Smá hamingja fyrir fólk 7. janúar 2005 00:01 "Ég var með skötuveislu hérna í heila viku fyrir jólin og bauð upp á saltfisk, skötu og Steingrím," segir Kjartan Halldórsson í Sægreifanum í verbúð númer 8 við Geirsgötu rétt aftan við Hamborgarabúllu Tómasar. "Það er alveg til í því að ég verði með smá hamingju fyrir fólk á laugardögum, hvort sem það verður saltfiskur eða annar fiskur," segir Kjartan sem lengi vel var kokkur til sjós. "Annars ætlum við hérna að sérhæfa okkur í reyktum fiskafurðum og vera flottir á því og gera þetta af fullri alvöru. Það er lítið um reyktan fisk hérna á Klakanum," segir Kjartan sem nú hefur komið fyrir forláta reykofni í Sægreifanum þar sem reykmeistarinn Steingrímur Matthíasson hefur náð góðum tökum á reyklistinni og sér um að reykja ál. "Við erum búnir að ná góðum tökum á álnum en ætlum einnig að reykja skötusel, lúðu og makríl. Lykilatriðið er bara að hafa ferskt hráefni en ekkert gamalt," segir Kjartan. Talsvert er um ál í Sægreifanum en í sumar sem leið var þar matreiðslumeistari sem matreiddi ferskan ál. "Ég er með stóran ál hérna núna sem er um metri að lengd en hann ætla ég að láta stoppa upp. Hann var veiddur fyrir mig í tjörn í Hveragerði á landi Saurbæjar," segir Kjartan sem býður upp á heilmikið annað en ál. Í Sægreifanum má finna hinar hefðbundnu fisktegundir auk humars og rækju og að sjálfsögðu harðfisk. "Já já, ég er með harðfisk hérna frá honum Hannesi ríka í Ölfusi," segir Kjartan. [email protected]Steiktur áll með papriku, lauk og tómötum að hætti Baska 800 g áll snyrtur og roðflettur 1 dl hveiti 3 msk. ólífuolía 1 græn paprika kjarnhreinsuð og skorin í strimla 1-2 laukar, skornir í sneiðar 3-5 hvítlauksgeirar, fínt sneiddir 4 tómatar, flysjaðir og skornir í báta 1 1/2 dl svartar steinlausar ólífur 1 msk. söxuð steinselja 1 sítróna salt og pipar úr kvörn Skerið álinn í 10 cm breiða jafna bita. Veltið þeim upp úr hveiti og steikið á viðloðunarfrírri pönnu upp úr ólífuolíu í 2-3 mín á hvorri hlið. Saltið og piprið eftir smekk. Takið fiskinn af pönnunni, steikið grænmetið upp úr restinni af ólífuolíunni, þar til það er orðið mjúkt. Bætið þá tómötunum út í og ólífunum. Steikið áfram. Saltið og piprið örlítið meira og kreistið smá sítrónusafa út í. Látið þetta á miðjan disk og álabita ofan á. Stráið saxaðri steinselju yfir og berið fram með sítrónusneið og soðnum kartöflum. Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið
"Ég var með skötuveislu hérna í heila viku fyrir jólin og bauð upp á saltfisk, skötu og Steingrím," segir Kjartan Halldórsson í Sægreifanum í verbúð númer 8 við Geirsgötu rétt aftan við Hamborgarabúllu Tómasar. "Það er alveg til í því að ég verði með smá hamingju fyrir fólk á laugardögum, hvort sem það verður saltfiskur eða annar fiskur," segir Kjartan sem lengi vel var kokkur til sjós. "Annars ætlum við hérna að sérhæfa okkur í reyktum fiskafurðum og vera flottir á því og gera þetta af fullri alvöru. Það er lítið um reyktan fisk hérna á Klakanum," segir Kjartan sem nú hefur komið fyrir forláta reykofni í Sægreifanum þar sem reykmeistarinn Steingrímur Matthíasson hefur náð góðum tökum á reyklistinni og sér um að reykja ál. "Við erum búnir að ná góðum tökum á álnum en ætlum einnig að reykja skötusel, lúðu og makríl. Lykilatriðið er bara að hafa ferskt hráefni en ekkert gamalt," segir Kjartan. Talsvert er um ál í Sægreifanum en í sumar sem leið var þar matreiðslumeistari sem matreiddi ferskan ál. "Ég er með stóran ál hérna núna sem er um metri að lengd en hann ætla ég að láta stoppa upp. Hann var veiddur fyrir mig í tjörn í Hveragerði á landi Saurbæjar," segir Kjartan sem býður upp á heilmikið annað en ál. Í Sægreifanum má finna hinar hefðbundnu fisktegundir auk humars og rækju og að sjálfsögðu harðfisk. "Já já, ég er með harðfisk hérna frá honum Hannesi ríka í Ölfusi," segir Kjartan. [email protected]Steiktur áll með papriku, lauk og tómötum að hætti Baska 800 g áll snyrtur og roðflettur 1 dl hveiti 3 msk. ólífuolía 1 græn paprika kjarnhreinsuð og skorin í strimla 1-2 laukar, skornir í sneiðar 3-5 hvítlauksgeirar, fínt sneiddir 4 tómatar, flysjaðir og skornir í báta 1 1/2 dl svartar steinlausar ólífur 1 msk. söxuð steinselja 1 sítróna salt og pipar úr kvörn Skerið álinn í 10 cm breiða jafna bita. Veltið þeim upp úr hveiti og steikið á viðloðunarfrírri pönnu upp úr ólífuolíu í 2-3 mín á hvorri hlið. Saltið og piprið eftir smekk. Takið fiskinn af pönnunni, steikið grænmetið upp úr restinni af ólífuolíunni, þar til það er orðið mjúkt. Bætið þá tómötunum út í og ólífunum. Steikið áfram. Saltið og piprið örlítið meira og kreistið smá sítrónusafa út í. Látið þetta á miðjan disk og álabita ofan á. Stráið saxaðri steinselju yfir og berið fram með sítrónusneið og soðnum kartöflum.
Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið