Lést af völdum hnefahöggs 12. desember 2004 00:01 Maður á sextugsaldri lést á sjúkrahúsi í gær af völdum höfuðhöggs. Maðurinn hafði verið að skemmta sér með eiginkonu sinni og var komið undir lokun þegar hann var sleginn þungu höggi neðarlega á kjálka á veitingastaðnum Ásláki í Mosfellsbæ. Hálfþrítugur maður hefur játað að hafa lent í átökum á veitingastaðnum. Sá hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Ekki er vitað til að sá látni og sá sem er í gæsluvarðhaldi hafi þekkst og ekki er vitað til að þeir hafi átt nokkur samskipti á Ásláki áður en voðaatburðurinn varð. Málavextir voru þeir að glas hafði brotnað í anddyri staðarins og var dyravörður að sópa upp glerbrotin. Maðurinn var að bægja frá gestum á meðan til að enginn meiddist þegar árásarmaðurinn, sem var að fara út af staðnum, sló hann fyrirvaralaust. Við það missti maðurinn andann, skjögraði aðeins og féll svo í gólfið. Óskað var eftir sjúkrabíl, sem kom innan skamms. Ekki tókst að bjarga lífi mannsins og lést hann á gjörgæsludeild eftir hádegi í gær. Árásarmaðurinn, sem var ölvaður, var handtekinn í nágrenni veitingastaðarins skömmu eftir árásina. Hann er ekki kunnur að ofbeldisverkum svo vitað sé. Yfirheyrslur fóru fram hjá lögreglu í gær og voru starfsmenn veitingastaðarins meðal hinna yfirheyrðu en veitingastaðurinn var lokaður í gær vegna málsins. Dánarorsök fæst staðfest eftir réttarkrufningu sem fer fram næstu daga. Lögreglan í Reykjavík fer með rannsókn málsins. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Maður á sextugsaldri lést á sjúkrahúsi í gær af völdum höfuðhöggs. Maðurinn hafði verið að skemmta sér með eiginkonu sinni og var komið undir lokun þegar hann var sleginn þungu höggi neðarlega á kjálka á veitingastaðnum Ásláki í Mosfellsbæ. Hálfþrítugur maður hefur játað að hafa lent í átökum á veitingastaðnum. Sá hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Ekki er vitað til að sá látni og sá sem er í gæsluvarðhaldi hafi þekkst og ekki er vitað til að þeir hafi átt nokkur samskipti á Ásláki áður en voðaatburðurinn varð. Málavextir voru þeir að glas hafði brotnað í anddyri staðarins og var dyravörður að sópa upp glerbrotin. Maðurinn var að bægja frá gestum á meðan til að enginn meiddist þegar árásarmaðurinn, sem var að fara út af staðnum, sló hann fyrirvaralaust. Við það missti maðurinn andann, skjögraði aðeins og féll svo í gólfið. Óskað var eftir sjúkrabíl, sem kom innan skamms. Ekki tókst að bjarga lífi mannsins og lést hann á gjörgæsludeild eftir hádegi í gær. Árásarmaðurinn, sem var ölvaður, var handtekinn í nágrenni veitingastaðarins skömmu eftir árásina. Hann er ekki kunnur að ofbeldisverkum svo vitað sé. Yfirheyrslur fóru fram hjá lögreglu í gær og voru starfsmenn veitingastaðarins meðal hinna yfirheyrðu en veitingastaðurinn var lokaður í gær vegna málsins. Dánarorsök fæst staðfest eftir réttarkrufningu sem fer fram næstu daga. Lögreglan í Reykjavík fer með rannsókn málsins.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira