Menning

Lexus IS 300 Turbo

Tryllitæki vikunnar er Lexus IS 300 Turbo árgerð 2003 . Bíllinn er rúmlega 500 hestöfl. Vélin er þriggja lítra með fimmþrepa sjálfskiptingu og hálfbeinskiptur í stýri. Bíllinn er með Xenon aðalljós. Upphaflegu gormunum var skipt út fyrir lægri gorma til að lækka bílinn og fá stífari fjöðrun. 19 tommu dekk voru sett undir bílinn og álfelgur. Bíllinn er með opið þriggja tommu ryðfrítt pústkerfi. Í hann var sett túrbína, millikælir og skipt var um stimpla og settir sterkari heddboltar til að ná hámarksafli úr vélinni. Allur frágangur á slöngum og leiðslum er til fyrirmyndar, til dæmis eru rör fyrir millikæli póleruð. Í bílnum er hugbúnaður sem hægt er að tengja við fartölvu og þaðan getur ökumaður stillt sjálfur eldsneytisblöndu, hversu mörgum pundum túrbínan blæs og hversu mikið súrefni fer inn á vélina. Með fartölvunni getur hann gert ýmsar breytingar og stillt hlutföll bensíns og súrefnis svo hægt sé að ná hámarksnýtingu úr þeim vélabúnaði sem búið er að setja í bílinn. Bíllinn kostaði 4,470 milljónir fyrir breytingar en verðgildir hefur aukist töluvert með þeim breytingum sem hafa verið gerðar. Aukabúnaðurinn er frá Swift Racing Technology (SRT).





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.