Hamlet kaupir tómata 14. júní 2004 00:01 "Það er hægt að færa Hamlet inn í hvaða aðstæður sem er," segir leikarinn Bergur Þór Ingólfsson en verk hans Hamlet Superstore fór með sigur úr býtum í dansleikhúskeppni sem fór fram í Borgarleikhúsinu fyrir helgi. "Ég var einu sinni með upptökutæki á Lækjartorgi þegar afgreiðslumaður var að selja mér sokka og út úr því kom snilldarsamtal sem var eitthvað svo skemmtilega abstrakt. Það gerði mér ljóst að hrá samtöl af götunni geta verið mjög áhugaverð á sviði. Fyrir Hamlet Superstore setti ég nokkrar setningar í púkk, svo prófaði leikhópurinn sig áfram og útkoman varð sú að frasarnir voru teknir úr kjörbúðinni en það sem gerðist á sviðinu var allt úr Hamlet." Óhætt er að segja að Bergur hafi með þessum aðferðum hleypt nýju lífi í Hamlet Shakespeares en til dæmis var rætt um tómata þegar Hamlet gaf upp öndina á sviðinu og Geirþrúður spurðist fyrir um hvort hún mætti borga ellefu hluti á tíu hluta kassanum um leið og hún hjó höfuðið af Kládíusi. "Ég var búin að vinna handrit að verkinu og textinn var upphaflega allur beint upp úr umræðunni um fjölmiðlafrumvarpið. Svo hitti ég hópinn og þá þróaðist verkið í þessa átt," segir Bergur en auk þess að vera höfundur leikstýrði hann verkinu og fór á kostum á sviðinu. "Ég hef ekki tekið þátt í dansleikhúsi fyrr en var kynnir á hátíðinni í fyrra og hef haft mikinn áhuga á þessu formi." Verk Bergs hlaut ekki einungis fyrstu verðlaun keppninnar heldur völdu áhorfendur Hamlet Superstore bestu sýninguna. "Þetta var frábært og litlu stelpurnar mínar eru enn að fagna en við fjölskyldan erum nú á leiðinni á hamborgarabúlluna hans Tomma til að halda upp á sigurinn." Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
"Það er hægt að færa Hamlet inn í hvaða aðstæður sem er," segir leikarinn Bergur Þór Ingólfsson en verk hans Hamlet Superstore fór með sigur úr býtum í dansleikhúskeppni sem fór fram í Borgarleikhúsinu fyrir helgi. "Ég var einu sinni með upptökutæki á Lækjartorgi þegar afgreiðslumaður var að selja mér sokka og út úr því kom snilldarsamtal sem var eitthvað svo skemmtilega abstrakt. Það gerði mér ljóst að hrá samtöl af götunni geta verið mjög áhugaverð á sviði. Fyrir Hamlet Superstore setti ég nokkrar setningar í púkk, svo prófaði leikhópurinn sig áfram og útkoman varð sú að frasarnir voru teknir úr kjörbúðinni en það sem gerðist á sviðinu var allt úr Hamlet." Óhætt er að segja að Bergur hafi með þessum aðferðum hleypt nýju lífi í Hamlet Shakespeares en til dæmis var rætt um tómata þegar Hamlet gaf upp öndina á sviðinu og Geirþrúður spurðist fyrir um hvort hún mætti borga ellefu hluti á tíu hluta kassanum um leið og hún hjó höfuðið af Kládíusi. "Ég var búin að vinna handrit að verkinu og textinn var upphaflega allur beint upp úr umræðunni um fjölmiðlafrumvarpið. Svo hitti ég hópinn og þá þróaðist verkið í þessa átt," segir Bergur en auk þess að vera höfundur leikstýrði hann verkinu og fór á kostum á sviðinu. "Ég hef ekki tekið þátt í dansleikhúsi fyrr en var kynnir á hátíðinni í fyrra og hef haft mikinn áhuga á þessu formi." Verk Bergs hlaut ekki einungis fyrstu verðlaun keppninnar heldur völdu áhorfendur Hamlet Superstore bestu sýninguna. "Þetta var frábært og litlu stelpurnar mínar eru enn að fagna en við fjölskyldan erum nú á leiðinni á hamborgarabúlluna hans Tomma til að halda upp á sigurinn."
Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira