Framsóknarkonur grípa til aðgerða 20. ágúst 2004 00:01 Framsóknarkonur á höfuðborgarsvæðinu ætla að grípa til aðgerða vegna ákvörðunar Halldórs Ásgrímssonar um að svipta Siv Friðleifsdóttur ráðherrastóli og smala nú til stórfundar í hádeginu á morgun. Siv Friðleifsdóttir telur að andstæðingar sínir ætli að reyna koma sér úr stjórn flokksins á næsta flokksþingi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur stjórnarsamstarfið hafa veikst eftir atburði gærdagsins. Reiðin kraumar í Framsóknarkonum eftir ákvörðun Halldórs Ásgrímssonar um að setja Siv Friðleifsdóttur út úr ríkisstjórninni eftir tæpan mánuð. Þær hafa nú blásið í herlúðra og boðað allar Framsóknarkonur sem vettlingi geta valdið til samráðsfundar í Iðnó í hádeginu á morgun. Þar á ekki bara að spjalla, það á að taka ákvarðanir um beinharðar aðgerðir. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur verið hringt í allar Framsóknarkonur á höfuðborgarsvæðinu í dag og þær boðaðar til fundarins. Heimildir Fréttastofu herma að tvær konur úr þingflokki Framsóknarflokksins ætli sér að mæta á þennan fund. Þær Siv Friðleifsdóttir og Jónína Bjartmars. Það er því ljóst að það eru mikil átök framundan í Framsóknarflokknum. Siv Friðleifsdóttir ku óttast mjög að hún sé nú komin endanlega út í kuldann hjá flokksforystunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu sagði hún samherjum sínum eftir þingflokksfundinn í gær, að þetta væri aðeins byrjunin, næst yrði hún slegin af sem ritari flokksins á flokksþinginu næsta vor. Þar eru menn þegar farnir að gæla við að arftaki hennar kunni að verða Dagný Jónsdóttir, sem hefur talað gegn Framsóknarkonum og þótt sýna flokksforystunni mikla hollustu. Þá gerast þær raddir æ háværari að Árni Magnússon ætli þegar í vor að gera atlögu að varaformannsstóli Guðna Ágústssonar, og það sem meira er; í Suðurkjördæmi er þegar talað um að Árni leiði listann í næstu kosningum í stað Guðna. Árni er enda búsettur í því kjördæmi, þó svo hann sé þingmaður Reykvíkinga. Jafnréttisnefnd Framsóknarflokksins sendi frá sér ályktun í dag þar sem ákvörðun þingflokksins er hörmuð. Bæði brjóti hún í bága við lög flokksins og eins sé ljóst að þingflokkurinn hafi ekki haft jafnréttisáætlun flokksins að leiðarljósi. Átök og ósætti í stjórnarflokki vekja upp spurningar um hvort slíkt hafi áhrif á stjórnarsamstarfið. Gunnar Birgisson, þingmaður Sjálfstæðismanna telur engan vafa á að atburðir gærdagsins hafi veikt stjórnarsamstarfið og að staða ríkisstjórnarinnar hafi einnig veikst. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Framsóknarkonur á höfuðborgarsvæðinu ætla að grípa til aðgerða vegna ákvörðunar Halldórs Ásgrímssonar um að svipta Siv Friðleifsdóttur ráðherrastóli og smala nú til stórfundar í hádeginu á morgun. Siv Friðleifsdóttir telur að andstæðingar sínir ætli að reyna koma sér úr stjórn flokksins á næsta flokksþingi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur stjórnarsamstarfið hafa veikst eftir atburði gærdagsins. Reiðin kraumar í Framsóknarkonum eftir ákvörðun Halldórs Ásgrímssonar um að setja Siv Friðleifsdóttur út úr ríkisstjórninni eftir tæpan mánuð. Þær hafa nú blásið í herlúðra og boðað allar Framsóknarkonur sem vettlingi geta valdið til samráðsfundar í Iðnó í hádeginu á morgun. Þar á ekki bara að spjalla, það á að taka ákvarðanir um beinharðar aðgerðir. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur verið hringt í allar Framsóknarkonur á höfuðborgarsvæðinu í dag og þær boðaðar til fundarins. Heimildir Fréttastofu herma að tvær konur úr þingflokki Framsóknarflokksins ætli sér að mæta á þennan fund. Þær Siv Friðleifsdóttir og Jónína Bjartmars. Það er því ljóst að það eru mikil átök framundan í Framsóknarflokknum. Siv Friðleifsdóttir ku óttast mjög að hún sé nú komin endanlega út í kuldann hjá flokksforystunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu sagði hún samherjum sínum eftir þingflokksfundinn í gær, að þetta væri aðeins byrjunin, næst yrði hún slegin af sem ritari flokksins á flokksþinginu næsta vor. Þar eru menn þegar farnir að gæla við að arftaki hennar kunni að verða Dagný Jónsdóttir, sem hefur talað gegn Framsóknarkonum og þótt sýna flokksforystunni mikla hollustu. Þá gerast þær raddir æ háværari að Árni Magnússon ætli þegar í vor að gera atlögu að varaformannsstóli Guðna Ágústssonar, og það sem meira er; í Suðurkjördæmi er þegar talað um að Árni leiði listann í næstu kosningum í stað Guðna. Árni er enda búsettur í því kjördæmi, þó svo hann sé þingmaður Reykvíkinga. Jafnréttisnefnd Framsóknarflokksins sendi frá sér ályktun í dag þar sem ákvörðun þingflokksins er hörmuð. Bæði brjóti hún í bága við lög flokksins og eins sé ljóst að þingflokkurinn hafi ekki haft jafnréttisáætlun flokksins að leiðarljósi. Átök og ósætti í stjórnarflokki vekja upp spurningar um hvort slíkt hafi áhrif á stjórnarsamstarfið. Gunnar Birgisson, þingmaður Sjálfstæðismanna telur engan vafa á að atburðir gærdagsins hafi veikt stjórnarsamstarfið og að staða ríkisstjórnarinnar hafi einnig veikst.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira