Fastir pennar

Umhverfisbætur eða umhverfisvernd?

Umhverfisvernd er kjörorð dagsins. En gengur umhverfisvernd ekki of skammt? Þarf ekki miklu frekar markvissar umhverfisbætur? Á hverjum degi breytist umhverfið, dýra- og plöntutegundir deyja út í frumskógum við Amasón-fljót, um leið og aðrar tegundir verða til þar og annars staðar í tortímandi sköpun náttúrunnar.

Fastir pennar

Á að segja varnarsamningnum upp?

Einn af þingmönnum Samfylkingarinnar beitti sér nýverið fyrir því að gerð var skoðanakönnun um afstöðu þjóðarinnar til uppsagnar varnarsamningsins. Niðurstöðurnar gefa að sönnu tilefni til ítarlegra umræðna um þetta mikilvæga viðfangsefni.

Fastir pennar

Naflaskoðun blaðamanna

Stundum hefur manni sýnst að íslenskir fjölmiðlar séu á góðri leið með að verða sjálfbærir í fréttum. Það er að segja, að einn daginn verði lítið annað skrifað eða sagt í fjölmiðlum en fréttir af öðrum fjölmiðlum og af fólki sem vinnur við fjölmiðla.

Fastir pennar

Ég vil elska mín lönd

"Hvaða þjóðremba er nú þetta?" Þessari spurningu dembdi gamall vinur minn einn yfir mig með svolitlum þjósti, þegar hann heyrði mig vitna með velþóknun í hálfrar aldar gamalt ættjarðarástarkvæði Snorra Hjartarsonar, sem hefst á þessum línum: "Land þjóð og tunga, þrenning sönn og ein, þér var ég gefinn barn á móðurkné; ég lék hjá þér við læk og blóm og stein, þú leiddir mig í orðs þíns háu vé."

Fastir pennar

Fjölmiðlar af einni rót

Frá upphafi fjölmiðlamálsins svokallaða var mér ljóst að það snerist ekki að nokkru einasta leyti um eignarhald á fjölmiðlum. Prósentutölur í því efni skiptu engu máli til eða frá. Það sem málið snerist um var að valdastéttin í landinu taldi sér ógnað með fjörlegri og ágengari fjölmiðlun en hér hafði tíðkast frá því að flokksblöðin liðu undir lok, sællar minningar.

Fastir pennar

St. Kitts og Nevis-eyja yfirlýsingin

Ársfundur Alþjóðahvalveiðiráðsins stendur nú á Sankti Kitts og Nevis-eyjum. Fundurinn hefur samþykkt yfirlýsingu með eins atkvæðis meirihluta þar sem því er lýst yfir að ekki sé lengur þörf á allsherjar hvalveiðibanni. Þetta hafa þótt nokkur tíðindi. En kjarni málsins er hins vegar sá að samþykktin er með öllu gildislaus að þjóðarétti.

Fastir pennar

Umskipti á Austurlandi

Mikil umskipti hafa orðið á Austurlandi á undanförnum misserum og um þessar mundir er æ skýrar að koma í ljós hvaða áhrif stórframkvæmdirnar hafa á þróun og mannlíf þéttbýlisstaðanna eystra. Þar rísa til að mynda margra hæða íbúðahús á mörgum stöðum, ýmis þjónustustarfsemi hefur stóreflst og nýjar opinberar byggingar hafa risið eða eru að rísa.

Fastir pennar

Um eftirlaunaósóma

Ef hægt er að hækka laun þingmanna og ráðherra með lögum, þá er líka hægt að lækka laun þeirra með lögum. Það er ekki flóknara en það. Dragist þetta fram yfir kosningar geta þau sem þá bjóða sig fram haldið því fram að súperkjörin hafi haft áhrif á framboð þeirra og hafa kannski eitthvað til síns máls. Þess vegna skiptir meginmáli að snúa ofan af þessu fyrir kosningar.

Fastir pennar

Níutíu og einu ári síðar

dag, 19. júní, halda Íslendingar upp á þann áfanga sem konur náðu fyrir níutíu og einu ári þegar þær fengu kosningarétt. Þetta var vissulega stór áfangi á leið íslenskra kvenna til jafnréttis. Sá böggull fylgdi þó skammrifi árið 1915 að konur þurftu að vera orðnar 40 ára til þess að mega kjósa til þings og enn þann dag í dag virðist jafnrétti kvenna vera ýmsum skilyrðum háð.

Fastir pennar

Stólar og tjöld

Sat og horfði á Grímuna. Leikhúsfólk að fagna. Og nota tækifærið til að bauna á stjórnvöld. Í einu hléinu var því hvíslað að mér að ef Sjálfstæðis- eða Framsóknarmenn í hópi leikara hefðu nýtt sér kynningarorð og þakkarræður til að punda á stjórnarandstöðuna myndi heyrast orð úr horni. Slíkt yrði ekki liðið.

Fastir pennar

Fegurð fótboltans

Á föstudag var skorað svo fallegt mark á HM að litlar líkur eru á að betur verði gert á þessu móti. Þetta var mark númer tvö í leik Serbíu-Svartfjallalands við Argentínu. Markið kom við ­tutt­ugustu og fjórðu snertingu innan argentíska liðsins þegar Esteban Cambiasso þrumaði boltanum í netið eftir hælsendingu frá félaga sínum, Hernan Crespo. Ótrúleg snilld sem hefur kallað fram gæsahúð um allan heim.

Fastir pennar

Halldór Ásgrímsson

Sumir þingmenn Framsóknarflokksins hafa til dæmis ekki borið gæfu til að styðja stefnu og verk flokksins síns nema endrum og sinnum og þá helst vegna þess að þeir gættu ekki að sér.

Fastir pennar

Eignarhaldsfélagið Exbé

Það getur hent bestu flokka að daga uppi og verða að eignarhaldsfélagi. Á hinn bóginn er það nýjung að flokkur umbreyti sér í eignarhaldsfélag samhliða því að hann heldur stjórnmálastarfi áfram, tekur þátt í kosningum, á fulltrúa á þingi og jafnvel í ríkisstjórn líka. En sú þróun virðist eiga sér stað þessa dagana varðandi Framsóknarflokkinn.

Fastir pennar

17. júní

Það verða nýir fulltrúar sem minnast þjóðhetjunnar Jóns Sigurðssonar í höfuðborginni í dag, þegar nýkjörinn forseti borgarstjórnar leggur blómsveig á leiði hans í kirkjugarðinum við Suðurgötu og nýorðinn forsætisráðherra flytur ávarp við hátíðarhöldin á Austurvelli. Þannig verður það líka víðar á landinu, þar sem nýjir valdhafa hafa tekið við eftir sveitarstjórnarkosningarnar í síðsta mánuði. Allir þessir valdhafar ættu að hafa í huga það sem sagt hefur verið um Jón Sigurðsson sem fæddist á Hrafnseyri við Arnarfjörð fyrir 195 árum, en það er að hann hafi verið alinn upp við iðjusemi, nákvæmni og hirðusemi og kennt að bjarga sér sjálfur.

Fastir pennar

Engir hveitibrauðsdagar

Að sönnu er skiljanlegt að menn vilji standa fast við gefin loforð. En stjórnarflokkarnir lofuðu líka stöðugleika. Farsælla er að hengja sig á það loforð. Við ríkjandi aðstæður væri tilraun til að efna hvort tveggja í einu að berja höfðinu við steininn.

Fastir pennar

13. janúar 1993

Birgir Guðmundsson skrifar

Jón er þannig augljós frambjóðandi í formennsku, þó það séu vitaskuld fleiri sem hafa metnað til forustu og eru ekki beintengdir inn í gömul átök og flokkadrætti. Spurningin er hvort Jón verði ekki sá sem nær flokknum saman á ný og nýtur við það hjálpar yngra fólks, sem þá tæki við í fyllingu tímans.

Fastir pennar

Dvínandi glaumur

Kjarni málsins er þó sá, að kosningalögin, sem Alþingi setur landinu, hygla stórum flokkum á kostnað minni flokka. Sjálfstæðis­flokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa fengið eitt til tvö þingsæti samtals í forgjöf í hverjum alþingiskosningum síðan 1979 í krafti þeirrar aðferðar, sem þeir leiddu sjálfir í lög til að úthluta þingsætum að loknum kosningum. Þessi bjögun bætist ofan á misvægi atkvæðisréttar eftir búsetu.

Fastir pennar

Haldið úr hlaði með baggana

Ekkert mál er nú mikilvægara en að koma böndum á verðbólguna. Í umferðinni í Reykjavík er taugaveiklun meira vandamál en skortur á malbiki og steinsteypu; án þess að lítið skuli gert úr mikilvægi góðra æða í umferðinni.

Fastir pennar

Björn Bjarnason og Fréttablaðið

Jóhann kaus að líta á skipulagsbreytingarnar sem vantraust á sín störf og leggja inn uppsögn. Viðbrögð hans í kjölfarið eru mannleg, því yfirleitt er auðveldara að kenna öðrum um en að líta í eigin barm.

Fastir pennar

Hættulegir kjósendur

Það er raunar ekki aðeins á Íslandi sem menn hafa tilfinningu fyrir því að stjórnmálin dragi of mikið til sín fólk sem ekki kæmi endilega til álita í flóknar ábyrgðastöður á öðrum sviðum samfélagsins.

Fastir pennar

Vinna unglingar of mikið?

Einn ljúfra sumarboða á Íslandi eru snyrtilegri útivistarsvæði í þéttbýli. Allt vetrarruslið sem við höfum fleygt frá okkur er tekið upp og fjarlægt, gömul laufblöð og dauðar greinar hverfa og í staðinn koma falleg sumarblóm.

Fastir pennar

Baugstíðindi, Björnstíðindi

Þorsteinn Pálsson veldur miklum vonbrigðum. Hann metur greinilega gamla Sjálstæðisflokkinn meira en sjálfstæði sitt og blaðsins. Hann, sem var ráðinn fyrir reynslu sína, þekkingu, yfirsýn og málefnaleg efnistök, fellur á fyrsta prófi. Hann lúffar fyrir valdinu. Lengi lifir í bláum glæðum.

Fastir pennar

Annars konar ríkisstjórn

Eftir fordæmalausa hringiðu innan Framsóknarflokksins hefur ríkisstjórnarsamstarfið verið endurreist. Það byggir á sömu stefnuyfirlýsingu og áður. Hitt er eigi að síður deginum ljósara að það er um sumt annars eðlis.

Fastir pennar

Á að styrkja listir?

Viðskiptalífið hefur sérstaklega mikla hagsmuni af því að styðja listalífið í landinu. Sá stuðningur hefur farið vaxandi á liðnum árum og er það vel. Betur má ef duga skal og það er nauðsynlegt fyrir listamenn að hafa í fleiri hús að venda en einungis til ríkisins.

Fastir pennar

Línur skýrast

Framsóknarflokkurinn hefur fest sig í sessi sem nokkurs konar fylgihnöttur Sjálfstæðisflokksins. Það hefur gerst með samstarfi flokkanna tveggja í sveitarstjórnum eftir kosningarnar nánast alls staðar þar sem því varð mögulega viðkomið og einnig með þeim breytingum sem eru að verða í ráðherraliði flokksins og forystusveit.

Fastir pennar

Einkavæðing eða þjóðnýting?

Í samfélagi okkar er nokkuð breið sátt um drýgstan hluta skiptinga verksviða milli hins opinbera annars vegar og einkaaðila hins vegar. Þó er talsvert svæði í athafnalífi landsmanna þar sem hugmyndafræðilegur ágreiningur er um hvernig eignarhaldi eigi að vera háttað.

Fastir pennar

Þegar upp er staðið

Ég veit að allir eru búnir að fá upp í kok af pólitík og kosningum. Ekki síst Halldór Ásgrímsson. En leyfist mér að láta nokkur lokaorð falla um niðurstöður sveitastjórnarkosninganna, bara svo það sé á hreinu, hvað mér finnst.

Fastir pennar

Orð eru til alls fyrst

Ekki má á milli sjá, hvorir bregðast verr við, framsóknarmenn eða sjálfstæðismenn, þegar ég sting upp á sameiningu flokka þeirra. En hvers vegna ættu vinstri menn einir að reyna að sameinast? Fjórir smáflokkar þeirra stofnuðu Samfylkinguna árið 2000 í því skyni að auka áhrif vinstri stefnu í íslenskum stjórnmálum.

Fastir pennar

Hávaxtabankar

Það eru fleiri bankar en Seðlabankinn sem geta skilað háum vöxtum. Selvogsbankinn getur einnig skilað háum raunvöxtum og það í raunverulegum verðmætum en ekki pappírspeningum. En kjarni málsins er þó sá að þeir einir njóta hárra vaxta sem spara. Hinir sem taka að láni verða að greiða þá.

Fastir pennar