Losnað við yfirdráttinn 28. júlí 2004 00:01 Sæll Ingólfur. Mig langar til að vita hvort þú lumir á góðum ráðum varðandi yfirdrætti? Þannig er að við erum að greiða yfir 10. þús. krónur í vexti á mánuði vegna yfirdráttarheimilda! Þetta er náttúrlega alltof mikið og væri betra að ráðstafa þessum peningum t.d. í sparnað. En þetta er vítahringur sem erfitt er að komast úr. Er sniðugt að taka lán fyrir yfirdrættinum? Er það ekki bara léleg lausn? Ertu með einhver ráð? Kveðja Svala. Sæl Svala. Þú hefur í rauninni aðeins um tvo kosti að velja fyrir utan að bíða eftir lottóvinningnum sem ég mæli ekki með. Annað hvort semur þú við þig sjálfa um að greiða ákveðna upphæð inn á heimildina á hverjum mánuði þangað til hún er búin, eða þú tekur skuldabréf með mánaðarlegum greiðslum. Kosturinn við skuldabréfið eru lægri vextir og aginn sem mánaðarlegir greiðsluseðlar veita. Seðlarnir liggja á manni eins og mara og maður losnar ekki við þá fyrr en maður borgar. Veljir þú hina leiðina mæli ég með að þú semjir um yfirdráttarvextina, annað hvort við bankann þinn eða einhvern annan. Lánastofnanir hafa ekkert á móti tiltölulega skilvísum skuldurum og Netbankinn, nb.is, hefur til dæmis gert fólki tilboð í yfirdráttinn þeirra og boðið lægri vexti en ég hef séð annarsstaðar. Veljir þú þessa leið verður þú sjálf að bera ábyrgð á mánaðarlegum greiðslum. Þú verður að veita þér nauðsynlegt aðhald til þess að greiða reglulega inn á heimildina. Bankinn setur ekki á þig þrýsting því honum líður vel á meðan hann tínir af þér vextina. Til þess að gera þér þessa leið auðvelda, legg ég til að þú takir 10% af mánaðarlegum nettótekjum þínum og notir þá upphæð til þess að greiða niður heimildana. Þú getur svo notað sömu upphæð í sparnað þegar þú hefur klárað yfirdráttinn. Þú segir að þetta sé vítahringur hjá ykkur. Er hugsanlegt að þið stýrið neyslunni ekki nógu vel og nýtið þar af leiðandi peningana illa? Getur verið að þið vitið ekki almennilega í hvað peningarnir fara; notið kreditkort, kaupið eitthvað sniðugt og ódýrt en síður það sem þið þurfið og ykkur vantar alltaf eitthvað? Þegar kortareikningurinn kemur hverfur ánægjan og þið munið ekki hvað þið keyptuð eða hvað það var sem kostaði svona mikið. Er þetta einhvernveginn svona? Ef svo er, mæli ég með að þið notið peningana eins og þið væruð að undirbúa góða og dýra máltíð: Skipuleggið kaupin með góðum fyrirvara og kaupið aðeins besta hráefnið. Látið ykkur hlakka til og finnið fyrir eftirvæntingunni og spennunni. Nostrið við matargerðina og skreytið borðið af tilfinningu og hugmyndaauðgi. Gefið ykkur góðan tíma við að matast, smjattið vel á réttunum og lifið lengi á eftirbragðinu. Verði ykkur að góðu, Ingólfur Hrafnkell Ertu með spurningu til Ingólfs? Sendu honum línu á [email protected] Fjármál Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
Sæll Ingólfur. Mig langar til að vita hvort þú lumir á góðum ráðum varðandi yfirdrætti? Þannig er að við erum að greiða yfir 10. þús. krónur í vexti á mánuði vegna yfirdráttarheimilda! Þetta er náttúrlega alltof mikið og væri betra að ráðstafa þessum peningum t.d. í sparnað. En þetta er vítahringur sem erfitt er að komast úr. Er sniðugt að taka lán fyrir yfirdrættinum? Er það ekki bara léleg lausn? Ertu með einhver ráð? Kveðja Svala. Sæl Svala. Þú hefur í rauninni aðeins um tvo kosti að velja fyrir utan að bíða eftir lottóvinningnum sem ég mæli ekki með. Annað hvort semur þú við þig sjálfa um að greiða ákveðna upphæð inn á heimildina á hverjum mánuði þangað til hún er búin, eða þú tekur skuldabréf með mánaðarlegum greiðslum. Kosturinn við skuldabréfið eru lægri vextir og aginn sem mánaðarlegir greiðsluseðlar veita. Seðlarnir liggja á manni eins og mara og maður losnar ekki við þá fyrr en maður borgar. Veljir þú hina leiðina mæli ég með að þú semjir um yfirdráttarvextina, annað hvort við bankann þinn eða einhvern annan. Lánastofnanir hafa ekkert á móti tiltölulega skilvísum skuldurum og Netbankinn, nb.is, hefur til dæmis gert fólki tilboð í yfirdráttinn þeirra og boðið lægri vexti en ég hef séð annarsstaðar. Veljir þú þessa leið verður þú sjálf að bera ábyrgð á mánaðarlegum greiðslum. Þú verður að veita þér nauðsynlegt aðhald til þess að greiða reglulega inn á heimildina. Bankinn setur ekki á þig þrýsting því honum líður vel á meðan hann tínir af þér vextina. Til þess að gera þér þessa leið auðvelda, legg ég til að þú takir 10% af mánaðarlegum nettótekjum þínum og notir þá upphæð til þess að greiða niður heimildana. Þú getur svo notað sömu upphæð í sparnað þegar þú hefur klárað yfirdráttinn. Þú segir að þetta sé vítahringur hjá ykkur. Er hugsanlegt að þið stýrið neyslunni ekki nógu vel og nýtið þar af leiðandi peningana illa? Getur verið að þið vitið ekki almennilega í hvað peningarnir fara; notið kreditkort, kaupið eitthvað sniðugt og ódýrt en síður það sem þið þurfið og ykkur vantar alltaf eitthvað? Þegar kortareikningurinn kemur hverfur ánægjan og þið munið ekki hvað þið keyptuð eða hvað það var sem kostaði svona mikið. Er þetta einhvernveginn svona? Ef svo er, mæli ég með að þið notið peningana eins og þið væruð að undirbúa góða og dýra máltíð: Skipuleggið kaupin með góðum fyrirvara og kaupið aðeins besta hráefnið. Látið ykkur hlakka til og finnið fyrir eftirvæntingunni og spennunni. Nostrið við matargerðina og skreytið borðið af tilfinningu og hugmyndaauðgi. Gefið ykkur góðan tíma við að matast, smjattið vel á réttunum og lifið lengi á eftirbragðinu. Verði ykkur að góðu, Ingólfur Hrafnkell Ertu með spurningu til Ingólfs? Sendu honum línu á [email protected]
Fjármál Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira