Innlent

Glaður maður en býst við batnandi tölum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Sigmundur var kátur eftir fyrstu tölur.
Sigmundur var kátur eftir fyrstu tölur.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segist vera himinlifandi með fyrstu tölur sem hafa birst í kvöld en Kristín Ólafsdóttir fréttakona tók hann tali á kosningavöku Miðflokksins Hann segist þó geta búist við batnandi tölum þegar menn nái að ryðjast í gegnum snjóskaflana í Norðausturkjördæmi.

„Ég er mjög sáttur. Sérstaklega í ljósi þess að í öllum kjördæmum í síðustu kosningum höfum við bætt jafnt pg þétt við okkur efitr því sem fleiri tölur berast. Í mínu kjördæmi ef þetta eru fyrstu tölurnar frá Akureyri þá er ég bara himinlifandi. Eins og þú sérð er tröðfullt hús og maður heyrir varla spurningarnar því stemningin er stórkostleg. Ég er glaður maður.

Sigmundur segir í gríni að hann hefði viljað fá þrjátíu prósenta fylgi. Það sé ekki hægt að búast við því. Hann segir stemninguna hjá Miðflokknum þá bestu sem hann hafi upplifað og segist eiga von á hækkandi tölum eftir því sem líður á kvöldið.

„Þær munu hækka. Þó ekki væri nema í ljósi reynslunnar. Getur rétt ímyndað þér þegar menn ná að ryðjast í gegnum snjóskaflana í Norðausturkjördæmi hvort tölurnar þar muni ekki batna. Þær munu hækka en ég veit að þetta er tilefni til að vera bjartsýnn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×