Róttækar aðgerðir gegn skattsvikum 12. desember 2004 00:01 Tillögur um aðgerðir gegn skattsvikum sem nefnd á vegum Alþings hefur lagt fram eru þær róttækustu sem komið hafa fram í þessum efnum, að mati Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns Samfylkingar. Hún lagði fram þingsályktunartillögu um að nefndin skoðaði umfang skattsvika. Nefndin leggur meðal annars til að ákæruvald í skattsvikamálum verði fært til embættis Skattrannsóknarstjóra, sérhæfðar eftirlitsdeildir verði stofnaðar sem hafi eftirlit með stórfyrirtækjum sem eru í miklum umsvifum erlendis og að lögfest verði afdráttarlaus skylda banka og fjármálastofnana til að láta skattyfirvöldum í té upplýsingar sem þau óska eftir. Jóhanna hefur farið fram á að skýrsla nefndarinnar verði tekin til umræðu þegar Alþingi kemur saman að nýju eftir áramót. Hún væntir þess að stjórnarliðar sýni vilja til þess að lögfesta ákvæði sem þurfi til að loka strax fyrir þessar smugur. Samfylkingin lagði fram tillögu við fjárlagagerðina í haust um að fjárveitingar til skatteftirlits yrðu auknar um tugi milljóna króna en ríkisstjórnarflokkarnir felldu tillöguna. Jóhanna segir að tillagan verði lögð aftur fram og hún vonast til að fjármálaráðherra sjái sjálfur mikilvægi þess að efla skatteftirlit. "Þetta snýr bæði að bættu skatteftirliti og svo þarf að fara í það að lögfesta ýmis ákvæði til að loka fyrir smugur í lögum sem hafa verið nýttar til skattundanskota." Jóhanna segir mjög aðkallandi að taka á þessum lögbrotum þar sem um gríðarlega fjármuni sé að ræða. Þeir samsvari sennilega kostnaði við rekstur alls skólakerfisins í landinu. Það séu fyrirtæki og fjármagnseigendur sem hafi þessar fjárhæðir af almenningi þar sem launamenn hafi engin tækifæri til skattundanskota. "Ástandið er orðið þannig að einstaklingar greiða um 83 prósent af öllum skattgreiðslum á landinu en fyrirtæki og fjármagnseigendur miklu minna." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Tillögur um aðgerðir gegn skattsvikum sem nefnd á vegum Alþings hefur lagt fram eru þær róttækustu sem komið hafa fram í þessum efnum, að mati Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns Samfylkingar. Hún lagði fram þingsályktunartillögu um að nefndin skoðaði umfang skattsvika. Nefndin leggur meðal annars til að ákæruvald í skattsvikamálum verði fært til embættis Skattrannsóknarstjóra, sérhæfðar eftirlitsdeildir verði stofnaðar sem hafi eftirlit með stórfyrirtækjum sem eru í miklum umsvifum erlendis og að lögfest verði afdráttarlaus skylda banka og fjármálastofnana til að láta skattyfirvöldum í té upplýsingar sem þau óska eftir. Jóhanna hefur farið fram á að skýrsla nefndarinnar verði tekin til umræðu þegar Alþingi kemur saman að nýju eftir áramót. Hún væntir þess að stjórnarliðar sýni vilja til þess að lögfesta ákvæði sem þurfi til að loka strax fyrir þessar smugur. Samfylkingin lagði fram tillögu við fjárlagagerðina í haust um að fjárveitingar til skatteftirlits yrðu auknar um tugi milljóna króna en ríkisstjórnarflokkarnir felldu tillöguna. Jóhanna segir að tillagan verði lögð aftur fram og hún vonast til að fjármálaráðherra sjái sjálfur mikilvægi þess að efla skatteftirlit. "Þetta snýr bæði að bættu skatteftirliti og svo þarf að fara í það að lögfesta ýmis ákvæði til að loka fyrir smugur í lögum sem hafa verið nýttar til skattundanskota." Jóhanna segir mjög aðkallandi að taka á þessum lögbrotum þar sem um gríðarlega fjármuni sé að ræða. Þeir samsvari sennilega kostnaði við rekstur alls skólakerfisins í landinu. Það séu fyrirtæki og fjármagnseigendur sem hafi þessar fjárhæðir af almenningi þar sem launamenn hafi engin tækifæri til skattundanskota. "Ástandið er orðið þannig að einstaklingar greiða um 83 prósent af öllum skattgreiðslum á landinu en fyrirtæki og fjármagnseigendur miklu minna."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira