Samgöngur

Fréttamynd

Bullandi tækifæri í þjóðgarði ef hálendisleiðir verða greiðar

Ein hálendasta bújörð landsins, Svartárkot í Bárðardal, er orðin lifandi kennslustofa háskóla um búsetu fólks á jaðri hins byggilega heims. Þar segjast bændur sjá bullandi tækifæri í því að gera hálendið að einum þjóðgarði, að því gefnu að það verði ekki lokað og læst.

Innlent
Fréttamynd

Skiptir þverun Grunnafjarðar máli?

Fyrr á árinu lagði ég fram fyrirspurn í nokkrum liðum til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á Alþingi um þverun Grunnafjarðar og hvaða möguleikar standi þar til boða.

Skoðun
Fréttamynd

Vegagerðin segir lög ekki hafa verið brotin

Vegagerðin segir að stofnunin hafi ekki brotið lög þegar gengið var frá samningum við Norlandair ehf. um flug til Bíldudals og Gjögurs. Ýmsar rangfærslur hafi þó verið á kreiki um málið.

Innlent
Fréttamynd

Segir réttast að gefa Landvernd trukkinn

Flutningabíl sem valt með fiskfarm á Hjallahálsi á Vestfjörðum á föstudag var náð upp í dag. Eigandi flutningafyrirtækisins er óhress með margra ára drátt á endurbótum Vestfjarðavegar og segist skrifa tafirnar á reikning Landverndar.

Innlent
Fréttamynd

Miklar tafir á umferð vegna malbikunar

Töluverðar tafir hafa verið á umferð þar sem Sæbraut tengist við Reykjanesbraut í höfuðborginni í dag. Verið er að fræsa og malbika akrein á Reykjanesbrautinni í suðurátt á vegarkaflanum frá Miklubraut upp að Stekkjarbakka.

Innlent
Fréttamynd

Geta séð fossinn Dynjanda í fyrsta sinn í klakaböndum

Ísfirðingar og aðrir íbúar á norðanverðum Vestfjörðum, sem óku um Dýrafjarðargöng í gær, uppgötvuðu margir óvænt nýjan möguleika sem jarðgöngin skapa. Í fyrsta sinn verður mögulegt að aka um þjóðvegakerfið að fossinum Dynjanda um hávetur auk þess sem leiðin hefur styst verulega.

Innlent
Fréttamynd

Dýrafjarðargöng opin fyrir umferð

Í dag klukkan 14 verða Dýrafjarðargöng opnuð. Vegna samkomutakmarkana verður opnunin með óhefðbundnum hætti, en henni verður streymt beint hér á Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Opna Dýrafjarðargöng um helgina

Dýrafjarðargöng verða opnuð á sunnudag, rúmlega þremur árum eftir að framkvæmdir hófust. Með göngunum styttist Vestfjarðavegur um 27,4 kílómetra. Opnunin verður með óhefðbundnu sniði vegna kórónuveirufaraldursins.

Innlent
Fréttamynd

Fallið frá hug­myndum um mis­læg gatna­mót

Fallið hefur verið frá hugmyndum um að ráðast í framkvæmd mislægra gatnamóta á mótum Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar. Þess í stað felur ný útfærsla í sér brú og ljósastýrð vegamót sem eigi að hafa minna rask í för með sér.

Innlent