Gerðu árás á landamærastöð þar sem tugir þúsunda hafa flúið Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2024 11:00 Frá einni af mörgum loftárásum Ísraela í Líbanon í morgun. AP/Baz Ratner Ísraelar vörpuðu í morgun sprengjum á landamærastöð milli Líbanon og Sýrlands. Tugir þúsunda hafa flúið yfir landamærin þar á undanförnum dögum en yfirvöld í Líbanon segja um 1,2 milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín. Sameinuðu þjóðirnar segja nánast öll neyðarskýli í Líbanon vera yfirfull og að ástandið í landinu sé „hörmulegt“. Reuters hefur eftir háttsettum starfsmanni Sameinuðu þjóðanna í Líbanon að fjöldi þeirra sem hefur þurft að flýja heimili sín sé meiri og fjölgun þeirra hraðari en alvarlegustu sviðsmyndir SÞ hafi gert ráð fyrir. Þá sagði hann að Ísraelar væru að valda allt of miklum skaða á borgaralegum innviðum Líbanon, þar sem efnahagsástandið og stand innviða hefur verið slæmt um árabil. Imran Riza sagði einnig að óttinn meðal líbönsku þjóðarinnar væri gífurlega mikill. Áföllin hefðu verið gífurleg. Hann sagði 97 sjúkraflutninga- eða björgunarsveitarmenn hafa fallið í árásum Ísraela. Gerðu einnig árásir á göng Ísraelar héldu því fram í gær að landamærastöðin við Masnaa væri mikið notuð af vígamönnum Hezbollah til að flytja vopn frá Íran inn í Líbanon. Þessi vopn hafa lengi verið flutt í gegnum Sýrland, þar sem Íranar og Hezbollah-liðar eru mjög áhrifamiklir, og hafa Ísraelar um árabil gert loftárásir í Sýrlandi sem beinast hafa gegn þessum hergagnasendingum. Í tilkynningu frá ísraelska hernum segir að einnig hafi verið gerðar árásir á 3,5 kílómetra löng göng sem lágu undir landamæri Líbanon og Sýrlands og að þau hafi einnig verið notuð til að flytja vopn frá Íran inn í landið. Vopnin eru sögð hafa verið flutt af hópi vígamanna sem stýrt var af Mohammed Jaafar Katzir, en hann mun hafa verið felldur í loftárás fyrr í þessari viku. Aðrar landamærastöðvar milli Líbanon og Sýrlands eru enn opnar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ísraelar gerðu umfangsmiklar árásir í Líbanon í gærkvöldi og eru þær sagðar hafa beinst að Hachem Safieddine, sem talið er að myndi taka við af Hassan Nasrallah, sem leiðtogi Hezbollah. Enn sem komið er er óljóst hvort hann hafi verið felldur eða ekki. Sjá einnig: Arftaki Nasrallah sagður drepinn í árás Ísraela Þá sögðu Ísraelar frá því í morgun að Mohammed Skafi, leiðtogi samskiptadeildar Hezbollah, hefði verið felldur í loftárás í Beirút í gær. Hann hafi stýrt samskiptum samtakanna frá árinu 2000 og unnið náið með helstu leiðtogum þeirra. Í enn einni yfirlýsingu sem ísraelski herinn birti í morgun segir að hermenn í sunnanverðu Líbanon hafi orðið varir við það að Hezbollah-liðar hafi yfirgefið varðstöðvar sínar og skilið vopn sín eftir. Þetta þykir til marks um dvínandi baráttuvilja vígamanna sökum þess hve marga leiðtoga samtakanna Ísraelar hafa fellt á undanförnum dögum, vikum og jafnvel mánuðum. Talsmenn hersins segja að níu hermenn hafi fallið í átökum við Hezbollah-liða í gær en að rúmlega hundrað vígamenn hafi verið felldir. ⭕️ 24hr Operational Recap in Southern Lebanon:During precise intelligence-based raids, IDF troops discovered rocket launcher munitions, anti-tank missiles and rockets inside a residential home. Additionally, dozens of weapons—aimed at Israeli territory—were left behind in… pic.twitter.com/yOYSyICz2l— Israel Defense Forces (@IDF) October 4, 2024 Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Íran Hryðjuverkastarfsemi Hernaður Tengdar fréttir Segja íbúum tuttugu og fimm þorpa að flýja Ísraelski herinn sagði íbúum 25 bæja og þorpa í sunnanverðu Líbanon í dag að yfirgefa heimili sín. Byggðirnar eru norður af Litani-á en hún markar svæði sem átti að vera nokkurs konar hlífðarsvæði samkvæmt ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá 2006 og þykir yfirlýsingin til marks um mögulega útvíkkun innrásar Ísraela í Líbanon. 3. október 2024 16:18 Íhuga árásir á olíuvinnslur og kjarnorkustöðvar í Íran Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að hann væri ekki hlynntur því að Ísraelar gerðu loftárásir á kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Ísraelar eru sagðir íhuga slíkar árásir eftir að íranski herinn skaut um tvö hundruð skotflaugum að Ísrael á þriðjudaginn. 3. október 2024 12:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar segja nánast öll neyðarskýli í Líbanon vera yfirfull og að ástandið í landinu sé „hörmulegt“. Reuters hefur eftir háttsettum starfsmanni Sameinuðu þjóðanna í Líbanon að fjöldi þeirra sem hefur þurft að flýja heimili sín sé meiri og fjölgun þeirra hraðari en alvarlegustu sviðsmyndir SÞ hafi gert ráð fyrir. Þá sagði hann að Ísraelar væru að valda allt of miklum skaða á borgaralegum innviðum Líbanon, þar sem efnahagsástandið og stand innviða hefur verið slæmt um árabil. Imran Riza sagði einnig að óttinn meðal líbönsku þjóðarinnar væri gífurlega mikill. Áföllin hefðu verið gífurleg. Hann sagði 97 sjúkraflutninga- eða björgunarsveitarmenn hafa fallið í árásum Ísraela. Gerðu einnig árásir á göng Ísraelar héldu því fram í gær að landamærastöðin við Masnaa væri mikið notuð af vígamönnum Hezbollah til að flytja vopn frá Íran inn í Líbanon. Þessi vopn hafa lengi verið flutt í gegnum Sýrland, þar sem Íranar og Hezbollah-liðar eru mjög áhrifamiklir, og hafa Ísraelar um árabil gert loftárásir í Sýrlandi sem beinast hafa gegn þessum hergagnasendingum. Í tilkynningu frá ísraelska hernum segir að einnig hafi verið gerðar árásir á 3,5 kílómetra löng göng sem lágu undir landamæri Líbanon og Sýrlands og að þau hafi einnig verið notuð til að flytja vopn frá Íran inn í landið. Vopnin eru sögð hafa verið flutt af hópi vígamanna sem stýrt var af Mohammed Jaafar Katzir, en hann mun hafa verið felldur í loftárás fyrr í þessari viku. Aðrar landamærastöðvar milli Líbanon og Sýrlands eru enn opnar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ísraelar gerðu umfangsmiklar árásir í Líbanon í gærkvöldi og eru þær sagðar hafa beinst að Hachem Safieddine, sem talið er að myndi taka við af Hassan Nasrallah, sem leiðtogi Hezbollah. Enn sem komið er er óljóst hvort hann hafi verið felldur eða ekki. Sjá einnig: Arftaki Nasrallah sagður drepinn í árás Ísraela Þá sögðu Ísraelar frá því í morgun að Mohammed Skafi, leiðtogi samskiptadeildar Hezbollah, hefði verið felldur í loftárás í Beirút í gær. Hann hafi stýrt samskiptum samtakanna frá árinu 2000 og unnið náið með helstu leiðtogum þeirra. Í enn einni yfirlýsingu sem ísraelski herinn birti í morgun segir að hermenn í sunnanverðu Líbanon hafi orðið varir við það að Hezbollah-liðar hafi yfirgefið varðstöðvar sínar og skilið vopn sín eftir. Þetta þykir til marks um dvínandi baráttuvilja vígamanna sökum þess hve marga leiðtoga samtakanna Ísraelar hafa fellt á undanförnum dögum, vikum og jafnvel mánuðum. Talsmenn hersins segja að níu hermenn hafi fallið í átökum við Hezbollah-liða í gær en að rúmlega hundrað vígamenn hafi verið felldir. ⭕️ 24hr Operational Recap in Southern Lebanon:During precise intelligence-based raids, IDF troops discovered rocket launcher munitions, anti-tank missiles and rockets inside a residential home. Additionally, dozens of weapons—aimed at Israeli territory—were left behind in… pic.twitter.com/yOYSyICz2l— Israel Defense Forces (@IDF) October 4, 2024
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Íran Hryðjuverkastarfsemi Hernaður Tengdar fréttir Segja íbúum tuttugu og fimm þorpa að flýja Ísraelski herinn sagði íbúum 25 bæja og þorpa í sunnanverðu Líbanon í dag að yfirgefa heimili sín. Byggðirnar eru norður af Litani-á en hún markar svæði sem átti að vera nokkurs konar hlífðarsvæði samkvæmt ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá 2006 og þykir yfirlýsingin til marks um mögulega útvíkkun innrásar Ísraela í Líbanon. 3. október 2024 16:18 Íhuga árásir á olíuvinnslur og kjarnorkustöðvar í Íran Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að hann væri ekki hlynntur því að Ísraelar gerðu loftárásir á kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Ísraelar eru sagðir íhuga slíkar árásir eftir að íranski herinn skaut um tvö hundruð skotflaugum að Ísrael á þriðjudaginn. 3. október 2024 12:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Segja íbúum tuttugu og fimm þorpa að flýja Ísraelski herinn sagði íbúum 25 bæja og þorpa í sunnanverðu Líbanon í dag að yfirgefa heimili sín. Byggðirnar eru norður af Litani-á en hún markar svæði sem átti að vera nokkurs konar hlífðarsvæði samkvæmt ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá 2006 og þykir yfirlýsingin til marks um mögulega útvíkkun innrásar Ísraela í Líbanon. 3. október 2024 16:18
Íhuga árásir á olíuvinnslur og kjarnorkustöðvar í Íran Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að hann væri ekki hlynntur því að Ísraelar gerðu loftárásir á kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Ísraelar eru sagðir íhuga slíkar árásir eftir að íranski herinn skaut um tvö hundruð skotflaugum að Ísrael á þriðjudaginn. 3. október 2024 12:02