Lífið

Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Það mátti vart sjá hvort liðið skemmti sér betur.
Það mátti vart sjá hvort liðið skemmti sér betur.

Það var sannkallaður El Classico í Kosningakvissi hjá Birni Braga þegar Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn mættust. Vel fór á með liðunum í æsispennandi keppni.

Logi Einarsson og Kristrún Frostadóttir voru fulltrúar Samfylkingarinnar en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðlaugur Þór voru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í kosningakvissinu sem sýnt var í skemmtiþætti Stöðvar 2 á kosningakvöld.

Liðin fengu að spreyta sig í flokki frægra lína og að lokum var lögð fyrir þau myndagáta. Tvö stig voru í boði fyrir hvert rétt svar þar sem andstæðingur gat stolið stigi. Flokkarnir sem voru í boði og liðin fengu að velja úr voru: Peningar, Ástin, Kosningaslagorð og Lady Gaga og Bradley Cooper. Sjón er sögu ríkari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.