Skoðun

Ert þú at­vinnu­rekandi? Viltu benda mér á eitt­hvað sem betur má fara?

Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Ég tók nýlega þátt í umræðum í útvarpsþætti um hvaða meginlínur væru í gangi í íslenskum stjórnmálum og hvað skildi helst á milli manna og flokka, ef þá eitthvað. Mér kom fyrst til hugar að nefna að það væri ótrúlegt að uppgötva það að ekki væru allir stjórnmálamenn sammála um það hvernig verðmætin í samfélaginu yrðu til, þ.e.a.s. fjármagnið sem greiðir fyrir þjónustu hins opinbera.

Skoðun

Þjónustu­stofnunin MAST

Hrönn Ólína Jörundsdóttir skrifar

Kjarnastarfsemi Matvælastofnunar (MAST) er að standa vörð um heilsu manna, dýra og plantna. En hvernig gerum við það og hver er ávinningurinn? Hver ber ábyrgð á matvælaöryggi og dýravelferð? Hvar hefst og endar ábyrgðarsvið MAST?

Skoðun

Verið undir­búin fyrir flug­tak

Ingibjörg Isaksen skrifar

Það er fagnaðarefni að eitt af þeim málum sem varð að lögum á Alþingi Íslendinga í síðustu viku hafi verið frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra um varaflugvallagjald.

Skoðun

Hættum þessu málþófi

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar

„Málþóf kallast það þegar þingmaður eða þingmenn í löggjafarþingi reyna að hindra kosningu um frumvarp. Ein leið til þess er að draga umræður um frumvarpið á langinn með ræðuhöldum þangað til að flytjendur þess gefast upp á umræðunum og draga frumvarpið til baka.“ - af Wikipedia

Skoðun

Van­treysta ESB í varnar­málum

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

„Ég verð að vera algerlega hreinskilin við ykkur, Evrópusambandið er ekki nógu sterkt eins og staðan er í dag. Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna,“ sagði Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, á fundi sem skipulagður var af Lowy Institute í Sydney í Ástralíu í byrjun desember á síðasta ári. 

Skoðun

Ægi­fegurð hvalsins

Ragnheiður Harpa Leifsdóttir skrifar

Í yfirgefnum firði fyrir vestan hruflast slétt yfirborð sjávarins og hvalur skýst upp úr vatninu. Okkur bregður. Svo skyndilega erum við minnt á smæð okkar. Undrun skolast yfir eins og alda. Í andartak er erum við kippt úr hversdeginum: hafragrautnum, reikningunum, bílaviðgerðinni. Í augnablik erum við agnarsmáar manneskjur með brjóstið barmafullt af fegurð.

Skoðun

Litla Rúss­land

Sigurjón Þórðarson skrifar

Ísland er ríkt af auðlindum eins og Rússland sem lengi vel taldist til vinaþjóða Íslendinga. Líkt og Rússar þá eru Íslendingar hálfgerð fórnarlömb stjórnmálaelítu og auðróna landsins. Elítan þjónar fyrst og fremst fámennri stétt auðmanna og flokksgæðinga, sem er að sölsa undir sig auðlindir og draga til sína bróðurpartinn af verðmætasköpun þjóðarinnar.

Skoðun

Tíðindi í heil­brigðis­vísindum

Sandra B. Franks skrifar

Síðasta laugardag áttu sér heilmikil tíðindi í sögu heilbrigðisvísinda á Íslandi. Í fyrsta sinn eru sjúkraliðar á Íslandi að ljúka sjúkraliðanámi á háskólastigi. Það hefur ekki gerst áður. Hingað til hefur allt nám sjúkraliða verið á framhaldsskólastigi en fyrir nokkrum misserum var ákveðið að bjóða upp á diplómanám fyrir sjúkraliða frá Háskólanum á Akureyri.

Skoðun

Hvað varð um stúdents­prófið?

Atli Harðarson skrifar

Fyrir hálfri öld síðan voru menntaskólar hér á landi fáir. Gagnfræðaskólar og iðnskólar voru hins vegar víða og þeir stóðu flestum opnir. Einnig var talsvert um sérskóla á framhaldsskólastigi en gert var ráð fyrir að stúdentspróf og háskólanám væri fyrir útvalda.

Skoðun

Ferða­þjónustan og stöðug­leikinn

Finnbjörn A. Hermannsson skrifar

Árið 2012 komu hingað til lands um 650 þúsund ferðamenn. Þeim hafði fjölgað svo hratt árin á undan að ferðaþjónustan leitaði ráða hjá Boston Consulting Group um framtíð ferðaþjónustu á Íslandi. Hinir erlendu ráðgjafar töldu að hingað gætu komið 1,5 milljónir ferðamanna árið 2023 en lögðu fram viðvörunarorð um margt þurfi að laga til að taka á móti slíkum fjölda.

Skoðun

Öryggi í sumar­húsum

Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar

Sumarið er tíminn sagði skáldið og sönglaði með. Hvernig sem viðrar eru sumarhús vinsælir griðarstaðir á Íslandi og þar sköpum við góðar minningar. Við viljum öll eiga notalega og áhyggjulausa dvöl í sumarhúsum og forðast óþægindi.

Skoðun

Ofur­við­kvæm Ó­höpp náttúrunnar eða Englar al­heimsins?!

Arna Magnea Danks skrifar

Í bók Einars Már Guðmundssonar, Englar alheimsins, kemur fram þessi gullna setning: „Kleppur er víða“ og er þá átt við, að það fólk sem ber gæfu til að leita sér hjálpar er ekki eina fólkið sem þjáist af einhvers konar geðveiki, öll erum við á einn hátt eða annan í raun geðveik, í baráttu við lífs tráma sem oft á tíðum er ekki og hefur ekki verið meðhöndlað, búandi í þjóðfélagi sem endurspeglar allt þetta tráma og er því fársjúkt sjálft.

Skoðun

Aukið af­hendingar­öryggi og ný tæki­færi til at­vinnu­upp­byggingar

Anna Sigga Lúðvíksdóttir skrifar

Holtavörðuheiðarlína 3, línan sem liggja mun frá Blöndu að Holtavörðuheiði, er mikilvægur hlekkur í uppbyggingu byggðalínunnar og er hluti af nýrri kynslóð byggðalínu. Fyrirhugað er að byggja nýtt 220 kV tengivirki á Holtavörðuheiði. Ekki er búið að ákveða línuleiðina en valkostir eru settir fram í matsáætlun sem nú er í kynningu hjá Skipulagsstofnun og er kynningarfrestur til 14. júlí.

Skoðun

Inn­ræti og mann­dómur ís­lenzkra ráð­herra og al­þingis­manna

Ole Anton Bieltvedt skrifar

Á síðustu dögum og vikum hafa komið upp tvö mál, þar sem reynt hefur sérstaklega á innræti og manndóm, innri mann, ráðamanna hér. Einkar athyglisvert hefur verið, að fylgjast með því, hvern mann ráðamenn hafa í reynd að geyma, á bak við sitt breiða bros, fallegu orðræðu og ótæpilegu loforð, til Péturs og Páls. Hér urðu menn að koma til dyranna, eins og þeir eru í raun klæddir.

Skoðun

Stígðu fram og taktu pláss

Grace Achieng skrifar

Ég var kosin í stjórn Félag kvenna í atvinnulífinu - FKA með meirihluta atkvæða, 177 af 294 til að vera nákvæm. Ég er svo þakklát fyrir að félagskonur FKA hafi tekið eftir vinnu minni innan félagsins og ekki síður séð þörfina fyrir aukna fjölbreytni, jafnrétti og inngildingu enda er FKA hreyfiafl jákvæðra breytinga.

Skoðun

Sýndar­sam­ráð á öllum skóla­stigum

Alexandra Ýr van Erven og Rakel Anna Boulter skrifa

Námslánakerfið hér á landi hefur lengi verið brotið. Það er ljóst að framfærsla menntasjóðsins dugir ekki fyrir almennum útgjöldum. Þetta má sjá á niðurstöðum Eurostudent VII, þar sem meirihluti stúdenta á Íslandi fullyrða að án launaðrar vinnu meðfram námi hefðu þau ekki efni á því að vera í háskólanámi. Einnig kemur í ljós í nýlegri rannsókn að um 13% stúdenta á Íslandi búa við fæðuóöryggi.

Skoðun

Til bjargar hita­veitum landsins

Sveinn Áki Sverrisson skrifar

Orkumálaráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson á hrós skilið fyrir að kalla eftir ástandsskýrslu fyrir hitaveitur landsins. Við lestur skýrslu er það ljóst að staðan er alvarleg. Ég bý í Hafnarfirði og Veitur er mitt veitufyrirtæki.

Skoðun

Listin að slaka á og njóta sumar­frísins

Ingrid Kuhlman skrifar

Þó að sumarfríinu sé ætlað að vera tími afslöppunar, samveru og ánægjulegra athafna, getur það einnig valdið kvíða og streitu. Að skipuleggja sumarfrí getur falið í sér samhæfingu og ákvarðanatöku, allt frá því að velja áfangastað, bóka gistingu, pakka niður, undirbúa tjaldvagninn og gera ferðaáætlun.

Skoðun

Ástandskýrsla Hafró

Atli Hermannsson skrifar

Ný ástandskýrsla Hafrannsóknarstofnunar var kynnt á föstudag. Fyrir utan dagsetninguna efst í hægra horninu er því miður ekkert nýtt að frétta í skýrslunni.

Skoðun

Hvað kostar að sökkva framtíðinni?

Margrét Erlendsdóttir skrifar

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps ætlar að veita Landsvirkjun framkvæmdaleyfi fyrir gerð Hvammsvirkjunar í anddyri Þjórsárdals. Ákvörðunin um þessi óafturkræfu og víðtæku náttúruspjöll verður formgerð á fundi sveitarstjórnar í félagsheimilinu Árnesi miðvikudaginn 14. júní kl. 17.00.

Skoðun

Á krossgötum

Þórarinn Ingi Pétursson og Stefán Vagn Stefánsson skrifa

Nú er 153. löggjafarþingi lokið, staðan í samfélaginu er vissulega snúin þessa dagana og ekki alveg á þeim stað sem við myndum helst vera. Verkefnið er þó ekki óvinnandi, það krefst þó af okkur aga, ráðdeild og samheldni. Í þeim stormi sem við stöndum í núna megum við þó ekki gleyma þeirri góðu stöðu sem við höfum búið við í samfélaginu síðustu misseri.

Skoðun

Bitcoinvirkjunin

Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Enginn veit hve mikil raforka fer í bitcoinvinnslu hérlendis. Og þó, einhverjir vita það, en almenningur á Íslandi er ekki þeirra á meðal. Um umfang bitcoinvinnslu á Íslandi er helst ekki rætt opinberlega þótt örfáir metnaðargjarnir fjölmiðlamenn hafi stundum reynt að grafast fyrir um það og þingmenn m.a.s. spurt umhverfisráðherra á Alþingi.

Skoðun

Skynsamleg skref í hárrétta átt

Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar

Nýsamþykkt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir sparnaði í ríkisrekstri með það að markmiði að draga úr verðbólguþrýstingi. Lagt er upp með aðhald á næsta ári upp á 8,8 milljarða króna með auknum sparnaði í rekstri stofnana, sérstöku viðbótaraðhaldi á aðalskrifstofur ráðuneyta og frestun fjárfestinga.

Skoðun

Í hvernig samfélagi búum við?

Þorvarður Bergmann Kjartansson skrifar

Við búum í samfélagi þar sem getan þín til að eiga heimili ræðst á því hvort fjárfestar geti grætt nógu mikið á því.

Skoðun

Rísum upp

Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar

Ég veit ekki í hvaða samfélagi ég bý en í mínum heimi er staða örorkulífeyristaka á húsnæðismarkaði hörmuleg, afkomuöryggi þeirra ekkert, heilbrigðisþjónusta of dýr, matarkarfan tóm og skerðingar óhóflegar. Enn bíður fatlað fólk, veikt fólk, fólk sem fæðist fatlað og fólk sem hefur slasast á lífsleiðinni - eftir réttlætinu.

Skoðun

Pæling um lokaeinkunnir

Ragnar Þór Pétursson skrifar

Í skólum á að ástunda fjölbreytt námsmat. Það á að meta framfarir nemenda, gæði kennslu og ótal margt annað. Við lok grunnskóla þarf að auki að gefa einn bókstaf - til að tákna stöðu nemandans á tilteknu sviði (t.d. stærðfræði eða dönsku). Þessi bókstafur hefur fjölmargar merkingar.

Skoðun

Það birtir alltaf til!

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar

Í dag lauk seinni umræðu vegna fjármálaáætlunar 2024 - 2028. Fjármálaáætlun er verkfæri stjórnvalda til að setja fram skýra stefnu í hagstjórn hins opinbera. Þar er að finna grunngildi hagstjórnarinnar, útfærslu á markmiðum, stefnum og straumum í pólitík.

Skoðun