Fréttir Bein útsending: Ávarp fráfarandi formanns Vinstri grænna Landsfundur Vinstri grænna hefst seinnipartinn í dag og stendur yfir alla helgina. Formleg fundarsetning verður samkvæmt dagskrá klukkan 16:20 og klukkan 17:00 heldur Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fráfarandi formaður VG, ræðu. Sýnt verður frá ræðunni í beinni hér á Vísi. Innlent 4.10.2024 16:11 Nágrannaerjur í Kópavogi: Ekki sýnt fram á að ákveðin tré valdi verulegum óþægindum Trjálundur í Hjallahverfinu í Kópavogi er uppspretta nágrannaerja sem hafa verið teknar fyrir á tveimur dómstigum. Landsréttur felldi dóm í málinu í gær og gerir konu, sem býr í einbýlishúsi í hverfinu, að klippa trjágróður við lóðarmörk nágranna hennar, sem búa í nærliggjandi parhúsi. Innlent 4.10.2024 15:44 Versnandi ástand í Pokrovsk Rússar gera ítrekaðar árásir á bæinn Pokrovsk í austurhluta Úkraínu og eru helstu innviðir bæjarins, þar sem um þrettán þúsund manns búa, ónýtir. Hersveitir Rússa eru um sjö kílómetra frá bænum, sem er mikilvæg birgðamiðstöð fyrir úkraínska herinn og óbreytta borgara í Dónetsk-héraði. Erlent 4.10.2024 15:12 Segir valsað um sjúkraskrána eins og á rölti um Kringluna Lögmaður flugmanns sem kvartaði til Persónuverndar vegna aðgangs Samgöngustofu að sjúkraskrá hans segir stofnunina fara með rangt mál um hverjir höfðu aðgang að gögnunum. Flugmaðurinn missti starfsleyfi sitt á grundvelli upplýsinga úr sjúkraskránni sem lögmaðurinn segir hafa verið teknar úr samhengi. Innlent 4.10.2024 15:02 Ábendingarnar verði teknar alvarlega Frumkvæðisathugun Persónuverndar var viðbúin að sögn forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem segir að ábendingar nefndarinnar verði teknar alvarlega. Þegar sé hafin vinna við að safna saman upplýsingum fyrir nefndina. Innlent 4.10.2024 13:43 Hætta rannsókn á mútumálinu á Selfossi Héraðssaksóknari hefur hætt rannsókn á meintu mútubroti þar sem einn eigenda Sigtúns þróunarfélags var sakaður um að hafa boðið kjörnum bæjarfulltrúa í Árborg fjárhagslega aðstoð í næstu kosningum gegn því að hann myndi stuðla að því að sveitarfélagið félli frá kaupum á húsi Landsbankans á Selfossi árið 2020. Innlent 4.10.2024 13:09 Þrettán fengið samtals 512 eldri orlofsdaga greidda við starfslok Þrettán embættismenn Reykjavíkurborgar sem létu af störfum frá 2014 og til dagsins í dag fengu allir greitt eldra ótekið orlof við starfslok, allt að 824 orlofsstundir eða 103 daga. Innlent 4.10.2024 12:50 Ökumanns hvítrar Teslu enn leitað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn ökumanna tveggja bíla í tengslum við rannsókn á banaslysi á Sæbraut í Reykjavík aðfaranótt sunnudagsins 29. september. Annar ók hvítri Teslu en hinn ljósri smárútu. Innlent 4.10.2024 12:50 Starfsfólk Ítalíu vill bíl Eflingar burt Starfsfólk Ítalíu mætti á skrifstofur Eflingar við Guðrúnartún nú rétt fyrir hádegi, til þess að krefjast þess að fulltrúar stéttarfélagsins hættu að leggja sendiferðabíl fyrir utan veitingastaðinn. Á bílinn hafa verið sett skilaboð um að viðskipti við Ítalíu séu fjármögnun launaþjófnaðar, vinnuréttarbrota og skattsvika. Innlent 4.10.2024 12:46 „Hönnun er í raun og veru allt í kringum okkur“ Hönnunarþing, hátíð hönnunar og nýsköpunar, fer fram á Húsavík í dag og á morgun. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá en forvígismaður hátíðarinnar segir hönnun vera allt í kringum okkur á hverjum degi og að hátíðin eigi því erindi við alla. Innlent 4.10.2024 12:42 Trump sagði Pence að hann yrði fyrirlitinn og talinn heimskur Nokkrum dögum áður en stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020 og hótuðu meðal annars að hengja Mike Pence, varaforseta, sagði Donald Trump, forseti, Pence að hann yrði „fyrirlitinn“ og talinn „heimskur“ ef hann stöðvaði ekki áðurnefnda staðfestingu. Pence hafði aldrei vald til að gera það en Trump þrýsti ítrekað á hann. Erlent 4.10.2024 12:24 Rjúpnaveiðitímabilið 25 til 58 dagar eftir svæðum Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur staðfest tillögur Umhverfisstofnunar um fyrirkomulag rjúpnaveiða árið 2024. Innlent 4.10.2024 11:48 Vill hætta við nýja brú yfir Ölfusá og spara milljarða króna Bæjarstjóri í Ölfusi leggur til að hætt verði við byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusár. Hann leggur til að vegur um Þrengsli verði bættur og Eyrarbakkavegur sveigður suður fyrir Selfoss. Þannig sparist milljarðar króna. Innlent 4.10.2024 11:22 Níu ára stúlka sem féll niður loftræstistokk á rétt á skaðabótum Barnung stúlka féll niður loftræstistokk við Þverholt í Mosfellsbæ árið 2015 og hlaut skaða af. Landsréttur staðfesti í gær dóm héraðsdóms um að eigandi fasteignarinnar þar sem slysið átti sér stað bæri skaðabótaábyrgð á slysinu. Innlent 4.10.2024 11:00 Gerðu árás á landamærastöð þar sem tugir þúsunda hafa flúið Ísraelar vörpuðu í morgun sprengjum á landamærastöð milli Líbanon og Sýrlands. Tugir þúsunda hafa flúið yfir landamærin þar á undanförnum dögum en yfirvöld í Líbanon segja um 1,2 milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín. Erlent 4.10.2024 11:00 Obama leggur land undir fót fyrir Harris í næstu viku Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, verður á faraldsfæti í barátturíkjunum í næstu viku til að hvetja fólk til að kjósa Kamölu Harris í forsetakosningunum í nóvember. Erlent 4.10.2024 10:31 „Laxaastmi“ tekinn alvarlega fyrir vestan Framkvæmdastjóri laxavinnslu hjá Arctic Fish í Bolungarvík segir öndunarfærasjúkdóma líkt og „laxaastma“ vera raunverulegt vandamál í sjávarútvegi sem forsvarsmenn fyrirtækisins taki alvarlega. Hann segir að í sláturhúsi fyrirtækisins sé heilsa og vellíðan starfsmanna í fyrirrúmi. Innlent 4.10.2024 10:31 Sýknaðir af alvarlegustu ákærunum vegna dauða Nichols Þrír fyrrverandi lögregluþjónar í Memphis í Bandaríkjunum voru sýknaðir af alvarlegustu ákærunum vegna dauða Tyre Nichols. Þeir voru þó sakfelldir fyrir að hafa áhrif á vitni í málinu og einn þeirra var sakfelldur fyrir að brjóta á réttindum Nichols. Erlent 4.10.2024 10:07 Hvaldímír drapst af völdum bakteríusýkingar Mjaldurinn Hvaldímír drapst í kjölfar bakteríusýkingar sem hann fékk vegna sárs í munni eftir prik sem sat fast. Það sýna niðurstöður krufningar. Greint er frá þessu á vef norska ríkisútvarpsins, NRK. Engar byssukúlur fundust í mjaldrinum við skoðun. 35 sentímetra langt og þriggja sentímetra breitt prik var fast í munni mjaldursins og er talið að prikið hafi valdið sýkingu sem svo leiddi til dauða hans. Erlent 4.10.2024 09:03 Loftmyndir opna nýtt og einstakt þrívíddarkort af Íslandi „Við erum mjög stolt af þessu. Þetta er nýtt í þessum þrönga geira sem kortabransinn er,“ segir Karl Arnar Arnarson, framkvæmdastjóri Loftmynda ehf., um nýtt þrívíddarkort af Íslandi. Innlent 4.10.2024 08:04 Stormur við suðausturströndina Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustlægri átt í dag þar sem víða verður strekkingur en gengur í hvassviðri eða storm við suðausturströndina. Búið er að gefa út gula viðvörun fyrir Suðausturland. Veður 4.10.2024 07:16 Býst við þremur áminningum til og hjólar í lögmannanefnd Hæstaréttarlögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson býst við því að Úrskurðarnefnd lögmanna muni áminna hann nokkrum sinnum fljótlega. Hann svarar nefndinni fullum hálsi og sakar hana um að gæta hagsmuna útvaldra lögmanna, eða „fínilögmanna“ eins og hann kallar þá. Innlent 4.10.2024 07:09 Bandarískir kaþólikkar efndu til mótmæla við Páfagarð Efnt var til mótmæla við Páfagarð í gær þar sem mótmælendur breiddu meðal annars úr fimmtán metra löngu bútasaumsteppi með sögum kaþólskra kvenna sem hafa gengist undir þungunarrof. Fréttir 4.10.2024 07:07 List í anda frægustu orða Vigdísar og allar slaufurnar á sama stað „Listin á bolunum tengist brjóstakrabbameini. Þau máttu vinna annað hvort í kringum svarið hennar Vigdísar við spurningu frá þessum greyið blaðamanni sem spurði hana þessari fáránlegu spurningu, hvort það myndi há henni í starfi að vera bara með eitt brjóst? Hún var þá fljót til svara og sagði: „Það stóð nú aldrei til að hafa íslensku þjóðina á brjósti.“ Þau vinna í kringum þessa setningu eða í anda Bleiku slaufunnar.“ Innlent 4.10.2024 07:02 21 árs konu bjargað á Gasa tíu árum eftir að henni var rænt Kona af ættbálki Jasída, sem liðsmenn Ríkis íslam rændu fyrir tíu árum í Írak, þegar konan var aðeins 11 ára gömul, hefur verið bjargað úr prísund sinni á Gasa. Erlent 4.10.2024 06:42 Stilltu til friðar í slagsmálum fyrir utan skemmtistað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stillti til friðar þegar slagsmál komu upp fyrir utan skemmtistað í Seljahverfi í gærkvöldi eða nótt. Upplýsingar voru teknar um þátttakendur en enginn handtekinn. Innlent 4.10.2024 06:18 Arftaki Nasrallah sagður drepinn í árás Ísraela Hachem Safieddine, sem búist var við að tæki við sem leiðtogi Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna, er sagður hafa fallið í eldflaugaáraás í úthverfi Beirút, höfuðborgar Líbanon. Erlent 4.10.2024 00:12 Lögmaður eiginkonunnar fyrrverandi segir lögreglu ljúga Lögmaður fyrrverandi eiginkonu Páls Steingrímssonar skipstjóra, sem var til rannsóknar grunuð um að hafa byrlað Páli, afritað upplýsingar á síma hans og dreift kynferðislegu efni, segir lögreglu hreinlega ljúga í Facebook-færslu um málið. Hann kallar eftir opinberri rannsókn á vinnubrögðum lögreglu í málinu. Innlent 3.10.2024 22:57 Vísar orðum Jóns um nýja Ölfusárbrú á bug Framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni vísar gagnrýni fyrrverandi Samgönguráðherra á fyrirhugaða Ölfusársbrú á bug, og segir Vegagerðina í stellingum til að hefja verkið. Boltinn sé nú hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Innlent 3.10.2024 22:07 Þrír í haldi í fíkniefnamáli Þrír voru í dag úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald í héraðsdómi Reykjavíkur, grunaðir um aðild að fíkniefnamáli sem lögregla hefur til rannsóknar. Innlent 3.10.2024 21:56 « ‹ 67 68 69 70 71 72 73 74 75 … 334 ›
Bein útsending: Ávarp fráfarandi formanns Vinstri grænna Landsfundur Vinstri grænna hefst seinnipartinn í dag og stendur yfir alla helgina. Formleg fundarsetning verður samkvæmt dagskrá klukkan 16:20 og klukkan 17:00 heldur Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fráfarandi formaður VG, ræðu. Sýnt verður frá ræðunni í beinni hér á Vísi. Innlent 4.10.2024 16:11
Nágrannaerjur í Kópavogi: Ekki sýnt fram á að ákveðin tré valdi verulegum óþægindum Trjálundur í Hjallahverfinu í Kópavogi er uppspretta nágrannaerja sem hafa verið teknar fyrir á tveimur dómstigum. Landsréttur felldi dóm í málinu í gær og gerir konu, sem býr í einbýlishúsi í hverfinu, að klippa trjágróður við lóðarmörk nágranna hennar, sem búa í nærliggjandi parhúsi. Innlent 4.10.2024 15:44
Versnandi ástand í Pokrovsk Rússar gera ítrekaðar árásir á bæinn Pokrovsk í austurhluta Úkraínu og eru helstu innviðir bæjarins, þar sem um þrettán þúsund manns búa, ónýtir. Hersveitir Rússa eru um sjö kílómetra frá bænum, sem er mikilvæg birgðamiðstöð fyrir úkraínska herinn og óbreytta borgara í Dónetsk-héraði. Erlent 4.10.2024 15:12
Segir valsað um sjúkraskrána eins og á rölti um Kringluna Lögmaður flugmanns sem kvartaði til Persónuverndar vegna aðgangs Samgöngustofu að sjúkraskrá hans segir stofnunina fara með rangt mál um hverjir höfðu aðgang að gögnunum. Flugmaðurinn missti starfsleyfi sitt á grundvelli upplýsinga úr sjúkraskránni sem lögmaðurinn segir hafa verið teknar úr samhengi. Innlent 4.10.2024 15:02
Ábendingarnar verði teknar alvarlega Frumkvæðisathugun Persónuverndar var viðbúin að sögn forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem segir að ábendingar nefndarinnar verði teknar alvarlega. Þegar sé hafin vinna við að safna saman upplýsingum fyrir nefndina. Innlent 4.10.2024 13:43
Hætta rannsókn á mútumálinu á Selfossi Héraðssaksóknari hefur hætt rannsókn á meintu mútubroti þar sem einn eigenda Sigtúns þróunarfélags var sakaður um að hafa boðið kjörnum bæjarfulltrúa í Árborg fjárhagslega aðstoð í næstu kosningum gegn því að hann myndi stuðla að því að sveitarfélagið félli frá kaupum á húsi Landsbankans á Selfossi árið 2020. Innlent 4.10.2024 13:09
Þrettán fengið samtals 512 eldri orlofsdaga greidda við starfslok Þrettán embættismenn Reykjavíkurborgar sem létu af störfum frá 2014 og til dagsins í dag fengu allir greitt eldra ótekið orlof við starfslok, allt að 824 orlofsstundir eða 103 daga. Innlent 4.10.2024 12:50
Ökumanns hvítrar Teslu enn leitað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn ökumanna tveggja bíla í tengslum við rannsókn á banaslysi á Sæbraut í Reykjavík aðfaranótt sunnudagsins 29. september. Annar ók hvítri Teslu en hinn ljósri smárútu. Innlent 4.10.2024 12:50
Starfsfólk Ítalíu vill bíl Eflingar burt Starfsfólk Ítalíu mætti á skrifstofur Eflingar við Guðrúnartún nú rétt fyrir hádegi, til þess að krefjast þess að fulltrúar stéttarfélagsins hættu að leggja sendiferðabíl fyrir utan veitingastaðinn. Á bílinn hafa verið sett skilaboð um að viðskipti við Ítalíu séu fjármögnun launaþjófnaðar, vinnuréttarbrota og skattsvika. Innlent 4.10.2024 12:46
„Hönnun er í raun og veru allt í kringum okkur“ Hönnunarþing, hátíð hönnunar og nýsköpunar, fer fram á Húsavík í dag og á morgun. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá en forvígismaður hátíðarinnar segir hönnun vera allt í kringum okkur á hverjum degi og að hátíðin eigi því erindi við alla. Innlent 4.10.2024 12:42
Trump sagði Pence að hann yrði fyrirlitinn og talinn heimskur Nokkrum dögum áður en stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020 og hótuðu meðal annars að hengja Mike Pence, varaforseta, sagði Donald Trump, forseti, Pence að hann yrði „fyrirlitinn“ og talinn „heimskur“ ef hann stöðvaði ekki áðurnefnda staðfestingu. Pence hafði aldrei vald til að gera það en Trump þrýsti ítrekað á hann. Erlent 4.10.2024 12:24
Rjúpnaveiðitímabilið 25 til 58 dagar eftir svæðum Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur staðfest tillögur Umhverfisstofnunar um fyrirkomulag rjúpnaveiða árið 2024. Innlent 4.10.2024 11:48
Vill hætta við nýja brú yfir Ölfusá og spara milljarða króna Bæjarstjóri í Ölfusi leggur til að hætt verði við byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusár. Hann leggur til að vegur um Þrengsli verði bættur og Eyrarbakkavegur sveigður suður fyrir Selfoss. Þannig sparist milljarðar króna. Innlent 4.10.2024 11:22
Níu ára stúlka sem féll niður loftræstistokk á rétt á skaðabótum Barnung stúlka féll niður loftræstistokk við Þverholt í Mosfellsbæ árið 2015 og hlaut skaða af. Landsréttur staðfesti í gær dóm héraðsdóms um að eigandi fasteignarinnar þar sem slysið átti sér stað bæri skaðabótaábyrgð á slysinu. Innlent 4.10.2024 11:00
Gerðu árás á landamærastöð þar sem tugir þúsunda hafa flúið Ísraelar vörpuðu í morgun sprengjum á landamærastöð milli Líbanon og Sýrlands. Tugir þúsunda hafa flúið yfir landamærin þar á undanförnum dögum en yfirvöld í Líbanon segja um 1,2 milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín. Erlent 4.10.2024 11:00
Obama leggur land undir fót fyrir Harris í næstu viku Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, verður á faraldsfæti í barátturíkjunum í næstu viku til að hvetja fólk til að kjósa Kamölu Harris í forsetakosningunum í nóvember. Erlent 4.10.2024 10:31
„Laxaastmi“ tekinn alvarlega fyrir vestan Framkvæmdastjóri laxavinnslu hjá Arctic Fish í Bolungarvík segir öndunarfærasjúkdóma líkt og „laxaastma“ vera raunverulegt vandamál í sjávarútvegi sem forsvarsmenn fyrirtækisins taki alvarlega. Hann segir að í sláturhúsi fyrirtækisins sé heilsa og vellíðan starfsmanna í fyrirrúmi. Innlent 4.10.2024 10:31
Sýknaðir af alvarlegustu ákærunum vegna dauða Nichols Þrír fyrrverandi lögregluþjónar í Memphis í Bandaríkjunum voru sýknaðir af alvarlegustu ákærunum vegna dauða Tyre Nichols. Þeir voru þó sakfelldir fyrir að hafa áhrif á vitni í málinu og einn þeirra var sakfelldur fyrir að brjóta á réttindum Nichols. Erlent 4.10.2024 10:07
Hvaldímír drapst af völdum bakteríusýkingar Mjaldurinn Hvaldímír drapst í kjölfar bakteríusýkingar sem hann fékk vegna sárs í munni eftir prik sem sat fast. Það sýna niðurstöður krufningar. Greint er frá þessu á vef norska ríkisútvarpsins, NRK. Engar byssukúlur fundust í mjaldrinum við skoðun. 35 sentímetra langt og þriggja sentímetra breitt prik var fast í munni mjaldursins og er talið að prikið hafi valdið sýkingu sem svo leiddi til dauða hans. Erlent 4.10.2024 09:03
Loftmyndir opna nýtt og einstakt þrívíddarkort af Íslandi „Við erum mjög stolt af þessu. Þetta er nýtt í þessum þrönga geira sem kortabransinn er,“ segir Karl Arnar Arnarson, framkvæmdastjóri Loftmynda ehf., um nýtt þrívíddarkort af Íslandi. Innlent 4.10.2024 08:04
Stormur við suðausturströndina Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustlægri átt í dag þar sem víða verður strekkingur en gengur í hvassviðri eða storm við suðausturströndina. Búið er að gefa út gula viðvörun fyrir Suðausturland. Veður 4.10.2024 07:16
Býst við þremur áminningum til og hjólar í lögmannanefnd Hæstaréttarlögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson býst við því að Úrskurðarnefnd lögmanna muni áminna hann nokkrum sinnum fljótlega. Hann svarar nefndinni fullum hálsi og sakar hana um að gæta hagsmuna útvaldra lögmanna, eða „fínilögmanna“ eins og hann kallar þá. Innlent 4.10.2024 07:09
Bandarískir kaþólikkar efndu til mótmæla við Páfagarð Efnt var til mótmæla við Páfagarð í gær þar sem mótmælendur breiddu meðal annars úr fimmtán metra löngu bútasaumsteppi með sögum kaþólskra kvenna sem hafa gengist undir þungunarrof. Fréttir 4.10.2024 07:07
List í anda frægustu orða Vigdísar og allar slaufurnar á sama stað „Listin á bolunum tengist brjóstakrabbameini. Þau máttu vinna annað hvort í kringum svarið hennar Vigdísar við spurningu frá þessum greyið blaðamanni sem spurði hana þessari fáránlegu spurningu, hvort það myndi há henni í starfi að vera bara með eitt brjóst? Hún var þá fljót til svara og sagði: „Það stóð nú aldrei til að hafa íslensku þjóðina á brjósti.“ Þau vinna í kringum þessa setningu eða í anda Bleiku slaufunnar.“ Innlent 4.10.2024 07:02
21 árs konu bjargað á Gasa tíu árum eftir að henni var rænt Kona af ættbálki Jasída, sem liðsmenn Ríkis íslam rændu fyrir tíu árum í Írak, þegar konan var aðeins 11 ára gömul, hefur verið bjargað úr prísund sinni á Gasa. Erlent 4.10.2024 06:42
Stilltu til friðar í slagsmálum fyrir utan skemmtistað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stillti til friðar þegar slagsmál komu upp fyrir utan skemmtistað í Seljahverfi í gærkvöldi eða nótt. Upplýsingar voru teknar um þátttakendur en enginn handtekinn. Innlent 4.10.2024 06:18
Arftaki Nasrallah sagður drepinn í árás Ísraela Hachem Safieddine, sem búist var við að tæki við sem leiðtogi Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna, er sagður hafa fallið í eldflaugaáraás í úthverfi Beirút, höfuðborgar Líbanon. Erlent 4.10.2024 00:12
Lögmaður eiginkonunnar fyrrverandi segir lögreglu ljúga Lögmaður fyrrverandi eiginkonu Páls Steingrímssonar skipstjóra, sem var til rannsóknar grunuð um að hafa byrlað Páli, afritað upplýsingar á síma hans og dreift kynferðislegu efni, segir lögreglu hreinlega ljúga í Facebook-færslu um málið. Hann kallar eftir opinberri rannsókn á vinnubrögðum lögreglu í málinu. Innlent 3.10.2024 22:57
Vísar orðum Jóns um nýja Ölfusárbrú á bug Framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni vísar gagnrýni fyrrverandi Samgönguráðherra á fyrirhugaða Ölfusársbrú á bug, og segir Vegagerðina í stellingum til að hefja verkið. Boltinn sé nú hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Innlent 3.10.2024 22:07
Þrír í haldi í fíkniefnamáli Þrír voru í dag úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald í héraðsdómi Reykjavíkur, grunaðir um aðild að fíkniefnamáli sem lögregla hefur til rannsóknar. Innlent 3.10.2024 21:56