Innlent

Viðsnúningur í frönsku þing­kosningunum

Bandalag vinstri flokka leiðir samkvæmt útgönguspám í Frakklandi og Þjóðfylking Marine Le Pen er þriðji stærsti flokkurinn. Metþátttaka var í síðari umferð þingkosninganna. Sérfræðingur spáir í spilin í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Innlent

Egill syrgir brott­vísun vina sinna

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason segist hryggja það að vinum hans, þau Tomasso og Analis, verði vísað brott og þau send aftur til Venesúela. Það sé sárt og óréttlátt að svo góðu fólki sé hrakið af landinu en hann fái, með sitt íslenska vegabréf, að ferðast um heiminn án vandræða.

Innlent

Segir Akra­nes verða svefnbæ

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir nánast alla atvinnustarfsemi á Akranesi vera farna og að stefni í að bærinn verði aðeins náttstaður íbúa. Rúmur fjórðungur Skagamanna sæki þegar atvinnu til Reykjavíkur og þörf sé á aðgerðum til að sporna við þessari þróun.

Innlent

Reikna með að hefja form­legar sameiningarviðræður í haust

Samþykkt hefur verið að hefja formlegar sameiningarviðræður sveitarfélaganna Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. Lagt er upp með að stefnt verið að íbúakosningu um sameiningu árið 2025. Skiptar skoðanir eru uppi innan sveitarstjórnar Skorradalshrepps um áformin en minnihluti hreppsnefndar telur varaoddvita vanhæfan í málinu.

Innlent

Lög­regla vopnaðist og skot­vopn haldlagt

Mennirnir tveir sem handteknir voru í tengslum við vopnamál í Rangárþingi ytra í gær eru lausir úr haldi. Hald hefur verið lagt á skotvopn en lögregla vill ekki staðfesta hvort skotum hafi verið hleypt af.

Innlent

N1-mót og Dyrfjallahlaup í skítaveðri

Ein stærsta ferðahelgi landsins stendur nú yfir. Landsmenn flykkjast um landið á fótboltamót, tónlistarhátíðir og langhlaup. Þessa helgina ætlar veðrið hins vegar að setja strik í reikninginn, að minnsta kosti á Norður- og Norðausturlandi. 

Innlent

Yfir­gáfu skarkalann í borginni og gerðust ferða­þjónustu­bændur

Hjón sem áður bjuggu í Reykjavík sjá ekki eftir þeirri ákvörðun að gerast ferðaþjónustubændur í sveitinni. Um þessar mundir eru þau að byggja fleiri smáhýsi fyrir gesti sína. Hjónin Þórlaug og Grétar á Móum í Hvalfjarðarsveit voru í óða önn ásamt vinnufólki þegar fréttastofu bar að garði á dögunum.

Innlent

Segir menn hafa skotið á gröfu­mann við vinnu

Sérsveit ríkislögreglustjóra fór í útkall á þriðja tímanum í dag til að aðstoða lögregluna á Suðurlandi á Hala í Háfshverfi í Rangárþingi ytra. Karl Rúnar Ólafssonsegir ábúendur á Hala hafa skotið að gröfumanni sem var við vinnu. Uppákoman tengist deilum um jarðareign sem má rekja allt aftur til ársins 1929.

Innlent

Nýjar stofnanir hafi að­setur á lands­byggðinni

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis- orku og loftslagsráðuneytisins verður utan höfuðborgarsvæðisins samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar ráðherra. Embætti forstjóra nýrra stofnana verða auglýst um helgina og mun forstjóri nýrrar Umhverfis- og orkustofnun hafa aðsetur á Akureyri.

Innlent