Menning

Audi í Þýskalandi

Audi hefur bestu ímynd allra bílaframleiðenda á þýskum markaði. Þetta er niðurstaða könnunar þýska bílatímaritsins "Auto Zeitung" sem lögð var fyrir rúmlega 30.000 lesendur blaðsins. "Audi hefur ótrúlega mikið forskot. Enginn framleiðandi hefur bætt jafnmiklu við sig og merkið höfðar betur til lesenda okkar en keppinautar þess sem þó njóta velgengni," segja ritstjórar "Auto Zeitung". Audi fær útkomuna 625,6 og slær alveg við tveimur helstu þýsku keppinautum sínum í flokki lúxusbíla. Sá framleiðandi sem næst kemur fékk 516,2 stig og sá í þriðja sæti 493,9 stig. Þessar niðurstöður fengust með vinnslu á svörum við 17 spurningum þar sem lesendur voru spurðir um þau viðmið sem þeir teldu skipta höfuðmáli við kaup á nýjum bíl. Sem dæmi má nefna áreiðanleika og öryggi en líka tilfinningalega þætti á borð við hönnun og sportlega eiginleika.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.