Draumahelgin 24. júní 2004 00:01 Hilmar Hansson, formaður Landssambands stangveiðifélaga, myndi að sjálfsögðu vilja eyða draumahelginni standandi í vatni upp að mitti. "Á föstudagsmorgni myndi ég bruna norður í land og áður en ég vissi af væri ég staddur í Laxá í Aðaldal sem er ein fallegasta á landsins og náttúrufegurðin alveg sérstök. Æðarfossar, Hólmavatnsstíflan og Brúarflúð eru allt saman miklir uppáhaldsstaðir hjá mér. Á þessum tíma er fuglalífið alveg stórkostlegt, allir fuglar sem ég get látið mér detta í hug og mikið líf. Í fyrra var ég í Aðaldalnum að veiða og konan mín hringdi, og þegar smáþögn kom í símtalið hélt hún að ég væri farinn að liggja á eggjum, slíkur var söngurinn. Á laugardagsmorguninn myndi ég svo vera kominn í Norðurá og byrja að veiða á Eyrinni þar kl. 7 árdegis. Ég myndi svo taka Eyrina, Myrkhyl, Laugakvörn og áfram eftir ánni og enda niðri í Stekk. Ég myndi borða í Veiðihúsinu á Rjúpnaási hjá Guðmundi Viðarssyni kokki þar. Ég myndi borða víkingasteikina hans Guðmundar og eplaköku í eftirrétt. Ég fékk þetta um daginn hjá honum og væri alveg til í að borða það aftur." Hvað myndirðu veiða? "Í Aðaldalnum myndi ég vilja veiða stóra fallega laxa, draumurinn væri að fá stórlax þar. Ef ég fengi stóra hrygnu myndi ég sleppa henni og leggja inn fyrir góðri hrygningu í haust. Ég myndi hins vegar vilja lenda í ævintýri á Eyrinni í Norðurá," segir Hilmar leyndardómsfullur. Hann vill ekki láta of mikið uppi um ævintýrin sem gerast þar. "Eyrin býður upp á töfrastundir og það væri gaman að lenda á einni svoleiðis þegar laxarnir stökkva næstum því á mann. Laxinn úr Norðurá myndi ég grilla með fjölskyldunni. Á sunnudaginn færi ég svo á Þingvöll og veiddi feitar og fallegar kuðungableikjur sem eru gráðugar á þessum tíma. Nú eru þær komnar upp að landi til að háma í sig æti og veiðimaðurinn nýtir sér það." Og hvernig verður veðrið? "Um þessa helgi verður sól alls staðar þar sem ég er á landinu." Hvernig verður helgin svo hjá Hilmari í alvörunni? "Á laugardaginn fer ég að veiða í Iðunni þar sem Stóra-Laxá rennur í Hvítá í Árnessýslu og á sunnudaginn fer ég á Veiðidag fjölskyldunnar á Þingvöllum og nýti mér boð Landssambands stangveiðifélaga. Þá fá allir að veiða án endurgjalds í mörgum helstu veiðivötnum landsins og ég missi að sjálfsögðu ekki af því." Ferðalög Mest lesið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Hilmar Hansson, formaður Landssambands stangveiðifélaga, myndi að sjálfsögðu vilja eyða draumahelginni standandi í vatni upp að mitti. "Á föstudagsmorgni myndi ég bruna norður í land og áður en ég vissi af væri ég staddur í Laxá í Aðaldal sem er ein fallegasta á landsins og náttúrufegurðin alveg sérstök. Æðarfossar, Hólmavatnsstíflan og Brúarflúð eru allt saman miklir uppáhaldsstaðir hjá mér. Á þessum tíma er fuglalífið alveg stórkostlegt, allir fuglar sem ég get látið mér detta í hug og mikið líf. Í fyrra var ég í Aðaldalnum að veiða og konan mín hringdi, og þegar smáþögn kom í símtalið hélt hún að ég væri farinn að liggja á eggjum, slíkur var söngurinn. Á laugardagsmorguninn myndi ég svo vera kominn í Norðurá og byrja að veiða á Eyrinni þar kl. 7 árdegis. Ég myndi svo taka Eyrina, Myrkhyl, Laugakvörn og áfram eftir ánni og enda niðri í Stekk. Ég myndi borða í Veiðihúsinu á Rjúpnaási hjá Guðmundi Viðarssyni kokki þar. Ég myndi borða víkingasteikina hans Guðmundar og eplaköku í eftirrétt. Ég fékk þetta um daginn hjá honum og væri alveg til í að borða það aftur." Hvað myndirðu veiða? "Í Aðaldalnum myndi ég vilja veiða stóra fallega laxa, draumurinn væri að fá stórlax þar. Ef ég fengi stóra hrygnu myndi ég sleppa henni og leggja inn fyrir góðri hrygningu í haust. Ég myndi hins vegar vilja lenda í ævintýri á Eyrinni í Norðurá," segir Hilmar leyndardómsfullur. Hann vill ekki láta of mikið uppi um ævintýrin sem gerast þar. "Eyrin býður upp á töfrastundir og það væri gaman að lenda á einni svoleiðis þegar laxarnir stökkva næstum því á mann. Laxinn úr Norðurá myndi ég grilla með fjölskyldunni. Á sunnudaginn færi ég svo á Þingvöll og veiddi feitar og fallegar kuðungableikjur sem eru gráðugar á þessum tíma. Nú eru þær komnar upp að landi til að háma í sig æti og veiðimaðurinn nýtir sér það." Og hvernig verður veðrið? "Um þessa helgi verður sól alls staðar þar sem ég er á landinu." Hvernig verður helgin svo hjá Hilmari í alvörunni? "Á laugardaginn fer ég að veiða í Iðunni þar sem Stóra-Laxá rennur í Hvítá í Árnessýslu og á sunnudaginn fer ég á Veiðidag fjölskyldunnar á Þingvöllum og nýti mér boð Landssambands stangveiðifélaga. Þá fá allir að veiða án endurgjalds í mörgum helstu veiðivötnum landsins og ég missi að sjálfsögðu ekki af því."
Ferðalög Mest lesið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira