Lífið

Páskaskrautið: Stærstu mistökin að ofhlaða

„Ég er almennt frekar íhaldssöm þegar kemur að skreytingum fyrir hátíðardaga eins og páska og jól og fer alls ekki fram úr mér þegar kemur að skrauti,“ segir Elva Ágústsdóttir innanhússráðgjafi og útstillingahönnuður.

Lífið

1. apríl 2021: Fríar þyrluferðir, lítið notuð kynlífstæki og óvænt bóluefni í boði

Fólk og fyrirtæki keppast gjarnan við að reyna að láta fólk hlaupa apríl á fyrsta degi þessa herrans mánaðar sem er í dag. Þótt almenna reglan hafi í gegnum tíðina verið sú að reyna að fá fólk til að hlaupa apríl í orðsins fyllstu merkingu, það er í tíma og rúmi, þá hafa göbbin í ár líkt og í fyrra mörg einkennst af því að vera á rafrænu formi með einum eða örðum hætti í ljósi kórónuveirufaraldursins.

Lífið

3.500 áhorfendur fá að vera viðstaddir Eurovision

Hollensk stjórnvöld hafa gefið heimild fyrir því að 3.500 áhorfendur fái að vera viðstaddir Eurovision söngvakeppnina sem fram fer í Rotterdam í maí. Eurovision féll niður í fyrra, í fyrsta sinn í sögu keppninnar, vegna kórónuveirunnar.

Lífið

Uppgefinn Víðir grætur í heimildarmynd um Covid-19

Víðir Reynisson fellir tár, Þórólfur Guðnason lýsir martröð og Katrín Jakobsdóttir talar um hættuástand í fyrstu stiklunni sem nú hefur verið birt upp úr heimildaþáttaröðinni Stormur sem fjallar um baráttuna við heimsfaraldur Covid-19 á Íslandi.

Lífið

„Ég trúði engu öðru en að þau væru foreldrar mínir“

Vilhjálmur Albertsson var ættleiddur sem ungbarn af íslenskum hjónum. Fyrir rúmu ári hellti hann sér út í upprunaleit, þá kominn á áttræðisaldur, með dyggri aðstoð dóttur sinnar og tengdasonar. Hann sagði frá þessari reynslu í lokaþættinum af Leitin að upprunanum.

Lífið

Umpottun: Það er þannig í pottinn búið

„Fólk ætti alltaf að tala við plönturnar sínar, allan daginn. Það er ekki fyrr en þær fara að svara þér til baka sem þú þarft hafa áhyggjur,“ segir Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur í viðtali við Vísi.

Lífið

„Ég hef grætt mikið á því að spila alls konar tón­list“

Kári Egilsson er ungur Reykvíkingur sem margir telja eina björtustu vonina í tónlistarlífi Íslendinga. Hann hélt um daginn stúdentsprófstónleika sína frá rytmískri deild Menntaskólans í tónlist þar sem flutningur Kára á eigin verkum í bland við þekkta djassslagara reyndist bæði fumlaus og heillandi.

Lífið

Börnin montin en öll sam­mála um að ekki þurfi að fara aftur

Ætti ég að taka börnin með að skoða eldgosið? Þessi spurning hefur kviknað í hugum fjölmargra foreldra undanfarna viku. Lilja Sigurgeirsdóttir og Gunnar Guðmundsson skelltu sér með krakkaskarann í Geldingadali í gær og sköpuðu minningar fyrir lífstíð. Líkur eru á að fleiri geri slíkt hið sama á morgun enda veðurspá afar góð.

Lífið

Heiðar Helgu­son setur húsið á sölu

Fótboltakappinn Heiðar Helguson hefur sett glæsilegt einbýlishús sitt við Sporðagrunn 3 í Laugardalnum á sölu. Heiðar hefur búið þar með unnustu sinni Mariam Sif Vahabzadeh.

Lífið

Tilkynnti um þrot bankanna í oflætiskasti tveimur mánuðum fyrir hrun

„Heildarvelta í geðlyfjasölu í heiminum er um það bil 850 milljarðar dala, sem er 108 föld fjárlög íslenska ríkisins á einu áru. Þú getur rekið íslenska ríkið í 108 ár fyrir veltu geðlyfja í heiminum á einu ári,“ segir Héðinn Unnsteinsson, sérfræðingur í forsætisráðuneytinu og formaður Geðhjálpar.

Lífið