Nánast ódrepandi jakki 2. september 2004 00:01 Ég á einn jakka sem er uppáhaldsflíkin mín. Þetta er Sherlock Holmes-jakki og frekar stuttur jakkafatajakki. Þetta er brúnleitur, köflóttur ullarjakki með ekta Sherlock Holmes-kraga og stórum brúnum tölum," segir Valur Freyr Einarsson, leikari. "Jakkann keypti ég árið 2000 þegar ég var búsettur í London. Þar voru svokallaðar "Healthy Aid"-búðir sem voru góðgerðarbúðir til að hjálpa öldruðum. Ég held að jakkinn hafi örugglega ekki kostað meira en eitt pund sem eru um 130 krónur. Ég hef notað þennan jakka stanslaust síðan og alltaf einhvern hluta af vetri. Hann dugir mér vel þar sem þetta er ekta breskur jakki þannig að hann er vel frágenginn og nánast ódrepandi. Það má segja að þetta hafi verið algjör kjarakaup," segir Valur sem aldrei hefur þurft að láta gera við jakkann. "Ég hef farið með hann í hreinsun af og til en það sér ekkert á honum." Valur er ekki mikill snyrtipinni af eigin sögn en jakkinn hefur nú oft bjargað því. "Ég reyni að vera snyrtilegur oftast en er ekki þekktur fyri það. Ég hef samt fengið margar athugasemdir á þennan jakka vegna þess að hann er dálítið smart. Ég held að fólk haldi að hann sé dýrari en hann í raun er en ég hef aldrei kjaftað frá því - fyrr en núna. Þessi jakki lifir af og hann er svoleiðis að sonur minn fer að nota hann í hippamenningunni þegar hún lifnar aftur við," segir Valur sem er í óðaönn að æfa splunkunýtt leikrit. "Við byrjuðum æfingar á Hinum útvalda á afmælisdeginum mínum 16. ágúst. Ég sem sagt hélt uppá afmælisdaginn minn á fyrstu æfingunni. Það var reyndar of heitt til að vera í Sherlock Holmes-jakkanum í tilefni dagsins en við stefnum á að frumsýna leikritið þann 16. september. Þetta er ekta gauraleikrit fyrir tíu til fimmtán ára gaura. Það eru samt auðvitað allir velkomnir." Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Ég á einn jakka sem er uppáhaldsflíkin mín. Þetta er Sherlock Holmes-jakki og frekar stuttur jakkafatajakki. Þetta er brúnleitur, köflóttur ullarjakki með ekta Sherlock Holmes-kraga og stórum brúnum tölum," segir Valur Freyr Einarsson, leikari. "Jakkann keypti ég árið 2000 þegar ég var búsettur í London. Þar voru svokallaðar "Healthy Aid"-búðir sem voru góðgerðarbúðir til að hjálpa öldruðum. Ég held að jakkinn hafi örugglega ekki kostað meira en eitt pund sem eru um 130 krónur. Ég hef notað þennan jakka stanslaust síðan og alltaf einhvern hluta af vetri. Hann dugir mér vel þar sem þetta er ekta breskur jakki þannig að hann er vel frágenginn og nánast ódrepandi. Það má segja að þetta hafi verið algjör kjarakaup," segir Valur sem aldrei hefur þurft að láta gera við jakkann. "Ég hef farið með hann í hreinsun af og til en það sér ekkert á honum." Valur er ekki mikill snyrtipinni af eigin sögn en jakkinn hefur nú oft bjargað því. "Ég reyni að vera snyrtilegur oftast en er ekki þekktur fyri það. Ég hef samt fengið margar athugasemdir á þennan jakka vegna þess að hann er dálítið smart. Ég held að fólk haldi að hann sé dýrari en hann í raun er en ég hef aldrei kjaftað frá því - fyrr en núna. Þessi jakki lifir af og hann er svoleiðis að sonur minn fer að nota hann í hippamenningunni þegar hún lifnar aftur við," segir Valur sem er í óðaönn að æfa splunkunýtt leikrit. "Við byrjuðum æfingar á Hinum útvalda á afmælisdeginum mínum 16. ágúst. Ég sem sagt hélt uppá afmælisdaginn minn á fyrstu æfingunni. Það var reyndar of heitt til að vera í Sherlock Holmes-jakkanum í tilefni dagsins en við stefnum á að frumsýna leikritið þann 16. september. Þetta er ekta gauraleikrit fyrir tíu til fimmtán ára gaura. Það eru samt auðvitað allir velkomnir."
Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira