Kindur brunnu inni í eldsvoða 20. nóvember 2004 00:01 Fjörutíu og ein sauðkind brann inni í eldsvoða í úthúsi á bænum Hrútatungu í botni Hrútafjarðar í fyrrakvöld. Eldurinn kom upp í hlöðu sem er sambyggð fjárhúsunum. Gunnar Sæmundsson, bóndi í Hrútatungu, náði að hleypa fénu út úr fjárhúsunum en kindunum sem voru í hlöðunni varð ekki bjargað. Gunnar fékk snert af reykeitrun og var fluttur á heilbrigðisstofnunina á Hvammstanga þar sem hann dvaldi yfir nóttina. Gunnar er viss um að eldurinn hafi komið upp í dráttarvél sem hann hafði lagt inni í hlöðunni. "Fyrr um daginn hafði verið erfitt að koma dráttarvélinni í gang út af miklu frosti. Þegar ég var búinn að sækja heyrúllur, til að gefa tvo næstu daga, skildi ég dráttarvélina eftir inni í hlöðunni svo það yrði auðveldara að koma henni í gang daginn eftir," segir Gunnar. Hann fór úr fjárhúsunum um klukkan hálf sex. Upp úr klukkan hálf átta fór rafmagn af íbúðarhúsinu og þegar Gunnar fór að leita að vasaljósi varð hann var við eldinn í hlöðunni. Hann hljóp út að fjárhúsunum og hleypti fénu út. Kindurnar sem hýstar voru í hlöðunni brunnu inni en búið var að breyta hluta hlöðunnar í fjárhús. Tvær til þrjár kindur eru sárar og ekki víst hvort þær muni lifa. Gunnar var alls með 430 kindur. Mikill eldsmatur var í dráttarvélinni að sögn Gunnars. Í henni voru hátt í 150 lítrar af hráolíu og tugir lítra af smurolíu auk dekkjanna. Dráttarvélin er gjörónýt og hlaðan er mikið skemmd en það tókst að forða því að eldurinn færi í fjárhúsin. Þó urðu nokkrar skemmdir á þaki fjárhússins. Slökkvilið frá Hvammstanga, Borðeyri og Búðardal kom á staðinn auk þess sem nágrannar Gunnars komu til aðstoðar við að slökkva eldinn. Tankbíll frá Búðardal kom með vatn til slökkvistarfsins en annars þurfti að sækja vatn í Hrútafjarðará. Slökkvistarfi lauk klukkan þrjú um nóttina. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Fjörutíu og ein sauðkind brann inni í eldsvoða í úthúsi á bænum Hrútatungu í botni Hrútafjarðar í fyrrakvöld. Eldurinn kom upp í hlöðu sem er sambyggð fjárhúsunum. Gunnar Sæmundsson, bóndi í Hrútatungu, náði að hleypa fénu út úr fjárhúsunum en kindunum sem voru í hlöðunni varð ekki bjargað. Gunnar fékk snert af reykeitrun og var fluttur á heilbrigðisstofnunina á Hvammstanga þar sem hann dvaldi yfir nóttina. Gunnar er viss um að eldurinn hafi komið upp í dráttarvél sem hann hafði lagt inni í hlöðunni. "Fyrr um daginn hafði verið erfitt að koma dráttarvélinni í gang út af miklu frosti. Þegar ég var búinn að sækja heyrúllur, til að gefa tvo næstu daga, skildi ég dráttarvélina eftir inni í hlöðunni svo það yrði auðveldara að koma henni í gang daginn eftir," segir Gunnar. Hann fór úr fjárhúsunum um klukkan hálf sex. Upp úr klukkan hálf átta fór rafmagn af íbúðarhúsinu og þegar Gunnar fór að leita að vasaljósi varð hann var við eldinn í hlöðunni. Hann hljóp út að fjárhúsunum og hleypti fénu út. Kindurnar sem hýstar voru í hlöðunni brunnu inni en búið var að breyta hluta hlöðunnar í fjárhús. Tvær til þrjár kindur eru sárar og ekki víst hvort þær muni lifa. Gunnar var alls með 430 kindur. Mikill eldsmatur var í dráttarvélinni að sögn Gunnars. Í henni voru hátt í 150 lítrar af hráolíu og tugir lítra af smurolíu auk dekkjanna. Dráttarvélin er gjörónýt og hlaðan er mikið skemmd en það tókst að forða því að eldurinn færi í fjárhúsin. Þó urðu nokkrar skemmdir á þaki fjárhússins. Slökkvilið frá Hvammstanga, Borðeyri og Búðardal kom á staðinn auk þess sem nágrannar Gunnars komu til aðstoðar við að slökkva eldinn. Tankbíll frá Búðardal kom með vatn til slökkvistarfsins en annars þurfti að sækja vatn í Hrútafjarðará. Slökkvistarfi lauk klukkan þrjú um nóttina.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira