Fréttir Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Landsréttur hefur staðfest tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir Kristni Eiðssyni og sviptingu á ökuréttindum til hálfs árs vegna manndráps af gáleysi. Honum var gefið að sök að hafa ekið strætisvagni sínum á konu sem hlaut bana af. Innlent 21.11.2024 16:39 Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Jón Ármann Steinsson útgefandi bókarinnar Leitin að Geirfinni segir málið enn í hnút. Hann ætlar að sofa á því yfir helgina hvað sé hægt að gera. Innlent 21.11.2024 16:37 Refsing Jaguars þyngd verulega Jaguar Do, tvítugur karlmaður, hefur verið dæmdur til fimm ára fangelsisvistar í Landsrétti. Hann var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps, með því að stinga mann sem seldi honum „lélegt kókaín“. Innlent 21.11.2024 16:25 Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands mætir í Samtalið með Heimi Má í opinni dagskrá strax að loknum fréttum og Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld.Hann hefur lengst af farið fyrir kosningarannsóknum á Íslandi sem hófust árið 1983 og standa enn. Hann segir rannsóknir sýna að Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn taki helst atkvæði frá hvor öðrum. Innlent 21.11.2024 16:08 Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna sjálfstætt starfandi leikskóla hækkar um 290 milljónir króna á ári með nýjum samningi sem hefur verið samþykktur. Samningurinn felur meðal annars í sér að sjálfstæðu leikskólarnir tengist inn í leikskólakerfi borgarinnar. Innlent 21.11.2024 15:59 Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, ætlar að breyta reglum þingsins svo transkonur megi ekki nota kvennaklósett og skiptiklefa í þinghúsinu. Er það skömmu áður en fyrsta trans þingkonan tekur embætti. Erlent 21.11.2024 15:54 Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Borgarstjóri og rektor Háskóla Íslands skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu sem felur í sér uppbyggingu fullburða vísindaseturs opnu almenningi í Háskólabíói. Innlent 21.11.2024 15:54 Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Ekki er útlit fyrir að Bláa lóninu sé ógnað af hrauninu sem runnið hefur í átt að lóninu og þakið bílaplan þess. Sviðsstjóri Almannavarna segir vinnu við varnargarða ganga vel. Innlent 21.11.2024 15:33 Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í Þorlákshöfn hefur ritað grein þar sem hún finnur fyrirhugaðri mölunarverksmiðju Heidelberg í nágrenni landeldisstöðva í Ölfusi flest til foráttu. Innlent 21.11.2024 15:20 Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Stjörnufræðingum hefur í fyrsta sinn tekist að ná nærmynd af stjörnu fyrir utan Vetrarbrautina okkar. Stjarnan er í um 160.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni og er á leiðinni að verða að sprengistjörnu. Erlent 21.11.2024 15:06 Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Landssamband eldri borgara heldur í dag kosningafund með frambjóðendum allra flokka sem bjóða fram á landsvísu. Fundurinn hefst klukkan 16 og lýkur klukkan 18. Innlent 21.11.2024 15:01 Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar Félagsfólk Kennarasambands Íslands í Egilsstaðaskóla, Grundaskóla á Akranesi, Engjaskóla í Reykjavík og Lindaskóla í Kópavogi hefur samþykkt boðun verkfalls í janúar næstkomandi. Yfirgnæfandi meirihluti kennara var hlynntur verkföllum. Innlent 21.11.2024 15:01 „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Formaður Miðflokksins hafnar því að sér hafi verið vísað út úr Verkmenntaskólanum á Akureyri í gær. Aðstoðarskólastjóri VMA staðfestir frásögn skólastjórans, um að hún hafi vísað fulltrúum flokksins út úr skólanum eftir að formaðurinn krotaði á varning annarra flokka. Sigmundur heldur fast við sína frásögn og kannast ekki við að hafa verið vísað úr skólanum. Innlent 21.11.2024 14:11 Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Ferðamenn sem komust óáreittir mjög nálægt gosstöðvunum, vegna þess að það gleymdist að segja það vera töfrum líkast að sjá eldgos í slíku návígi. Einn ferðamannanna segist hafa brostið í grát. Innlent 21.11.2024 13:54 Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Heilbrigðisfyrirtækið Intuens er farið að bjóða aftur upp á heilskimanir, sem nú eru kallaðar „heilskoðanir“. Heilbrigðisráðuneytið felldi úr gildi ákvörðun landlæknisembættisins um að banna starfsemina. Innlent 21.11.2024 13:41 Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu segir varnargarða umhverfis baðlónið vinsæla verja alla starfsemi félagsins. Hraun hefur náð bílastæði lónsins sem er utan varnargarða. Innlent 21.11.2024 12:40 Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Karlmaður hefur verið dæmdur til skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir kynferðislega áreitni gagnvart konu á salerni skemmtistaðar á Suðurlandi árið 2022. Innlent 21.11.2024 12:22 Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag hefur gefið út handtökuskipanir á hendur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísrael, og gegn Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri og tveimur öðrum leiðtogum Hamas-samtakanna sem er dánir. Erlent 21.11.2024 12:13 Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Rúmlega fimmtug hjón eru ekki vitund hrædd við eldgosið og gistu heima hjá sér í Grindavík í nótt þrátt fyrir rýmingu. Þau segjast ekki vera neinir þverhausar, bara fólk með sjálfstæða hugsun sem vill verja rétt sinn til að vera heima hjá sér. Innlent 21.11.2024 12:09 „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Rafmagni var komið aftur á í Grindavík í morgun eftir að hafa dottið út þegar Svartsengislína sló út. Hraun rennur yfir Njarðvíkuræð en forstjóri HS Orku bindur miklar vonir við að varnir haldi. Innlent 21.11.2024 12:00 Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Samfylkingin bætir við sig tæpum þremur prósentustigum á einni viku samkvæmt nýrri viðhorfskönnun Maskínu. Viðreisn og Sjálfstæðisflokkur bæta hvor um sig við sig einu prósentustigi. Sósíalistar tapa fylgi en haldast inni á þingi. Innlent 21.11.2024 12:00 Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum minnir á að svæði sunnan Voga og Reykjanesbrautar er talið mengað af sprengjum, bæði virkum og óvirkum. Tilefnið er umferð ferðamanna um svæðið vegna eldgossins sem hófst í gærkvöldi. Innlent 21.11.2024 11:52 Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Áströlsk unglingsstúlka er fjórða ungmennið sem lætur lífið af völdum tréspíra í Laos. Tvær danskar konur á þrítugsaldri létust eftir að hafa drukkið áfengi sem var mengað tréspíra í vikunni. Erlent 21.11.2024 11:36 Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Í hádegisfréttum fjöllum við um glænýja könnun Maskínu um fylgi flokkanna fyrir komandi Alþingiskosningar. Innlent 21.11.2024 11:28 Gandri fær grænt ljós Brettingur hefur fengið grænt ljós sem eiginnafn hjá mannanafnanefnd en ekki sem millinafn. Nú má líka heita Gandri. Innlent 21.11.2024 10:59 Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Hraun náði Grindavíkurvegi upp úr klukkan hálf fimm í nótt. Myndir sem ljósmyndari Vísis tók á vettvangi í morgun sýna vel eyðilegginguna sem hrauntungurnar hafa í för með sér. Innlent 21.11.2024 10:53 Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið svokallaðri ICBM eldflaug að Dnipro-borg í Úkraínu í nótt. Sé það rétt er það í fyrsta sinn sem Rússar beita slíku vopni en slíkar skotflaugar geta borið kjarnorkuvopn nánast hvert sem er í heiminum en þessi eldflaug er sögð hafa borið hefðbundna sprengjuodda. Erlent 21.11.2024 10:52 Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum er ómarkviss, margar aðgerðanna eru ófjármagnaðar og ávinningur þeirra hefur ekki verið metinn, að dómi Loftslagsráðs. Árangursmat áætlunarinnar eru einnig sagt afar bjartsýnt af þessum sökum. Innlent 21.11.2024 10:39 Borgarísjaki en enginn björn Landhelgisgæslan varar sjófarendur við borgarísjaka vestur af Vestfjörðum. Ekki sást til hvítabjarnar við eftirlitsflug þyrlu gæslunnar í gær. Innlent 21.11.2024 10:37 Svartsengi keyrt á varaafli Orkuveruð í Svartsengi er nú keyrt á varaafli, eftir að Svartsengislína fór út. Rafmagnslaust er í Grindavík. HS Orka fylgist grannt með stöðunni á Njarðvíkuræð, sem sér Suðurnesjunum fyrir heitu vatni. Innlent 21.11.2024 10:20 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 … 334 ›
Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Landsréttur hefur staðfest tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir Kristni Eiðssyni og sviptingu á ökuréttindum til hálfs árs vegna manndráps af gáleysi. Honum var gefið að sök að hafa ekið strætisvagni sínum á konu sem hlaut bana af. Innlent 21.11.2024 16:39
Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Jón Ármann Steinsson útgefandi bókarinnar Leitin að Geirfinni segir málið enn í hnút. Hann ætlar að sofa á því yfir helgina hvað sé hægt að gera. Innlent 21.11.2024 16:37
Refsing Jaguars þyngd verulega Jaguar Do, tvítugur karlmaður, hefur verið dæmdur til fimm ára fangelsisvistar í Landsrétti. Hann var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps, með því að stinga mann sem seldi honum „lélegt kókaín“. Innlent 21.11.2024 16:25
Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands mætir í Samtalið með Heimi Má í opinni dagskrá strax að loknum fréttum og Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld.Hann hefur lengst af farið fyrir kosningarannsóknum á Íslandi sem hófust árið 1983 og standa enn. Hann segir rannsóknir sýna að Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn taki helst atkvæði frá hvor öðrum. Innlent 21.11.2024 16:08
Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna sjálfstætt starfandi leikskóla hækkar um 290 milljónir króna á ári með nýjum samningi sem hefur verið samþykktur. Samningurinn felur meðal annars í sér að sjálfstæðu leikskólarnir tengist inn í leikskólakerfi borgarinnar. Innlent 21.11.2024 15:59
Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, ætlar að breyta reglum þingsins svo transkonur megi ekki nota kvennaklósett og skiptiklefa í þinghúsinu. Er það skömmu áður en fyrsta trans þingkonan tekur embætti. Erlent 21.11.2024 15:54
Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Borgarstjóri og rektor Háskóla Íslands skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu sem felur í sér uppbyggingu fullburða vísindaseturs opnu almenningi í Háskólabíói. Innlent 21.11.2024 15:54
Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Ekki er útlit fyrir að Bláa lóninu sé ógnað af hrauninu sem runnið hefur í átt að lóninu og þakið bílaplan þess. Sviðsstjóri Almannavarna segir vinnu við varnargarða ganga vel. Innlent 21.11.2024 15:33
Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í Þorlákshöfn hefur ritað grein þar sem hún finnur fyrirhugaðri mölunarverksmiðju Heidelberg í nágrenni landeldisstöðva í Ölfusi flest til foráttu. Innlent 21.11.2024 15:20
Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Stjörnufræðingum hefur í fyrsta sinn tekist að ná nærmynd af stjörnu fyrir utan Vetrarbrautina okkar. Stjarnan er í um 160.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni og er á leiðinni að verða að sprengistjörnu. Erlent 21.11.2024 15:06
Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Landssamband eldri borgara heldur í dag kosningafund með frambjóðendum allra flokka sem bjóða fram á landsvísu. Fundurinn hefst klukkan 16 og lýkur klukkan 18. Innlent 21.11.2024 15:01
Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar Félagsfólk Kennarasambands Íslands í Egilsstaðaskóla, Grundaskóla á Akranesi, Engjaskóla í Reykjavík og Lindaskóla í Kópavogi hefur samþykkt boðun verkfalls í janúar næstkomandi. Yfirgnæfandi meirihluti kennara var hlynntur verkföllum. Innlent 21.11.2024 15:01
„Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Formaður Miðflokksins hafnar því að sér hafi verið vísað út úr Verkmenntaskólanum á Akureyri í gær. Aðstoðarskólastjóri VMA staðfestir frásögn skólastjórans, um að hún hafi vísað fulltrúum flokksins út úr skólanum eftir að formaðurinn krotaði á varning annarra flokka. Sigmundur heldur fast við sína frásögn og kannast ekki við að hafa verið vísað úr skólanum. Innlent 21.11.2024 14:11
Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Ferðamenn sem komust óáreittir mjög nálægt gosstöðvunum, vegna þess að það gleymdist að segja það vera töfrum líkast að sjá eldgos í slíku návígi. Einn ferðamannanna segist hafa brostið í grát. Innlent 21.11.2024 13:54
Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Heilbrigðisfyrirtækið Intuens er farið að bjóða aftur upp á heilskimanir, sem nú eru kallaðar „heilskoðanir“. Heilbrigðisráðuneytið felldi úr gildi ákvörðun landlæknisembættisins um að banna starfsemina. Innlent 21.11.2024 13:41
Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu segir varnargarða umhverfis baðlónið vinsæla verja alla starfsemi félagsins. Hraun hefur náð bílastæði lónsins sem er utan varnargarða. Innlent 21.11.2024 12:40
Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Karlmaður hefur verið dæmdur til skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir kynferðislega áreitni gagnvart konu á salerni skemmtistaðar á Suðurlandi árið 2022. Innlent 21.11.2024 12:22
Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag hefur gefið út handtökuskipanir á hendur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísrael, og gegn Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri og tveimur öðrum leiðtogum Hamas-samtakanna sem er dánir. Erlent 21.11.2024 12:13
Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Rúmlega fimmtug hjón eru ekki vitund hrædd við eldgosið og gistu heima hjá sér í Grindavík í nótt þrátt fyrir rýmingu. Þau segjast ekki vera neinir þverhausar, bara fólk með sjálfstæða hugsun sem vill verja rétt sinn til að vera heima hjá sér. Innlent 21.11.2024 12:09
„Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Rafmagni var komið aftur á í Grindavík í morgun eftir að hafa dottið út þegar Svartsengislína sló út. Hraun rennur yfir Njarðvíkuræð en forstjóri HS Orku bindur miklar vonir við að varnir haldi. Innlent 21.11.2024 12:00
Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Samfylkingin bætir við sig tæpum þremur prósentustigum á einni viku samkvæmt nýrri viðhorfskönnun Maskínu. Viðreisn og Sjálfstæðisflokkur bæta hvor um sig við sig einu prósentustigi. Sósíalistar tapa fylgi en haldast inni á þingi. Innlent 21.11.2024 12:00
Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum minnir á að svæði sunnan Voga og Reykjanesbrautar er talið mengað af sprengjum, bæði virkum og óvirkum. Tilefnið er umferð ferðamanna um svæðið vegna eldgossins sem hófst í gærkvöldi. Innlent 21.11.2024 11:52
Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Áströlsk unglingsstúlka er fjórða ungmennið sem lætur lífið af völdum tréspíra í Laos. Tvær danskar konur á þrítugsaldri létust eftir að hafa drukkið áfengi sem var mengað tréspíra í vikunni. Erlent 21.11.2024 11:36
Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Í hádegisfréttum fjöllum við um glænýja könnun Maskínu um fylgi flokkanna fyrir komandi Alþingiskosningar. Innlent 21.11.2024 11:28
Gandri fær grænt ljós Brettingur hefur fengið grænt ljós sem eiginnafn hjá mannanafnanefnd en ekki sem millinafn. Nú má líka heita Gandri. Innlent 21.11.2024 10:59
Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Hraun náði Grindavíkurvegi upp úr klukkan hálf fimm í nótt. Myndir sem ljósmyndari Vísis tók á vettvangi í morgun sýna vel eyðilegginguna sem hrauntungurnar hafa í för með sér. Innlent 21.11.2024 10:53
Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið svokallaðri ICBM eldflaug að Dnipro-borg í Úkraínu í nótt. Sé það rétt er það í fyrsta sinn sem Rússar beita slíku vopni en slíkar skotflaugar geta borið kjarnorkuvopn nánast hvert sem er í heiminum en þessi eldflaug er sögð hafa borið hefðbundna sprengjuodda. Erlent 21.11.2024 10:52
Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum er ómarkviss, margar aðgerðanna eru ófjármagnaðar og ávinningur þeirra hefur ekki verið metinn, að dómi Loftslagsráðs. Árangursmat áætlunarinnar eru einnig sagt afar bjartsýnt af þessum sökum. Innlent 21.11.2024 10:39
Borgarísjaki en enginn björn Landhelgisgæslan varar sjófarendur við borgarísjaka vestur af Vestfjörðum. Ekki sást til hvítabjarnar við eftirlitsflug þyrlu gæslunnar í gær. Innlent 21.11.2024 10:37
Svartsengi keyrt á varaafli Orkuveruð í Svartsengi er nú keyrt á varaafli, eftir að Svartsengislína fór út. Rafmagnslaust er í Grindavík. HS Orka fylgist grannt með stöðunni á Njarðvíkuræð, sem sér Suðurnesjunum fyrir heitu vatni. Innlent 21.11.2024 10:20