Þingmenn hleyptu kostnaðinum upp 27. september 2004 00:01 Alþingi verður sett næstkomandi föstudag en framkvæmdunum er rétt nýlokið. Að sögn Karls M. Kristjánssonar, rekstrar- og fjármálastjóra Alþingis, er um umfangsmiklar lagfæringar að ræða. Þannig var skipt um jarðveg undir húsinu þar sem að gólf lágu undir skemmdum vegna raka. Ný gólfefni hafa verið lögð í stórum hluta hússins og hafa veggir verið málaðir í sínum upprunalegu litum, hlýjum jarðartónum. "Það ríkti nokkur litagleði þegar húsið var byggt á sínum tíma og þessir litir hafa nú verið endurvaktir," segir Karl og bætir því við að mörg lög af málningu hafi verið skafin af veggjum svo að finna mætti upphaflega lagið. Það er skondin tilviljun að herbergi sumra þingflokkanna eru nú í litum sinna stjórnmálaflokka og þannig er herbergi framsóknarmanna nú grænt á lit. Einnig hefur verið bætt úr lýsingu í sjálfum þingsalnum. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 75 milljónir króna en þegar er ljóst að reikningurinn mun fara yfir 100 milljónir vegna ýmissa liða sem ekki var gert ráð fyrir. "Meðal annars varð veruleg röskun á framkvæmdunum í sumarbyrjun vegna þess að þinghald dróst mun lengur en menn bjuggust við. Þar við bættist sumarþing og þá varð enn meiri truflun á verkinu sem kostaði sitt," bætir Karl við. Stefnt er að frekari endurbótum næsta sumar sem meðal annars miða að því að bæta aðgang fatlaðra að þingpöllum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Alþingi verður sett næstkomandi föstudag en framkvæmdunum er rétt nýlokið. Að sögn Karls M. Kristjánssonar, rekstrar- og fjármálastjóra Alþingis, er um umfangsmiklar lagfæringar að ræða. Þannig var skipt um jarðveg undir húsinu þar sem að gólf lágu undir skemmdum vegna raka. Ný gólfefni hafa verið lögð í stórum hluta hússins og hafa veggir verið málaðir í sínum upprunalegu litum, hlýjum jarðartónum. "Það ríkti nokkur litagleði þegar húsið var byggt á sínum tíma og þessir litir hafa nú verið endurvaktir," segir Karl og bætir því við að mörg lög af málningu hafi verið skafin af veggjum svo að finna mætti upphaflega lagið. Það er skondin tilviljun að herbergi sumra þingflokkanna eru nú í litum sinna stjórnmálaflokka og þannig er herbergi framsóknarmanna nú grænt á lit. Einnig hefur verið bætt úr lýsingu í sjálfum þingsalnum. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 75 milljónir króna en þegar er ljóst að reikningurinn mun fara yfir 100 milljónir vegna ýmissa liða sem ekki var gert ráð fyrir. "Meðal annars varð veruleg röskun á framkvæmdunum í sumarbyrjun vegna þess að þinghald dróst mun lengur en menn bjuggust við. Þar við bættist sumarþing og þá varð enn meiri truflun á verkinu sem kostaði sitt," bætir Karl við. Stefnt er að frekari endurbótum næsta sumar sem meðal annars miða að því að bæta aðgang fatlaðra að þingpöllum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira