti þremur tilkynningum í gærkvöldi og nótt vegna manna í annarlegu ástandi. Innlent 11.6.2021 06:14
Með gjallarhorn í miðbænum Lögregla var kölluð á vettvang í gærkvöldi vegna einstalings sem var að ónáða aðra hrópandi í gjallarhorn í miðbænum. Viðkomandi reyndist vera í annarlegu ástandi en lét af hegðun sinni eftir samtal við lögreglu. Innlent 10.6.2021 06:00
Maður á sjötugsaldri handtekinn fyrir að tæla ólögráða stúlkur Karlmaður á sjötugsaldri var handtekinn í síðustu viku eftir að hafa sett sig í samband við fimm ólögráða stúlkur, klæmst við þær og reynt að fá þær til að hitta sig. Eftir að manninum var sleppt úr haldi er hann grunaður um að hafa ítrekað brotið af sér með sams konar hætti. Innlent 9.6.2021 18:50
Lögregla lýsir eftir Mantas Telvikas Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Mantas Telvikas, 40 ára. Innlent 9.6.2021 14:07
Anton Kristinn ákærður fyrir vopna- og fíkniefnalagabrot Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært Anton Kristinn Þórarinsson fyrir brot á vopnalögum og fíkniefnalögum sem rekja má til húsleitar lögreglu á heimili hans í Akrahverfinu í Garðabæ í mars 2019. Þrjú rafmagnsvopn, rafstuðbyssur, fundust á heimili Antons Kristins auk kókaíns og lítilræði af tóbaksblönduðu kannabisefni. Innlent 9.6.2021 13:14
Foreldrar kenni börnum sjálfsvörn og kynni þau fyrir „veikum punktum karlmannsins“ Eyþór Víðisson, öryggis- og löggæslufræðingur hjá Lotu ráðgjöf, hvetur foreldra til að ræða við börnin sín og kenna þeim rétt viðbrögð við því ef einhver reynir að nema þau á brott. Hann segir eðlilegt að börnum sé kennd einhver sjálfsvörn og þau kynnt fyrir „veikum punktum karlmannsins“. Innlent 8.6.2021 22:25
Maðurinn enn ófundinn og foreldrar kalla eftir eftirlitsmyndavélum Faðir sjö ára stúlku, sem brást hetjulega við þegar maður reyndi að nema hana á brott á leikvelli í Grafarvogi í gærkvöldi, vill að eftirlitsmyndavélum verði komið fyrir á leikvöllum í borginni. Innlent 8.6.2021 19:17
Fimm slösuðust í árekstri á mótum Hringvegar og Ólafsfjarðarvegar Umferðarslys varð á gatnamótum Hringvegar og Ólafsfjarðarvegar laust fyrir klukkan 14. Fimm slösuðust í tveimur bílum þegar áreksturinn varð. Ekki er vitað um ástand þeirra. Innlent 8.6.2021 14:29
Reyndi að nema barn á brott: Stúlkan stóð sig eins og „ofurhetja“ Maður gerði tilraun til að nema sjö ára stúlku á brott í gærkvöldi, á leikvelli í Funafold. Faðir stúlkunnar telur líklegt að verknaðurinn hafi verið skipulagður fyrirfram en stúlkan brást hárrétt við og tókst að hrekja manninn á brott. Innlent 8.6.2021 11:15
Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Maðurinn sem lögregla á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í gær er kominn í leitirnar. Innlent 8.6.2021 11:07
800 handteknir og hald lagt á mörg tonn af eiturlyfjum Fyrirtækið ANOM, sem rekið var af bandarísku alríkislögreglunni og lögregluyfirvöldum í Ástralíu, þjónustaði um það bil 12 þúsund síma sem lögregla kom í dreifingu meðal glæpamanna til að hlera samskipti þeirra. Erlent 8.6.2021 09:57
Lögregluyfirvöld léku á glæpahópa með njósnaforriti Lögregluyfirvöld víða um heim hafa handtekið hundruð glæpamanna þökk sé smáforriti sem starfrækt var af bandarísku alríkislögreglunni. Um var að ræða spjallforrit sem komið var í dreifingu meðal glæpahópa og gat lögregla þannig njósnað um öll samtöl sem fóru fram í forritinu. Erlent 8.6.2021 08:39
Tveir beinbrotnir skipverjar fluttir á sjúkrahús Lögreglu barst tilkynning um kl. 3.30 í nótt um að tveir skipverjar um borð í togara hefðu slasast. Togarinn var við veiðar en hélt í land með skipverjana, sem voru fluttir með sjúkrabifreið á bráðamóttöku Landspítala. Innlent 8.6.2021 06:14
Níu hópnauðgunarmál í ár: „Það er sláandi“ Níu hópnauðgunarmál hafa komið á borð Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis það sem af er ári, með allt að fimm gerendum. Verkefnastjóri Neyðarmóttökunnar segir stöðuna sláandi. Innlent 7.6.2021 19:01
Lögregla lýsir eftir Sebastian Kozlowski Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Sebastian Kozlowski, 38 ára. Innlent 7.6.2021 13:26
Lögregla kölluð til vegna þjófnaðar á skiptimynt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til um kl. 2 í nótt vegna þjófnaðar á skiptimynt. Íbúðareigandi hafði kynnst meintum þjófum skömmu áður og boðið þeim heim en þeir hlaupið á brott með myntina. Innlent 7.6.2021 07:17