Erlent

Segir of seint að bregðast við omíkron með tak­mörkunum

Nýjustu breytingar breskrar stjórnvalda á ferðatakmörkunum til landsins, sem gripið hefur verið til í því skyni að stemma stigu við útbreiðslu omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar þar í landi, koma of seint að mati vísindamanns sem ráðleggur ríkisstjórninni við sóttvarnaaðgerðir.

Erlent

Bob Dole látinn

Bob Dole, sem var öldungadeildarþingmaður í Bandaríkjunum í 28 ár, er látinn. Hann var 98 ára.

Erlent

Tveir flóð­hestar greindust smitaðir

Tveir flóðhestar í dýragarði í Antwerpen í Belgíu hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Starfsfólk garðsins vinnur nú hörðum höndum að smitrakningu og telur að um sé að ræða fyrsta smitið meðal dýrategundarinnar.

Erlent

For­eldrar byssu­­mannsins fundust í felum í kjallara

Foreldrar hins 15 ára Ethans Crumbley, sem ákærður er fyrir hryðjuverk eftir að hafa skotið sjö táninga til bana og sært sjö aðra í skólanum sínum í Michigan í Bandaríkjunum, hafa verið handteknir. Foreldrarnir eru ákærðir fyrir manndráp af gáleysi fyrir að hafa hundsað viðvörunarmerki í aðdraganda árásarinnar.

Erlent

Bretar herða reglurnar vegna omíkron

Ferðamenn sem vilja komast inn í Bretland munu þurfa að framvísa neikvæðu kórónuveiruprófi fyrir brottför til landsins. Ástæðan er útbreiðsla nýja omíkron-afbrigðis veirunnar, sem lítið er vitað um á þessari stundu.

Erlent

Íbúar flýja undan öskufalli úr Semeru

Íbúar á indónesísku eyjunni Java flýja nú heimili sín eftir að eldfjallið Semeru byrjaði að gjósa. Mikið öskufall hefur fylgt eldgosinu en þetta er annað eldgosið á eyjunni á aðeins nokkrum mánuðum. 

Erlent

For­eldrar byssu­mannsins í Michigan á­kærðir

Foreldrar hins fimmtán ára Ethans Crumbley, sem er ákærður fyrir að hafa skotið fjóra táninga til bana og sært sjö til viðbótar í skólanum sínum í Oxford í Michigan-ríki í Bandaríkjunum á þriðjudaginn, hafa verið ákærðir fyrir manndráp af gáleysi.

Erlent

Mætti með gervihönd til að komast hjá bólusetningu

Ítalskur maður stendur frammi fyrir ákæru fyrir svik eftir að hann reyndi á frumlegan hátt að verða sér út um bólusetningarpassa án þess þó að láta bólusetja sig. Maðurinn mætti í bólusetningu með gervihönd fasta við sig.

Erlent

„Einhver ber ábyrgð en ég veit það er ekki ég“

„Einhver ber ábyrgð á því sem gerðist, ég veit ekki hver það er en ég veit það er ekki ég.“ Þetta sagði leikarinn Alec Baldwin í fyrsta viðtali sínu eftir að skaut hljóp úr byssu sem hann hélt á við tökur á kvikmyndinni Rust.

Erlent

Kosningastarfsmenn kæra vegna falsfrétta í Georgíu og hótana

Tveir kosningastarfsmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa höfðað mál gegn hægri-öfgasíðunni Gateway Pundit vegna falsfrétta á vefnum um að þær hafi framið kosningasvik í forsetakosningunum í fyrra. Fréttaflutningur miðilsins hafi leitt til þess að þær hafi verið ofsóttar og áreittar.

Erlent

Sagði ráðsmanni að horfa ekki í augu Epsteins

Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona barnaníðingsins og auðjöfursins heitna, Jeffreys Epstein, sagði ráðsmanni hans að hún væri „lafði hússins“ og sagði honum að horfa ekki í augun á Epstein. Þetta kom fram í vitnisburði Juan Alessi, ráðsmanni Epstein í Flórída, fyrir dómi í dag.

Erlent