Formúla 1

Neyðarlegt ef Hamilton vinnur

Fernando Alonso segir að það yrði neyðarlegt ef svo færi að Lewis Hamilton yrði dæmdur heimsmeistaratitillinn í Formúlu 1. McLaren liðið hefur enn ekki gefið upp alla von um að hampa meistaratitlinum.

Formúla 1

Sigur Raikkönen staðfestur

Í nótt var endanlega staðfest að Kimi Raikkönen væri heimsmeistari í Formúlu 1 eftir rannsókn á eldsneyti leiddi í ljós að ekkert athugavert var við eldsneyti sem bílar BMW Sauber og Williams notuðu í keppninni í Brasilíu í gær.

Formúla 1

Hamilton slapp með skrekkinn

Heimsmeistaraefnið Lewis Hamilton hjá McLaren í Formúlu 1 slapp með skrekkinn í kvöld þegar lið hans var sektað fyrir að brjóta reglur um hjólbarðanotkun á æfingum í dag.

Formúla 1

Massa hjá Ferrari til 2010

Felipe Massa hefur samið Ferrari til ársins 2010 sem gefur til kynna að Fernando Alonso sé ekki á leið til liðsins að tímabilinu loknu.

Formúla 1

Alonso á leið til Renault á ný?

Þýska blaðið Bild fullyrðir að heimsmeistarinn Fernando Alonso hjá McLaren í Formúlu 1 hafi undirritað viljayfirlýsingu um að ganga aftur í raðir Renault á næsta ári, að því gefnu að hann fái sig lausan hjá McLaren í vetur.

Formúla 1

Jafnrétti skal tryggt hjá McLaren

Forráðamenn Formúlu 1 hafa ákveðið að senda sérstakan fulltrúa á lokamótið í Brasilíu þann 21. október og verður honum fengið að sjá til þess að ekki verði gert upp á milli þeirra Fernando Alonso og Lewis Hamilton.

Formúla 1

Ég stenst pressuna

Lewis Hamilton segir að hann geti vel staðist pressuna sem verður á honum í Brasilíu þann 21. október nk þegar hann getur orðið yngsti heimsmeistari í sögu Formúlu 1.

Formúla 1

Við fáum báðir tækifæri

Heimsmeistarinn Fernando Alonso segist viss um að McLaren liðið muni gefa sér og félaga sínum Lewis Hamilton sama tækifæri til að hampa titlinum þegar úrslitin ráðast í Brasilíukappakstrinum í Formúlu 1 21. október nk.

Formúla 1

Hamilton: Ég gerði mistök

„Þegar ég steig upp úr bílnum var ég algjörlega miður mín því ég hafði gert mín fyrstu mistök á árinu,“ sagði Lewis Hamilton við ITV-sjónvarpsstöðina eftir keppnina í morgun.

Formúla 1

Hamilton féll úr leik

Úrslit í Formúlunni munu ekki ráðast fyrr en í lokakeppninni eftir að Lewis Hamilton féll úr keppni í Kína í morgun.

Formúla 1

Hamilton á ráspól

Bretinn Lewis Hamilton er á góðri leið með að landa heimsmeistaratitli ökuþóra í Formúlu 1 eftir að hafa náð ráspól í tímatökunum í Kína í nótt.

Formúla 1

Raikkönen öflugur í Kína

Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen náði besta tíma á báðum æfingum dagsins fyrir Kínakappaksturinn sem fram fer í Shanghai á sunnudaginn. Þar getur Lewis Hamilton orðið fyrsti maðurinn til að vinna titil á sínu fyrsta ári í Formúlu og jafnframt orðið sá yngsti til að hampa titlinum.

Formúla 1

Sigurinn tekinn af Hamilton?

Svo gæti farið að sigur Lewis Hamilton yrði tekinn af honum ef sýnt þykir að hann hafi sýnt gáleysi í akstri í sigrinum um síðustu helgi. Andstæðingar Bretans unga hafa gagnrýnt ökulag hans harðlega síðustu daga.

Formúla 1

Alonso vill losna frá Hamilton

Spænski ökuþórinn Fernando Alonso vill ekki vera liðsfélagi Lewis Hamilton á næsta ári. Deilur þeirra tveggja hefur skapað mikla spennu innan raða McLaren. Renault hefur boðið Alonso að koma til baka.

Formúla 1

Hamilton vill losna við Alonso

Lewis Hamilton segist ekki eiga von á því að hann og liðsfélagi hans Fernando Alonso geti verið saman í liði á næsta keppnistímabili, en deilur þeirra tveggja síðustu mánuði hafa skapað gríðarlega spennu í herbúðum McLaren.

Formúla 1

Hamilton skrefi nær titlinum

Breski ökuþórinn Lewis Hamilton tók í morgun stórt skref í áttina að því að verða fyrsti nýliðinn til að verða heimsmeistari í Formúlu 1 þegar hann sigraði í Japanskappakstrinum.

Formúla 1

Hamilton náði ráspól

Breski ökuþórinn Lewis Hamilton hjá McLaren stakks sér fram úr félaga sínum Fernando Alonso á síðustu stundu í tímatökum fyrir Japanskappaksturinn í morgun og verður því á ráspól í keppninni á morgun. Kimi Raikkönen og Felipe Massa hjá Ferrari hirtu þriðja og fjórða sætið.

Formúla 1