Menning

Toyota á toppnum sem fyrr

Toyota er mest selda bílategundin í janúar til maí í ár. Þetta þarf ekki að koma neinum á óvart því Toyota hefur verið mest seldi bíllinn um langt árabil. Seldir bílar í janúar til maí í ár eru 1.329 og hlutfallið er 28,04% af heildarsölu. Á eftir Toyota er langt í næstu tegund, sem er Volkswagen með 364 selda bíla eða 9,26% á tímabilinu. Í maímánuði einum seldust 434 Toyota-bílar og var hlutdeildin 36,3%, sem er 21,2% aukning miðað við sama mánuð í fyrra. Volkswagen er einnig í öðru sæti sé maímánuður skoðaður einn. Þar er hins vegar um 23,3% samdrátt á sölu að ræða miðað við sama mánuð í fyrra. Hástökkvararnir milli maímánaða í ár og í fyrra eru þó Fiat/Alfa Romeo með 1.525% aukningu milli ára og 65 selda bíla í maí í ár og Ssangyoung með 1.300% aukningu frá sama mánuði í fyrra og 14 bíla selda í maí í ár.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.