Óvíst um afdrif Bigleys 13. október 2005 14:41 Misvísandi fréttir berast um afdrif Kens Bigleys, breska gíslsins sem situr í haldi mannræningja í Írak. Bandaríkjaher gerði í morgun stórsókn á Falluja í enn einni tilrauninni til að uppræta hryðjuverkahóp Al-Zarqawis, sem er öfgahópurinn sem rændi Bigley og reyndar mörgum fleirum. Fréttir þess efnis að búið sé að taka Bigley af lífi birtust á íslamskri heimasíðu í nótt en ekki hefur verið unnt að sannreyna þá fullyrðingu. Sama heimasíða hefur að undanförnu farið með fleipur um afdrif annarra gísla í Írak og breska utanríkisráðuneytið segist ekki taka þessa fullyrðingu trúanlega, að svo komnu máli. Á meðan heldur fjölskylda Bigleys áfram að vinna að lausn hans. Dreifirit var borið út í Bagdad í dag þar sem fólk var hvatt til að hafa samband við fjölskylduna ef það hefði einhverjar upplýsingar um Bigley og tveir háttsettir menn í Múslimaráði Bretlands eru komnir til Íraks til að reyna að vinna að lausn hans. Tony Blair, forsætisráðherra Breta, hefur haldið sig til hlés í þessu máli en komst ekki hjá því að svara spurningum í dag þegar hann mætti á ráðstefnu Verkamannaflokksins. Hann sagði stjórnina hafa verið í sambandi við Bigley-fjölskylduna og segir ótrúlegt hve mikilli stillingu hún hafi haldið síðustu daga. Blair sagði yfirvöld munu halda áfram að gera allt sem þau gætu gert til að leysa Bigley úr haldi. Það er hryðjuverkahópur Abu Musab al-Zarqawi sem rændi Bigley og Bandaríkjamönnunum tveimur sem teknir voru af lífi fyrr í vikunni. Öfgamenn hliðhollir honum eru með borgina Falluja á sínu valdi og í morgun hóf bandaríski herinn enn eina sprengjuárásina á vígi Al-Zarqawis í tilraun til að ná undirtökum í borginni. Læknar á sjúkrahúsi í Falluja segja að að minnsta kosti sjö óbreyttir borgarar hafi fallið í árásinni, þar á meðal konur og börn. Myndin er af syni og bræðrum Kens Bigleys. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Sjá meira
Misvísandi fréttir berast um afdrif Kens Bigleys, breska gíslsins sem situr í haldi mannræningja í Írak. Bandaríkjaher gerði í morgun stórsókn á Falluja í enn einni tilrauninni til að uppræta hryðjuverkahóp Al-Zarqawis, sem er öfgahópurinn sem rændi Bigley og reyndar mörgum fleirum. Fréttir þess efnis að búið sé að taka Bigley af lífi birtust á íslamskri heimasíðu í nótt en ekki hefur verið unnt að sannreyna þá fullyrðingu. Sama heimasíða hefur að undanförnu farið með fleipur um afdrif annarra gísla í Írak og breska utanríkisráðuneytið segist ekki taka þessa fullyrðingu trúanlega, að svo komnu máli. Á meðan heldur fjölskylda Bigleys áfram að vinna að lausn hans. Dreifirit var borið út í Bagdad í dag þar sem fólk var hvatt til að hafa samband við fjölskylduna ef það hefði einhverjar upplýsingar um Bigley og tveir háttsettir menn í Múslimaráði Bretlands eru komnir til Íraks til að reyna að vinna að lausn hans. Tony Blair, forsætisráðherra Breta, hefur haldið sig til hlés í þessu máli en komst ekki hjá því að svara spurningum í dag þegar hann mætti á ráðstefnu Verkamannaflokksins. Hann sagði stjórnina hafa verið í sambandi við Bigley-fjölskylduna og segir ótrúlegt hve mikilli stillingu hún hafi haldið síðustu daga. Blair sagði yfirvöld munu halda áfram að gera allt sem þau gætu gert til að leysa Bigley úr haldi. Það er hryðjuverkahópur Abu Musab al-Zarqawi sem rændi Bigley og Bandaríkjamönnunum tveimur sem teknir voru af lífi fyrr í vikunni. Öfgamenn hliðhollir honum eru með borgina Falluja á sínu valdi og í morgun hóf bandaríski herinn enn eina sprengjuárásina á vígi Al-Zarqawis í tilraun til að ná undirtökum í borginni. Læknar á sjúkrahúsi í Falluja segja að að minnsta kosti sjö óbreyttir borgarar hafi fallið í árásinni, þar á meðal konur og börn. Myndin er af syni og bræðrum Kens Bigleys.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Sjá meira