Skattar auknir á kirkjur 9. desember 2004 00:01 Eðlilegt er að ríkið greiði fasteignagjöld af eignum sínum eins og aðrir, segir Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og einn þriggja fulltrúa sveitarfélaga í tekjustofnanefnd, sem ræðir skiptingu tekna ríkis og sveitarfélaga. Rætt hafi verið um að sveitarfélögin fái hlutdeild í veltusköttum svo sem tryggingargjaldi, bensíngjaldi og husanlega virðisaukaskatti, sem þau hafi hingað til ekki haft tekjur af. Guðjón Bragason, formaður tekjustofnanefndar og skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu, segir að hugmyndum um fækkun undanþága til greiðslu fasteignagjalda hafi verið vel tekið af fulltrúum ríkisins í nefndinni. Hve langt eigi að ganga liggi ekki fyrir. Til greina komi að kirkjur og sjúkrahús greiði þau. Hann segir ómögulegt að ræða á þessu stigi hverjar endanlegar tillögur tekjustofnanefndar verði. Það skýrist í lok janúar. Halldór segir að ekki sé einblínt á að útsvar sveitarfélaganna verði hækkað þó um það hafi verið rætt. Breyting af því tagi nægi ekki til að bæta hag minni sveitarfélaga: "Við erum að tala um að þeir sem standi verst fái enn frekar tekjur í gegnum jöfnunarsjóð sveitarfélaganna," segir Halldór. Undir það tekur Guðjón og segir að til dæmis sé verið að ræða um 400 milljóna aukafjárlag til sjóðsins á þessu ári. Fjölmargir sveitarstjórnarmenn hafa sett sig í samband við Halldór og greint frá erfiðleikum með að láta fjárhagsáætlanir næsta árs stemma. Staða sveitarfélaganna sé slæm en ekki sé hægt að stóla á leiðréttingu tekjustofnanna við gerð fjárhagsáætlana næsta árs. Fyrstu breytingarnar gætu í fyrsta lagi gengið í geng á komandi hausti, segir Halldór: "Kröfur okkar eru þær að leiðrétta stöðu sveitarfélaganna þannig að þau verði ekki rekin með þriggja og hálfs milljarðs tapi eins og var árið 2003. Við höfum rætt um að það sé lágmarkskrafa okkar að jafna þetta tap." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Eðlilegt er að ríkið greiði fasteignagjöld af eignum sínum eins og aðrir, segir Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og einn þriggja fulltrúa sveitarfélaga í tekjustofnanefnd, sem ræðir skiptingu tekna ríkis og sveitarfélaga. Rætt hafi verið um að sveitarfélögin fái hlutdeild í veltusköttum svo sem tryggingargjaldi, bensíngjaldi og husanlega virðisaukaskatti, sem þau hafi hingað til ekki haft tekjur af. Guðjón Bragason, formaður tekjustofnanefndar og skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu, segir að hugmyndum um fækkun undanþága til greiðslu fasteignagjalda hafi verið vel tekið af fulltrúum ríkisins í nefndinni. Hve langt eigi að ganga liggi ekki fyrir. Til greina komi að kirkjur og sjúkrahús greiði þau. Hann segir ómögulegt að ræða á þessu stigi hverjar endanlegar tillögur tekjustofnanefndar verði. Það skýrist í lok janúar. Halldór segir að ekki sé einblínt á að útsvar sveitarfélaganna verði hækkað þó um það hafi verið rætt. Breyting af því tagi nægi ekki til að bæta hag minni sveitarfélaga: "Við erum að tala um að þeir sem standi verst fái enn frekar tekjur í gegnum jöfnunarsjóð sveitarfélaganna," segir Halldór. Undir það tekur Guðjón og segir að til dæmis sé verið að ræða um 400 milljóna aukafjárlag til sjóðsins á þessu ári. Fjölmargir sveitarstjórnarmenn hafa sett sig í samband við Halldór og greint frá erfiðleikum með að láta fjárhagsáætlanir næsta árs stemma. Staða sveitarfélaganna sé slæm en ekki sé hægt að stóla á leiðréttingu tekjustofnanna við gerð fjárhagsáætlana næsta árs. Fyrstu breytingarnar gætu í fyrsta lagi gengið í geng á komandi hausti, segir Halldór: "Kröfur okkar eru þær að leiðrétta stöðu sveitarfélaganna þannig að þau verði ekki rekin með þriggja og hálfs milljarðs tapi eins og var árið 2003. Við höfum rætt um að það sé lágmarkskrafa okkar að jafna þetta tap."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira