Menning

Pústið segir sögu

Gufurnar sem koma úr púströrinu á bílnum geta sagt mikið til um ástand mótorsins. Til dæmis þegar bíll tekur upp á því að gefa frá sér blágráan reyk þegar honum er startað á morgnana, þá er það merki um að það hafi komist olía inn í sprengihólf (cylinder) vélarinnar á meðan bíllinn stóð ónotaður alla nóttina. Á meðan vélin brennir þetta af sér myndast blár reykur. Líklegast er að olían hafi komist niður eftir ventlunum, en það gefur til kynna að ventlastýringarnar séu orðnar lélegar. Þó svo að svona sé komið er engin ástæða til að hafa miklar áhyggjur ef þetta varir bara í stutta stund. Þetta ástand hefur engin áhrif á gang vélarinnar eða þjöppu mótorsins. Að gefa frá sér smá reyk á morgnana er ekkert ólíkt því að komast framúr á morgnana, maður er svona aðeins stirðari með árunum en eftir smástund virkar allt eðlilega og maður er kominn í gang. Vantar þig góð ráð? Sendu Jóni Heiðari póst á [email protected]





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.