Útvegurinn úti frýs 20. nóvember 2005 06:00 Jóhann Hauksson Hörpudiskurinn veiðist ekki lengur í Breiðafirði. Rækjan er horfin úr innfjörðum og flóum. Hún veiðist lítið í úthafinu. Kolmunninn finnst ekki. Loðnan er týnd. Samherjaskipum hefur verið breytt í frystigeymslur fyrir síld sem selst ekki í Austur-Evrópu vegna eitraðrar samkeppni við Norðmenn. Olíuverðið er í hæðum. Svo er um gengi íslensku krónunnar, sterkasta gjaldmiðils Evrópu. Hundruð starfa hafa tapast í sjávarútvegi. Bíldudalur, Ísafjörður, Akureyri, Siglufjörður, Stöðvarfjörður. Hvað næst. Seyðisfjörður? Sum sjávarútvegsfyrirtæki halda sjó með því að leigja út kvótann sinn til þess að geta greitt af lánum sínum og borgað laun. Nema aurarnir fyrir leigukvótann séu notaðir til að kaupa meiri kvóta. Skyldi ríkisstjórnin ekki hafa áhyggjur af þessu? Hvað til dæmis um Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra? Jú. Kannski er staðan alvarleg. En misjafnlega alvarleg þó. Gengið hefur verið að hækka sagði hann við blaða- og fréttamenn í vikunni. En verð á afurðum hefur hækkað sagði hann einnig og það hefur hjálpað. Svo er jú olíuverðið hátt. "En verður ekki sjávarútvegurinn að vera í stakk búinn til að lifa af sveiflur? Hann hefur verið að ganga í gegnum erfiða sveiflu. Og gengið mun breytast," sagði Halldór. Hér rekst hvað á annars horn. Því sjávarútvegurinn er afar skuldsettur í erlendri mynt. Og lækki gengi krónunnar hækka skuldirnar í krónum talið. Á þetta benti Halldór svo sem einnig. En er þá sjávarútveginum allar bjargir bannaðar? Getur Byggðastofnun hjálpað þeim verst settu í nafni byggðastefnu? Haldið uppi verði eignanna? Nei það getur hún ekki því Byggðastofnun er einnig á hausnum. Auðvitað er þetta alvarlegt en þetta er ekki svart, sagði forsætisráðherrann við áhugalausa blaðamenn um sjávarútveg. Það var Einar Oddur Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, einu sinni nefndur bjargvætturinn, sem sagði á göngum þingsins í vikunni: "Jú. Ég er sammála Seðlabankanum um eitt. Þegar menn hætta að hósta, hryglurnar verða slitróttar og lífið fjarar út, þá hverfa einnig sjúkdómseinkennin." En það getur verið snjallt hjá Halldóri að herða að mönnum um stund. Eins og bóndinn í Ölpunum sem sagði forðum: "Í dag ætla ég að vera góður við hundinn minn. Fyrst lúskra ég rækilega á honum. Svo hætti ég." Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Hörpudiskurinn veiðist ekki lengur í Breiðafirði. Rækjan er horfin úr innfjörðum og flóum. Hún veiðist lítið í úthafinu. Kolmunninn finnst ekki. Loðnan er týnd. Samherjaskipum hefur verið breytt í frystigeymslur fyrir síld sem selst ekki í Austur-Evrópu vegna eitraðrar samkeppni við Norðmenn. Olíuverðið er í hæðum. Svo er um gengi íslensku krónunnar, sterkasta gjaldmiðils Evrópu. Hundruð starfa hafa tapast í sjávarútvegi. Bíldudalur, Ísafjörður, Akureyri, Siglufjörður, Stöðvarfjörður. Hvað næst. Seyðisfjörður? Sum sjávarútvegsfyrirtæki halda sjó með því að leigja út kvótann sinn til þess að geta greitt af lánum sínum og borgað laun. Nema aurarnir fyrir leigukvótann séu notaðir til að kaupa meiri kvóta. Skyldi ríkisstjórnin ekki hafa áhyggjur af þessu? Hvað til dæmis um Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra? Jú. Kannski er staðan alvarleg. En misjafnlega alvarleg þó. Gengið hefur verið að hækka sagði hann við blaða- og fréttamenn í vikunni. En verð á afurðum hefur hækkað sagði hann einnig og það hefur hjálpað. Svo er jú olíuverðið hátt. "En verður ekki sjávarútvegurinn að vera í stakk búinn til að lifa af sveiflur? Hann hefur verið að ganga í gegnum erfiða sveiflu. Og gengið mun breytast," sagði Halldór. Hér rekst hvað á annars horn. Því sjávarútvegurinn er afar skuldsettur í erlendri mynt. Og lækki gengi krónunnar hækka skuldirnar í krónum talið. Á þetta benti Halldór svo sem einnig. En er þá sjávarútveginum allar bjargir bannaðar? Getur Byggðastofnun hjálpað þeim verst settu í nafni byggðastefnu? Haldið uppi verði eignanna? Nei það getur hún ekki því Byggðastofnun er einnig á hausnum. Auðvitað er þetta alvarlegt en þetta er ekki svart, sagði forsætisráðherrann við áhugalausa blaðamenn um sjávarútveg. Það var Einar Oddur Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, einu sinni nefndur bjargvætturinn, sem sagði á göngum þingsins í vikunni: "Jú. Ég er sammála Seðlabankanum um eitt. Þegar menn hætta að hósta, hryglurnar verða slitróttar og lífið fjarar út, þá hverfa einnig sjúkdómseinkennin." En það getur verið snjallt hjá Halldóri að herða að mönnum um stund. Eins og bóndinn í Ölpunum sem sagði forðum: "Í dag ætla ég að vera góður við hundinn minn. Fyrst lúskra ég rækilega á honum. Svo hætti ég."
Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira