Súpusumarið mikla í Hlaðvarpanum 21. október 2004 00:01 Haustið er tími heitrar og matarmikillar súpu, gjarnan súpu sem hefur fengið að sjóða lengi þannig að bragðið er orðið kynngimagnað. Þegar minnst er á ljúffengar súpur verða sumir, eða kannski frekar sumar konur, dreymnar í augum og minnast mikils súpusumars í Hlaðvarpanum fyrir liðlega tíu árum. Þá voru bornar þar fram magnaðar súpur öll kvöld í mikilli kvennastemningu. Konurnar bak við þetta súpusumar eru þær Margrét Pála Ólafsdóttir og Lilja Sigurðardóttir ásamt vinkonu þeirra kvennaskólagenginni. "Eitt vorið flaug konu minni í hug að þörf væri á kvenlegum, kvenvinsamlegum og kvennapólítískum veitingastað í Reykjavík," segir Margrét Pála um aðdragandann að þessu súpuævintýri. "Á sama tíma vildi einmitt þannig til að einhvern vantaði í eldhúsið í Hlaðvarpanum." Margrét segir að þær Lilja kona hennar og vinkona þeirra hafi rætt þetta mál yfir súpu og ákveðið að dengja sér í slaginn. Þær tóku verkefnið að sér til reynslu í þrjá mánuði yfir sumarið og veitingarekstur þeirra stóð einmitt þá þrjá mánuði. "Við lögðum metnað í hvíta stífaða borðdúka og tauservíettur og fleira sem okkur þótti í anda kvenlegra dyggða. Maturinn var seldur á verði sem hentaði konum, hráefnið var ávallt ferskt og fyrsta flokks eins og konum sæmir og við unnum þarna af sannri kvenmennsku. Og eins og þessar forsendur sýna gekk dæmið ekki upp," segir Margrét og hlær. "Hins vegar skemmtum við okkur drottningarlega og bárum fram kraftmiklar og öflugar súpur til viðbótar við miklar kvenpólitískar umræður, gítar á vegg og tarotspil á borðum og stundum sleppti ég súpusleifinni og greip gítarinn eða tarotspilin." Gúllassúpa Margrétar Pálu er stolin og staðfærð að hennar sögn og: "Þróuð vegna skorts á hugmyndaauðgi. Konan mín er hins vegar afar skapandi í eldhúsi og hennar uppskrift er að kjúklingasúpu sem er samkvæmt öllum kröfum dagsins í dag, bragðgóð, fitusnauð og gífurlega holl." Matur Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
Haustið er tími heitrar og matarmikillar súpu, gjarnan súpu sem hefur fengið að sjóða lengi þannig að bragðið er orðið kynngimagnað. Þegar minnst er á ljúffengar súpur verða sumir, eða kannski frekar sumar konur, dreymnar í augum og minnast mikils súpusumars í Hlaðvarpanum fyrir liðlega tíu árum. Þá voru bornar þar fram magnaðar súpur öll kvöld í mikilli kvennastemningu. Konurnar bak við þetta súpusumar eru þær Margrét Pála Ólafsdóttir og Lilja Sigurðardóttir ásamt vinkonu þeirra kvennaskólagenginni. "Eitt vorið flaug konu minni í hug að þörf væri á kvenlegum, kvenvinsamlegum og kvennapólítískum veitingastað í Reykjavík," segir Margrét Pála um aðdragandann að þessu súpuævintýri. "Á sama tíma vildi einmitt þannig til að einhvern vantaði í eldhúsið í Hlaðvarpanum." Margrét segir að þær Lilja kona hennar og vinkona þeirra hafi rætt þetta mál yfir súpu og ákveðið að dengja sér í slaginn. Þær tóku verkefnið að sér til reynslu í þrjá mánuði yfir sumarið og veitingarekstur þeirra stóð einmitt þá þrjá mánuði. "Við lögðum metnað í hvíta stífaða borðdúka og tauservíettur og fleira sem okkur þótti í anda kvenlegra dyggða. Maturinn var seldur á verði sem hentaði konum, hráefnið var ávallt ferskt og fyrsta flokks eins og konum sæmir og við unnum þarna af sannri kvenmennsku. Og eins og þessar forsendur sýna gekk dæmið ekki upp," segir Margrét og hlær. "Hins vegar skemmtum við okkur drottningarlega og bárum fram kraftmiklar og öflugar súpur til viðbótar við miklar kvenpólitískar umræður, gítar á vegg og tarotspil á borðum og stundum sleppti ég súpusleifinni og greip gítarinn eða tarotspilin." Gúllassúpa Margrétar Pálu er stolin og staðfærð að hennar sögn og: "Þróuð vegna skorts á hugmyndaauðgi. Konan mín er hins vegar afar skapandi í eldhúsi og hennar uppskrift er að kjúklingasúpu sem er samkvæmt öllum kröfum dagsins í dag, bragðgóð, fitusnauð og gífurlega holl."
Matur Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira