Erlent

Úr ó­veðri í kröftugasta felli­byl ársins á sólar­hring

Fellibylurinn Milton hefur stækkað mjög hratt yfir Karíbahafinu og er nú skilgreindur sem fimmta flokks fellibylur og sá kröftugasti á þessu ári. Hann stefnir hraðbyr að Flórída en Helena, annar öflugur fellibylur fór þar einnig yfir á dögunum og olli miklum skaða.

Erlent

Deila Nóbelnum fyrir upp­götvun á miRNA

Bandaríkjamennirnir Victor Ambros og Gary Ruvkun deila Nóbelsverðlaununum í læknisfræði í ár fyrir uppgötvunina á svonefndu miRNA og hlutverki þeirra í genastjórnun eftir umritun. Þeir störfuðu báðir hjá Harvard-háskóla í Bandaríkjunum þegar þeir stunduðu rannsóknir sínar.

Erlent

Lýsa nóttinni sem skelfi­legri

Upphafi skólaárs hefur verið frestað í Líbanon vegna öryggisógnar í landinu. Íbúar í Beirút lýsa nóttinni sem skelfilegri vegna loftárása Ísraelsmanna sem eru sagðar þær umfangsmestu á svæðinu frá upphafi átakanna.

Erlent

Minnkandi virðing fyrir heil­brigðis­starfs­fólki á Gasa

Ljósmóðir sem vann á sjúkrahúsi á Gasa í sumar og hefur í þrjátíu ár starfað sem sendifulltrúi Rauða krossins víða um heim segir aðstæðurnar á Gasa að mörgu leyti þær hættulegustu sem hún hefur starfað í. Hún upplifi minni virðingu fyrir störfum heilbrigðisstarfsfólks en áður fyrr. 

Erlent

Huldu­kona í lykil­hlut­verki í lygi­legu ráða­bruggi um símboðana

Talið er að hátt í þrjú þúsund Hezbollah-liðar hafi látið lífið eða verið limlestir ásamt óþekktum fjölda óbreyttra borgara þegar fjöldi símboða sprakk þann 17. september síðastliðinn. Það var Mossad, ísraelska leyniþjónustan, sem bar ábyrgð á verknaðinum sem hafði verið í undirbúningi í um tvö ár.

Erlent

„Ein versta nóttin“ í Beirút frá upp­hafi á­taka

Ísraelsher gerði umgangsmiklar loftárásir á Beirút snemma í morgun. Árásirnar eru samkvæmt líbönskum miðlum þær umfangsmestu á svæðinu frá upphafi átakanna. Þá létu minnst nítján lífið í loftárásum Ísraela á mosku í Gasa í nótt. 

Erlent

Engum verði vísað út við mynd­birtingu

Formaður dómstólsins í Avignon í Frakklandi hefur dregið til baka ákvörðun sína um að vísa fjölmiðlafólki úr dómsal þegar myndefni verður sýnt við réttarhöld í máli Dominique Pélicot. Hvorki fjölmiðlafólki né almenningi verði vísað út við myndbirtingar. 

Erlent

Versnandi á­stand í Pokrovsk

Rússar gera ítrekaðar árásir á bæinn Pokrovsk í austurhluta Úkraínu og eru helstu innviðir bæjarins, þar sem um þrettán þúsund manns búa, ónýtir. Hersveitir Rússa eru um sjö kílómetra frá bænum, sem er mikilvæg birgðamiðstöð fyrir úkraínska herinn og óbreytta borgara í Dónetsk-héraði.

Erlent

Trump sagði Pence að hann yrði fyrir­litinn og talinn heimskur

Nokkrum dögum áður en stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020 og hótuðu meðal annars að hengja Mike Pence, varaforseta, sagði Donald Trump, forseti, Pence að hann yrði „fyrirlitinn“ og talinn „heimskur“ ef hann stöðvaði ekki áðurnefnda staðfestingu. Pence hafði aldrei vald til að gera það en Trump þrýsti ítrekað á hann.

Erlent

Sýknaðir af al­var­legustu á­kærunum vegna dauða Nichols

Þrír fyrrverandi lögregluþjónar í Memphis í Bandaríkjunum voru sýknaðir af alvarlegustu ákærunum vegna dauða Tyre Nichols. Þeir voru þó sakfelldir fyrir að hafa áhrif á vitni í málinu og einn þeirra var sakfelldur fyrir að brjóta á réttindum Nichols.

Erlent

Hvaldí­mír drapst af völdum bakteríu­sýkingar

Mjaldurinn Hvaldímír drapst í kjölfar bakteríusýkingar sem hann fékk vegna sárs í munni eftir prik sem sat fast. Það sýna niðurstöður krufningar. Greint er frá þessu á vef norska ríkisútvarpsins, NRK. Engar byssukúlur fundust í mjaldrinum við skoðun. 35 sentímetra langt og þriggja sentímetra breitt prik var fast í munni mjaldursins og er talið að prikið hafi valdið sýkingu sem svo leiddi til dauða hans.

Erlent

Segja í­búum tuttugu og fimm þorpa að flýja

Ísraelski herinn sagði íbúum 25 bæja og þorpa í sunnanverðu Líbanon í dag að yfirgefa heimili sín. Byggðirnar eru norður af Litani-á en hún markar svæði sem átti að vera nokkurs konar hlífðarsvæði samkvæmt ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá 2006 og þykir yfirlýsingin til marks um mögulega útvíkkun innrásar Ísraela í Líbanon.

Erlent

Fyrsta heim­sókn Rutte til Úkraínu

Mark Rutte, nýr framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins og fyrrverandi forsætisráðherra Hollands, er í heimsókn í Kænugarði í Úkraínu. Þetta er fyrsta opinbera ferð Rutte frá því hann tók við embættinu á þriðjudaginn en hún var ekki opinberuð fyrr en hann var kominn þangað í morgun.

Erlent