Menning

Bækur ganga manna á milli

Eftir samræmdu prófin í grunnskóla skiptast námsmennirnir oft í tvær þyrpingar; þeir sem halda áfram í skóla og þeir sem fara út á vinnumarkaðinn. Þeir sem ákveða að feta námsbrautina áfram þurfa allt í einu að hugsa um bókakaup. Áður en skólinn byrjar fá námsmenn bókalista í hönd og þá er vissara að drífa sig út á skiptibókamarkaði til að fá bækurnar sem ódýrastar. Þeir sem eru ekki að byrja í framhaldsskóla geta einnig farið með gömlu bækurnar sínar og skipt þeim út fyrir nýjar og borga þá yfirleitt lítið á milli. "Við erum bæði með nýjar og gamlar bækur á markaðinum. Við höfum yfirleitt þær eldri ofan á þeim nýju þannig að þeir fyrstu sem koma að kaupa bækur fá þær ódýrustu. Krakkarnir koma með bækurnar á kassann og þær bækur sem hægt er að taka inn eru teknar inn. Þau fá síðan innleggsnótu sem gildir í ár fyrir allar vörurnar í búðinni. Þau koma næst og skoða sig um á markaðinum, kaupa þær bækur sem þær þurfa og nota svo innleggsnótuna við kassann," segir Nína Hjaltadóttir, starfsmaður á skiptibókamarkaði Griffils. "Það er mismunandi eftir skólum en yfirleitt fá krakkar um tíu til fimmtán þúsund krónur fyrir gömlu bækurnar. Það dugir yfirleitt fyrir um sextíu prósent af kostnaði nýju bókanna þannig að þetta marg borgar sig. Það er reyndar endalaust verið að búa til nýjar útgáfur og kenna nýjar bækur. Það er ákveðin tíska í því eins og öðru og við ráðum ekkert við það. Auðvitað getum við ekki tekið inn bækur sem ekki eru kenndar það árið eða eru úreltar. Við fáum lista frá skólunum um hvaða bækur eru kenndar hverju sinni og verðum að fara alfarið eftir þeim," segir Nína og bætir við að þau í Griffli byrji að taka inn bækur strax á vorin. "Fólk kemur stundum á vorin en það er ekki mikið. Þá tökum við inn þær bækur sem við vitum að erum kenndar. Við stoppum samt svolítið á því að við getum ekki tekið inn allar bækur. Mesta örtröðin byrjar náttúrulega þegar um það bil vika er í skólann. Við tökum bara inn það sem við seljum og endum árið yfirleitt á því að eiga eitthvað aðeins fram á næsta ár. Nýjum bókum skilum við aftur til útgefanda. Það eina sem vantar eru bækur fyrir háskóla. Það er líklega vegna þess að í háskólanum vill fólk yfirleitt eiga bækurnar. Mjög fáir kaupa bækur í menntaskóla með það í huga að eiga þær um ókomna framtíð. Þess vegna eru skiptibókamarkaðir svona sniðugir og hagkvæmir í leiðinni." Nína hvetur námsmenn til að koma sem fyrst með bækurnar á skiptibókamarkaðinn. "Þó að krakkar séu ekki komnir með bókalista í hendurnar þá geta þeir samt lagt inn gömlu bækurnar og fengið innleggsnótuna. Við hjá Grifli veitum ekki peninga fyrir bækur þar sem við trúum því að bækur ættu að vera keyptar fyrir bókapeninga. Það er ákveðið skynsemisatriði. Við tökum allar bækur sem við þorum. Það er vilji bókasölumannsins að sem flestir fái bækurnar sem ódýrastar. Við höfum það að markmiði að það fáist allt hér og því fyrr sem krakkarnir koma því ódýrari bækur fá þeir." [email protected]





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.