Fuglaflensa í fleiri dýrategundir 8. desember 2004 00:01 Veira sú, sem veldur fuglaflensu í Asíulöndum, er ekki lengur bundin við hænsnfugla, heldur virðist hún hafa aukið sýkingarmátt sinn í öðrum dýrategundum, svo sem spendýrum, að því er nýjustu rannsóknir benda til. Þetta á við um ketti og önnur dýr af kattakyni, sem áður höfðu ekki verið talin móttækileg fyrir inflúensu. Þetta kom meðal annars fram í viðtali Fréttablaðsins við Davíð Á. Gunnarsson ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu og formann framkvæmdastjórnar Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar um stöðu fuglaflensuvírussins illræmda, sem menn óttast nú mjög að geti valdið skæðum faraldri á heimsbyggðinni. Heilbrigðisyfirvöld um víða veröld gera nú allt sem í þeirra valdi stendur til að undirbúa hugsanlegar varnaraðgerðir gegn inflúensufaraldrinum sem menn telja fullvíst að fari af stað af völdum fuglaflensuvírussins. Davíð sagði, að engin merki væri á lofti um að veiran væri farin að smitast á milli manna, en faraldurinn færi ekki af stað fyrr en það gerðist. Að vísu hefði borist tilkynning frá Taílandi þess efnis að smit hefði borist á milli manna í fjölskyldu. Það hefði ekki verið staðfest, né nein önnur smit á milli manna þrátt fyrir afar strangt eftirlit. Hann sagði enn fremur að í fyrstu hefði fólk veikst af fuglaflensuvírusnum í Kína, Tælandi og Víet Nam. Þá hefði fólk tekið að veikjast í Indónesíu og í ágúst hefði Malasía tilkynnt um veikindi í fólki þar af völdum fuglaflensuvírussins. Það hefði verið níunda Asíulandið sem sent hefði frá sér tilkynningu þess efnis. Dánartíðni þeirra sem veikst hefðu væri um 72 prósent. Davíð sagði enn fremur að um miðjan nóvember hefði Alþjóða heilbrigðismálastofnunin efnt til fundar með forsvarsmönnum allra helstu framleiðenda bóluefnis í heiminum til að ræða möguleika á framleiðslu bóluefnis gegn inflúensufaraldri af völdum veirunnar. Þar hefðu verið settar fram hugmyndir um hvernig haga mætti baráttunni gegn henni. Á tveggja daga aukafundi framkvæmdastjórnar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem hefst í Reykjavík í dag, er meðal annars fyrirhugað að fjalla um hugsanlegar afleiðingar og viðbrögð við flensufaröldrum á borð við drepsóttir fyrri ára, svo sem spænsku veikina og svarta dauða. Meðal þeirra sem sækja fundinn er æðsti yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar dr. Lee Jong-wook. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Fleiri fréttir Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Sjá meira
Veira sú, sem veldur fuglaflensu í Asíulöndum, er ekki lengur bundin við hænsnfugla, heldur virðist hún hafa aukið sýkingarmátt sinn í öðrum dýrategundum, svo sem spendýrum, að því er nýjustu rannsóknir benda til. Þetta á við um ketti og önnur dýr af kattakyni, sem áður höfðu ekki verið talin móttækileg fyrir inflúensu. Þetta kom meðal annars fram í viðtali Fréttablaðsins við Davíð Á. Gunnarsson ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu og formann framkvæmdastjórnar Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar um stöðu fuglaflensuvírussins illræmda, sem menn óttast nú mjög að geti valdið skæðum faraldri á heimsbyggðinni. Heilbrigðisyfirvöld um víða veröld gera nú allt sem í þeirra valdi stendur til að undirbúa hugsanlegar varnaraðgerðir gegn inflúensufaraldrinum sem menn telja fullvíst að fari af stað af völdum fuglaflensuvírussins. Davíð sagði, að engin merki væri á lofti um að veiran væri farin að smitast á milli manna, en faraldurinn færi ekki af stað fyrr en það gerðist. Að vísu hefði borist tilkynning frá Taílandi þess efnis að smit hefði borist á milli manna í fjölskyldu. Það hefði ekki verið staðfest, né nein önnur smit á milli manna þrátt fyrir afar strangt eftirlit. Hann sagði enn fremur að í fyrstu hefði fólk veikst af fuglaflensuvírusnum í Kína, Tælandi og Víet Nam. Þá hefði fólk tekið að veikjast í Indónesíu og í ágúst hefði Malasía tilkynnt um veikindi í fólki þar af völdum fuglaflensuvírussins. Það hefði verið níunda Asíulandið sem sent hefði frá sér tilkynningu þess efnis. Dánartíðni þeirra sem veikst hefðu væri um 72 prósent. Davíð sagði enn fremur að um miðjan nóvember hefði Alþjóða heilbrigðismálastofnunin efnt til fundar með forsvarsmönnum allra helstu framleiðenda bóluefnis í heiminum til að ræða möguleika á framleiðslu bóluefnis gegn inflúensufaraldri af völdum veirunnar. Þar hefðu verið settar fram hugmyndir um hvernig haga mætti baráttunni gegn henni. Á tveggja daga aukafundi framkvæmdastjórnar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem hefst í Reykjavík í dag, er meðal annars fyrirhugað að fjalla um hugsanlegar afleiðingar og viðbrögð við flensufaröldrum á borð við drepsóttir fyrri ára, svo sem spænsku veikina og svarta dauða. Meðal þeirra sem sækja fundinn er æðsti yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar dr. Lee Jong-wook.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Fleiri fréttir Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Sjá meira