Síminn ekki seldur með hraði 13. september 2004 00:01 Davíð Oddsson forsætisráðherra segir meintan ágreining stjórnarflokkanna hafa verið "kallaðan fram", lítið beri í milli í helstu málum, svo sem Símamálinu, Evrópumálum, öryrkjamáli og um fjárfestingar í sjávarútvegi þrátt fyrir fréttir fjömiðla um ágreining. Davíð vísar því á bug í viðtali við Fréttablaðið að hætt hafi verið við sölu Símans. "Nei, það er alltof mikið sagt, ég nefndi til sögunnar í viðtali í Morgunblaðiðinu að Ólafur Davíðsson myndi láta af því starfi að vera formaður einkavæðingarnefndar og það kemur nýr fulltrúi inn í nefndina frá mér. Mér finnst eðlilegt að við þessi skipti fái nýr forsætisráðherra og formaður á hans vegum tíma til að móta hlutina. En þetta er verkefni kjörtímabilsins. Það eina sem ég sagði í Morgunblaðinu var að við værum ekki á neinni hraðferð. Við Halldór höfum orðað þetta á sama hátt, held ég, að það sé bundið í stjórnarsáttmálann að klára þetta á kjörtímabilinu og þá miðum við hvenær er hagfelldast fyrir ríkissjóð og alla að klára þá sölu. Það er enginn ágreiningur í þessu máli." Davíð gerði einnig lítið úr mismunandi áherslum stjórnarflokkanna um dreifikerfi Símans. "Ég heyrði haft eftir formanni þingflokks framsóknarmanna að það þyrfti að bæta 200 milljónum í tengingar á grunnnetið til að framsóknarmenn væru sáttir. Þetta getur ekki haft áhrif á sölu Símans upp á 50-70 milljarða hvorum megin þær 200 milljónir liggja. Mannist sýnist þetta vera óskaplega lítill ágreiningur, það getur vel verið að hann eigi eftir að vaxa; ég vona það að verði meira fjör en þetta!" Davíð sat í gær síðasta þingflokksfund sinn sem forsætisráðherra en hann hefur verið í forsæti ríkisstjórnar frá því að hann settist á Alþingi árið 1991 fyrir rúmum 13 árum. Á morgun víkur hann úr stjórnarráðshúsinu við Lækjargötu og tekur við lyklavöldum í utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg. Davíð yfirgefur stjórnarráðið og miðbæinn með mikilli eftirsjá. "Ég var að laga til á Þingvöllum í gær og í skrifborðinu mínu í stjórnarráðinu og í læstum hirslum í gær. Allt tekur þetta á mann því þetta eru mikil tímamót." -Góðar minningar? "Já, mjög margar góðar minningar, ég vann í Iðnó, í Nathans Olsens-húsinu sem nú hýsir Apótekið, Morgunblaðshöllinni, Ingólfsapóteki, Sjúkrasamlaginu í húsinu sem Jón Þorláksson lét reisa við Tryggvagötu og auðvitað þinghúsinu og stjórnarráðinu. Svo útskrifaðist ég úr M.R. Ég hef ekki mælt það en ætli radíusinn sé ekki svona 150 metrar og svo er maður allt í einu kominn upp í sveit! Með fullri virðingu." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Davíð Oddsson forsætisráðherra segir meintan ágreining stjórnarflokkanna hafa verið "kallaðan fram", lítið beri í milli í helstu málum, svo sem Símamálinu, Evrópumálum, öryrkjamáli og um fjárfestingar í sjávarútvegi þrátt fyrir fréttir fjömiðla um ágreining. Davíð vísar því á bug í viðtali við Fréttablaðið að hætt hafi verið við sölu Símans. "Nei, það er alltof mikið sagt, ég nefndi til sögunnar í viðtali í Morgunblaðiðinu að Ólafur Davíðsson myndi láta af því starfi að vera formaður einkavæðingarnefndar og það kemur nýr fulltrúi inn í nefndina frá mér. Mér finnst eðlilegt að við þessi skipti fái nýr forsætisráðherra og formaður á hans vegum tíma til að móta hlutina. En þetta er verkefni kjörtímabilsins. Það eina sem ég sagði í Morgunblaðinu var að við værum ekki á neinni hraðferð. Við Halldór höfum orðað þetta á sama hátt, held ég, að það sé bundið í stjórnarsáttmálann að klára þetta á kjörtímabilinu og þá miðum við hvenær er hagfelldast fyrir ríkissjóð og alla að klára þá sölu. Það er enginn ágreiningur í þessu máli." Davíð gerði einnig lítið úr mismunandi áherslum stjórnarflokkanna um dreifikerfi Símans. "Ég heyrði haft eftir formanni þingflokks framsóknarmanna að það þyrfti að bæta 200 milljónum í tengingar á grunnnetið til að framsóknarmenn væru sáttir. Þetta getur ekki haft áhrif á sölu Símans upp á 50-70 milljarða hvorum megin þær 200 milljónir liggja. Mannist sýnist þetta vera óskaplega lítill ágreiningur, það getur vel verið að hann eigi eftir að vaxa; ég vona það að verði meira fjör en þetta!" Davíð sat í gær síðasta þingflokksfund sinn sem forsætisráðherra en hann hefur verið í forsæti ríkisstjórnar frá því að hann settist á Alþingi árið 1991 fyrir rúmum 13 árum. Á morgun víkur hann úr stjórnarráðshúsinu við Lækjargötu og tekur við lyklavöldum í utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg. Davíð yfirgefur stjórnarráðið og miðbæinn með mikilli eftirsjá. "Ég var að laga til á Þingvöllum í gær og í skrifborðinu mínu í stjórnarráðinu og í læstum hirslum í gær. Allt tekur þetta á mann því þetta eru mikil tímamót." -Góðar minningar? "Já, mjög margar góðar minningar, ég vann í Iðnó, í Nathans Olsens-húsinu sem nú hýsir Apótekið, Morgunblaðshöllinni, Ingólfsapóteki, Sjúkrasamlaginu í húsinu sem Jón Þorláksson lét reisa við Tryggvagötu og auðvitað þinghúsinu og stjórnarráðinu. Svo útskrifaðist ég úr M.R. Ég hef ekki mælt það en ætli radíusinn sé ekki svona 150 metrar og svo er maður allt í einu kominn upp í sveit! Með fullri virðingu."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira